Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar vegna eldgoss á Reykjanesskaga

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Helstu upplýsingar um gosið má nálgast á vef Almannavarna og á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa Íslands og samstarfsaðilar hafa gefið út öskuspá. Nánari upplýsingar um litakóða Veðurstofunnar vegna eldfjallavár fyrir flug má finna á Vedur.is


Flug á Íslandi

Flugrekendur byggja ákvörðun sína um áframhaldandi flug m.a. á grundvelli öskuspár Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila. Fjórir alþjóðaflugvellir eru reknir af Isavia og má nálgast uppfærða og nýjustu flugáætlun flugfélaga á hverjum velli hér fyrir neðan.

KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR

AKUREYRARFLUGVÖLLUR

EGILSSTAÐAFLUGVÖLLUR

FLUG OG ELDGOS

Vegna eldgoss á Reykjanesi verður þörf á tíðu rannsóknaflugi á vegum Almannavarna við eldstöðina. Flugið er í þágu almannavarna og vísinda og mun njóta forgangs fram yfir annað flug. 

Til að tryggja öryggi verður ákveðið svæði skilgreint sem hættu- eða haftasvæði fyrir annað flug og bannsvæði fyrir dróna á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni.

  • Stjórnendur dróna eru hvattir til að fylgjast með nýjustu tilkynningum á Vef Almannavarna.
  • Hættu- eða haftasvæði fyrir loftför önnur en dróna verða auglýst með NOTAM.

Jafnframt er bent á upplýsingar í flugmálahandbók AIP og gagnlegar upplýsingar og reglur um drónaflug.

Nánari upplýsingar um stöðu mála má finna hverju sinni hjá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum og á samskiptamiðlum: