Hoppa yfir valmynd

Samfélagsleg virðissköpun

Starfsemi Keflavíkurflugvallar skapar virði fyrir samfélagið

Starfsemi Keflavíkurflugvallar skapar virði fyrir samfélagið

Keflavíkurflugvöllur er stærsta gáttin fyrir flugfélög og farþega inn í landið sem skapar virði ekki bara fyrir ferðaþjónustu á Íslandi heldur fyrir landið allt með aukinni velsæld og lífsgæðum.

Við leggjum til auðlindir í starfsemi okkar sem í gegnum rekstur félagsins skapar virði fyrir mismunandi hagaðila. Það getur verið í formi viðskiptatækifæra, aukinna atvinnutækifæra, skattatekna, fjölbreytileika, menningar og miðlun þekkingar.

Við erum meðvituð um að rekstur flugvalla hefur neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi, þar hefur kolefnisspor mestu áhrifin og því vinnum við eftir metnaðarfullri aðgerðaáætlun í sjálfbærni þar sem markmiðið er að Keflavíkurflugvöllur verði orðinn kolefnislaus árið 2030.

Í samvinnu við breskt fyrirtæki höfum við látið meta samfélagslegt virði af starfsemi Keflavíkurflugvallar svo að hægt sé að vinna enn markvissar að árangri í samfélagsmálum í samvinnu við viðskiptafélaga og birgja. Verkefnið Value2Society (V2S) var notað við matið og samfélagslegt virði mælt í jákvæðu og neikvæðu virði. Niðurstöðurnar segja til um hvernig starfsemi Keflavíkurflugvallar gengur að uppfylla tilgang félagsins um að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi og veita betri greiningu á úrbótatækifærum fyrir starfsemina. Markmiðið er að hámarka arðsemi og verðmætasköpun fyrirtækisins í gegnum alla virðiskeðjuna á sama tíma og unnið er markvisst að umbótum í umhverfis- og samfélagsmálum þar sem mannréttindi og lífsgæði fólks er í forgrunni.

Samfélagslegu áhrifin af rekstri Keflavíkurflugvallar skiptast niður í eftirfarandi sex flokka:


Dæmi um jákvætt virði

  • Atvinnusköpun af rekstri flugvallarins hefur áhrif á bætt lífskjör fólks og minnkar kostnað fyrir ríki og sveitarfélög vegna minna atvinnuleysis.
  • Markviss uppbygging þekkingar hjá starfsfólki skilar ekki eingöngu hæfara starfsfólki fyrir fyrirtækið heldur einnig hæfari einstaklingum út á vinnumarkaðinn þar sem búið er að byggja upp þekkingu og kunnáttu þess. Aukin þekking skilar sér einnig í auknu öryggi á flugvellinum.

Dæmi um neikvætt virði

  • Losun koltvíoxíðs CO2 hefur bæði neikvæð umhverfisleg áhrif og neikvæð efnahagsleg áhrif.
  • Starfsmannavelta hefur áhrif á kostnað við ráðningu og framleiðni þegar starfsmaður hættir og nýr tekur við. Atvinnuleysi hefur áhrif á samfélagslegan kostnað.

Taflan sýnir niðurstöður fyrir árið 2022 um samfélagslega virðissköpun Isavia niður á fyrrgreinda sex flokka.


Til að gera sér betur grein fyrir áhrifum af virðissköpun Isavia ohf. er áhugavert að bera saman tekjurnar á árinu 2022 við samfélagslega virðissköpun sama árs. Tekjur Isavia ohf. voru 18,1 milljarður. Samfélagsleg virðissköpun af beinum rekstri Keflavíkurflugvallar var helmingi meiri eða 27,6 milljarðar. Fyrir hvern milljarð í tekjur skapast einn og hálfur milljarður í samfélagslega virðissköpun frá eigin rekstri.

Við notum niðurstöðurnar sem við fengum úr V2S verkefninu til að setja af stað verkefni sem bæta okkur í að auka jákvæðu áhrifin og draga út neikvæðu áhrifunum og erum við að vinna að markmiðasetningu þeim tengdum: