Skipurit Isavia

Flugvellir

Flugvallasvið annast rekstur og viðhald allra flugvalla landsins utan Keflavíkurflugvallar og veitir öðrum starfssviðum sérhæfða þjónustu vegna viðhalds og mannvirkjagerðar.

Framkvæmdastjóri er Jón Karl Ólafsson.

Flugleiðsögusvið

Flugleiðsögusvið annast flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu í innanlandsflugi og alþjóðaflugi yfir stóru svæði á Norður-Atlantshafi.

Framkvæmdastjóri er Ásgeir Pálsson.

Keflavíkurflugvöllur

Rekstrarsvið Keflavíkurflugvallar annast flugvernd, flugvallaþjónustu og tækniþjónustu flugvallarins.
 
Framkvæmdastjóri er Þröstur V. Söring.
 
Tækni og eignasvið Keflavíkurflugvallar heldur utan um stærri verklegar framkvæmdir, umhverfismál, viðhald og rekstur fasteigna og farangurskerfi.
 
Framkvæmdastjóri er Guðmundur Daði Rúnarsson.
 
Viðskiptasvið Keflavíkurflugvallar sér um farþegaþjónustu, rekstur verslunar og veitingasvæðis og annast alla samningagerð við rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli auk þess sem rekstur bílastæðaþjónustu og þróun nýrra flugleiða falla undir sviðið.
 
Framkvæmdastjóri er Hlynur Sigurðsson.

Þróun og stjórnun

Dagleg stjórnun Isavia er í höndum forstjóra félagsins, Björns Óla Haukssonar. Þróun og stjórnun er forstjóra og stjórn til aðstoðar og annast markaðs- og upplýsingamál, viðskiptaþróun, stefnumörkun, lögfræðimál, þjóðréttarmál, umsjón með stjórnunarháttum og skipulagi ásamt samræmingu flugvalla og flugverndar.

Yfirmaður þróunar og stjórnunar er Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia.

Mannauður og árangur

Mannauður og árangur annast starfsþróun, þjálfun og fræðslu, launavinnslu og samninga, innri samskiptamál, innleiðingu stefnu og árangursmælingar.

Framkvæmdastjóri sviðsins er Sigurður Ólafsson.

Fjármálasvið

Fjármálasvið hefur með höndum reikningshald, fjárstýringu, hagdeild, fjármögnun og innkaup.

Framkvæmdastjóri er Sveinbjörn Indriðason.

Staðla- og gæðadeild

Staðla- og gæðadeild annast skipulag og samhæfingu öryggis- og gæðamála Isavia ásamt umsjón með umhverfismálum.

Öryggis- og gæðastjóri er Helga Eyjólfsdóttir.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin