Vegna áhrifa af völdum Covid-19 má gera ráð fyrir breytilegum afgreiðslutíma hjá verslunum, veitingastöðum og bankastarfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu vikur. Einnig hafa einstaka aðilar lokað tímabundið.
Sjálfsalar eru aðgengilegir í flugstöðinni þar sem hægt er að nálgast drykki, samlokur, snakk og sælgæti.
Hægt er að hafa samband við einstaka þjónustuaðila til að fá nánari upplýsingar um afgreiðslutíma.
Íslenskur ferskleiki byggður á skandinavískri hefð
Nord býður upp á fyrsta flokks mat úr íslensku hráefni þar sem ferskleiki á hráefninu kemur á undan öllu öðru. Helsta sérgrein Nord er ferskt sjávarfang en auk þess bjóða þau upp á fjölbreyttan matseðill. Komdu og njóttu, starfsfólkið tekur vel á móti þér.
Opnunartímar
Lokað tímabundið vegna COVID-19
Staðsetning
Aðalbygging - 2. hæð (eftir öryggisleit)
Sími
+354 568 6588