Nánar um dótturfyrirtækin

Heimasíða Tern:

Heimasíða Fríhafnarinnar:

 

Dótturfyrirtæki Isavia

Dótturfyrirtæki Isavia ohf. eru tvö: Hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems og Fríhöfnin ehf. sem sér um rekstur fríhafnarverslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tern Systems

Tern Systems var stofnað haustið 1997 af Kerfisverkfræðistofu Háskóla Íslands og Flugmálastjórn Íslands og byggðist reksturinn á tveggja áratuga samstarfsvinnu þessara aðila við þróun, rannsóknir og hvers konar þekkingaröflun á sviði flugstjórnar- og flugleiðsögutækni.

Upphaflegur tilgangur með stofnun Tern Systems var að taka við þróunarstarfsemi sem unnin hafði verið á sviði flugstjórnartækni. Í ársbyrjun 2007 þegar ábyrgð á rekstri flugvalla-, flugleiðsögu- og flugumferðarþjónustu færðist í hendur Flugstoða færðist eignarhlutur Flugmálastjórnar yfir til Flugstoða. Hinn 1. maí 2010 færðist svo hlutur Flugstoða til Isavia. Árið 2012 keypti Isavia hlut Háskólans í Tern Systems og eignaðist fyrirtækið þar með að fullu.

Tern Systems hefur unnið að þróun kerfislausna fyrir flugstjórn. Um er að ræða lausnir sem notaðar eru í rekstri flugstjórnarmiðstöðva, flugturna og við þjálfun flugumferðarstjóra. Kerfi frá Tern Systems eru meðal annars notuð á Íslandi, Írlandi, Suður-Kóreu, Sýrlandi, Namibíu og Indónesíu.

Starfsmenn félagsins eru 34.

Heimasíða Tern Systems

Fríhöfnin

Fríhöfnin rekur fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, fjórar fyrir brottfararfarþega og eina fyrir komufarþega. Verslanirnar eru alltaf opnar þegar það er flug. Fríhöfnin leggur áherslu á breytt vöruúrval á góðu verði, bæði í alþjólegum vörumerkjum sem og íslenskum.  

Brottfararverslun býður upp á helstu alþjóðleg vörumerki sem eru þekkt og vinsæl um allan heim. Einnig hefur það færst í aukana að bjóða íslenskar vörur til sölu.
 
Iceland Dutyfree í suðurhluta flugstöðvarinnar býður eingöngu upp á íslenskar vörur. Meðal annars snyrtivörur, áfengi, sælgæti og skrautlega fylgihluti. 
 
Victoria´s Secret má finna snyrtivörur fyrir konur og karla frá þekktu vörumerki.
 
Dutyfree utan Schengen er verslun fyrir farþega sem ferðast til landa utan Schengen svæðis. Boðið er upp á alþjóðleg vörumerki í áfengi, tóbaki, snyrtivörum og sælgæti. Einnig er gott úrval af íslenskum vörum sem falla vel í kramið hjá erlendum ferðamönnum.
 
Komuverslun býður farþegum upp á frábæra þjónustu í rúmgóðri og bjartri verslun þar sem þeir geta notið þess að kaupa tollfrjálsan varning við komuna til landsins á meðan þeir bíða eftir farangri sínum. Þannig komast ferðamenn hjá því að bera innkaupapoka frá öðrum löndum með sér í flug.
 
Verið hjartalega velkomin og njótið ferðalagsins í Fríhöfninni.

Heimasíða Fríhafnarinnar

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin