Hoppa yfir valmynd

Þjónusta á flugvellinum

Sjálfsafgreiðsla á flugvellinum

Á flugvellinum eru ýmsir möguleikar á sjálfsafgreiðslu sem eru hannaðir með það að leiðarljósi að einfalda ferðalagið og gera það öruggara.

 

Þjónustustig á flugvellinum

Þjónustustig í verslunum og veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú takmarkað sökum lítillar flugumferðar. Á aðalverslunarsvæði flugstöðvarinnar er alltaf opið í Fríhafnarverslun og á Mathúsi tengt flugi. Farþegar geta því alltaf gengið að því vísu að geta keypt veitingar á flugvellinum til að borða á staðnum og taka með í nesti.

Vert er að benda á að Icelandair býður öllum farþegum vatnsflösku þegar stigið er um borð og býður upp á mat í lengri flugferðum. Leyfilegt er að taka með sér veitingar úr flugstöðinni . 

Allir samgöngumátar eru í boði sem hafa verið starfandi við flugvöllinn, svo sem rútur, bílaleigubílar, leigubílar og strætó, en vegna minnkandi flugumferðar hefur tíðni ferða og þjónustustig lækkað. Nánari upplýsingar má finna inni á vefsíðum hópferðafyrirtækja hér að neðan. Bílaleigur hafa takmarkað opnunartíma sinn í flugstöðinni. Við biðjum þá farþega sem ætla að nýta sér þjónustu þeirra að hafa beint samband við viðkomandi bílaleigu til að kanna opnunartíma. 

Við hvetjum farþega til að bóka bílastæði á vefnum og nýta sér það að fá QR kóða sendan í símann sem notaður er til að komast inn og út af hliðum. Þannig má lágmarka snertingu þegar ekið er inn og út af stæðum.  Lagning – bílastæðaþjónusta er tímabundið ekki í boði. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi farþega og starfsmanna vegna Covid 19 veirunnar. Við hvetjum þá sem eru að skutla eða sækja á flugvöllinn til að nýta sér það að fyrstu 15 mínúturnar eru fríar á skammtímastæðum við brottför og komu.