Stjórn Isavia

Forstjóri Isavia er Björn Óli Hauksson, rekstrarverkfræðingur. Hann hóf störf 1. maí 2010 en starfaði fyrir þann tíma sem forstjóri Keflavíkurflugvallar frá árinu 2008. 

Skipan stjórnar Isavia 2017-18

Aðalmenn:

Ingimundur Sigurpálsson

Ingimundur Sigurpálsson, fæddur 1951, stjórnarformaður frá 2014, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, stundaði framhaldsnám í hagrænni áætlanagerð og þróunarhagfræði við George Washington University í Washington D.C. og DBE frá Columbia Business School, New York, USA. 
 
Ingimundur hefur verið forstjóri Íslandspósts frá árinu 2004. Hann hefur áratuga reynslu úr atvinnulífinu bæði í opinbera- og einkageiranum. Ingimundur gegnir og hefur gegnt fjölmörgum félags-, trúnaðar- og stjórnunarstörfum. 
 
Ingimundur var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2014.
 
 
 
Matthías Páll Imsland
 
Matthías Imsland, fæddur 1974, varaformaður frá 2014, stjórnmálafræðingur með MS próf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Þá hefur hann stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stjórnunarnámi við North Park University í Chicago í Bandaríkjunum.  
 
Matthías var aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra  frá 2013-15,  aðstoðarmaður forsætisráðherra frá jan-apríl 2016 og er síðan aftur aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá apríl 2016- janúar 2017. Var áður  ráðgjafi fyrir fyrirtæki í Suður-Ameríku og Skandinavíu. Matthías var um tíma framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express. 
 
Matthías var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2014. Varaformaður frá 2014-17.
 
 
 
 
Margrét Guðmundsdóttir
 
Margrét Guðmundsdóttir, fædd 1954, varaformaður frá 2017.  Stjórnendaþjálfun CEDEP/INSEAD í Frakklandi 1988-1990, mastersgráða í mannauðs- og markaðsmálum frá Copenhagen Business School 1979-1981, Cand Oecon frá Háskóla Íslands 1975-1978.   Framkvæmdatjóri Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf. sem er móðurfélag Icepharma hf., forstjóri Iceparma hf. frá 2005-2016, forstjóri Austurbakka hf. frá maí 2005, sem sameinaðist Icepharma 1. janúar 2006, framkvæmdasjóri smásölusviðs hjá Skeljungi 1995-2005, framkvæmdastjóri hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S (Q8) í Kaupmannahöfn 1986-1995, skrifstofustjóri  hjá Dansk Esso/Statoil 1982-1986. 

Önnur stjórnarstörf: Iceparma A/S, Eignarhaldsfélagið Lyng ehf., Lyfjaþjónustan ehf., N1 hf. (stjórnarformaður),  Reiknistofa bankanna (RB), Hekla hf., Hekla fasteignir ehf. og Paradís ehf.   

Margrét var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2017.
 
 
 
 
Helga Sigrún Harðardóttir

Helga Sigrún Harðardóttir, fædd 1969, stjórnarmaður frá 2017, lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig með kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands, með diploma í námsráðgjöf frá Háskóla Íslands og meistarapróf í samskiptastjórnun frá Oklahoma University. Hún hefur verið lögfræðingur og framkvæmdastjóri Fjölís, hagsmunafélags samtaka á sviði höfundaréttar frá árinu 2011 og framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar síðan í janúar 2017.

Hún sat í stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á árunum 2000-2004 og stjórn Fríhafnarinnar 2005-2007.

Helga var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2017.

 

 

Ólafur Þór Ólafsson 

Ólafur Þór Ólafsson,  fæddur 1972. Stjórnarmaður frá 2017.   MPA-gráða í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands auk þess að vera með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og kennsluréttindi frá sama skóla.

Ólafur er forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, situr í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er formaður Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja og formaður stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja. Þá er hann varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi frá hausti 2016. Ólafur starfar sem kennari við Grunnskólann í Sandgerði.

 

Ólafur var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2017.

 

 

Varastjórn Isavia: 

Erla Björg Guðmundsdóttir fædd 1975, viðskiptafræðingur, ráðgjafi, MBA nemi.

Heiða Kristín Helgadóttir fædd 1983, stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri  Efni  Media.

Var í stjórn Isavia 2014-15.

Ingveldur Sæmundsdóttir, fædd 1970, viðskiptafræðingur, ráðgjafi, MBA nemi.

Margrét Kristín Helgadóttir, fædd 1982, lögfræðingur, bæjarfulltrúi á Akureyri. Lögfræðingur hjá Fiskistofu.

Sigrún Traustadóttir, fædd 1962, viðskiptafræðingur, ráðgjafi. Var aðalmaður í stjórn 2014-17,

varamaður frá 2017.

 

Ársskýrslur Isavia

Samþykktir fyrir hlutafélagið Isavia ohf

Starfsreglur stjórnar Isavia

Starfskjarastefna Isavia

Stjórnarháttayfirlýsing Isavia
 

Fundargerðir stjórnar

 

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin