Hoppa yfir valmynd

Þjónusta á flugvellinum

Sjálfsafgreiðsla á flugvellinum

Á flugvellinum eru ýmsir möguleikar á sjálfsafgreiðslu sem eru hannaðir með það að leiðarljósi að einfalda ferðalagið og gera það öruggara.

 

Þjónustustig á flugvellinum

Á aðalverslunarsvæði flugstöðvarinnar er alltaf opið í Fríhafnarverslun og á Mathúsi tengt flugi. Farþegar geta því alltaf gengið að því vísu að geta keypt veitingar á flugvellinum til að borða á staðnum og taka með í nesti.

Leyfilegt er að taka með sér veitingar úr flugstöðinni . 

Flestir samgöngumátar eru í boði sem hafa verið starfandi við flugvöllinn, svo sem skipulagðar rútuferðir til Reykjavíkur, bílaleigubílar, leigubílar og strætó, en vegna minnkandi flugumferðar hefur tíðni ferða og þjónustustig lækkað. Bílaleigur hafa takmarkað opnunartíma sinn í flugstöðinni. Við biðjum þá farþega sem ætla að nýta sér þjónustu þeirra að hafa beint samband við viðkomandi bílaleigu til að kanna opnunartíma. 

Við hvetjum farþega til að bóka bílastæði á vefnum og nýta sér það að fá QR kóða sendan í símann sem notaður er til að komast inn og út af hliðum. Þannig má lágmarka snertingu þegar ekið er inn og út af stæðum. Við hvetjum þá sem eru að skutla eða sækja á flugvöllinn til að nýta sér það að fyrstu 15 mínúturnar eru fríar á skammtímastæðum við brottför og komu.