Hoppa yfir valmynd

Skipulag í kynningu

Austursvæði, Háaleitishlað á Keflavíkurflugvelli
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 8. apríl 2024, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar á Austursvæði, Háaleitishlaði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.

 Meginbreyting skipulagsins felst í að afmarka nýja 400 fermetra lóð við Pétursvöll fyrir fjarskiptastarfsemi á ónotuðu opnu svæði innan afmörkunar deiliskipulagssvæðisins. Til stendur að rífa það húsnæði þar sem núverandi starfsemi er, við Háaleitishlað 22. Heimilt er að byggja allt að 30 fermetra tækjahús og reisa allt að 30 metra hátt fjarskiptamastur innan nýju lóðarinnar. Nánari upplýsingar um tillöguna er hægt að sjá í kynningargögnum.

Skoða tillögu

Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Isavia, frá 24. apríl 2024 til og með 5. júní 2024.

 www.skipulagsgatt.is 

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir eigi síðar en 5. júní 2024 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.