Vilt þú verða hluti af góðu ferðalagi?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins.

Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs milli þriggja heimsálfa; Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þannig stuðlum við að því að Ísland sé áhugaverður áfangastaður. 
 
Leiðarljós okkar eru samvinna, öryggi og þjónusta. Íslendingar eru þekktir fyrir gestrisni og hlýlegar móttökur og við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki þegar við tökum á móti okkar gestum.
 
 

Auglýst störf:

Almenn umsókn Isavia

Meðferð umsókna

 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því að þær berast og biðjum við þig um að tilkynna ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

 

 

Varðstjóri í flugverndardeild Keflavíkurflugvallar

Varðstjóri í flugverndardeild Keflavíkurflugvallar

Meginhlutverk varðstjóra er að hafa með höndum daglega stjórnun flugverndarstarfsmanna í samráði við aðalvarðstjóra.  Tryggja öryggi, reglu og starfshæfni Keflavíkurflugvallar með aðgangsstjórnun, skimun, eftirliti, vöktun og nauðsynlegum ráðstöfunum. Um vaktavinnu er að ræða.

Helstu verkefni er stjórnun flugverndarstarfsmanna ásamt daglegri skipulagningu vakta. Hafa umsjón og eftirlit á skráningum á vaktinni ásamt því að tryggja að framkvæmd flugverndar sé samkvæmt verklagi og þjónustumarkmiðum Isavia.  

 

Hæfniskörfur:

 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og góða þjónustulund
 • Reynsla af flugvernd
 • Reynsla af stjórnun nauðsynleg
 • Nákvæm og öguð vinnubrögð
 • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna vel undir álagi
 • Geta til að stjórna jafningjum og leiða breytingar

 

 

Umsókn:

Umsóknarfrestur til og með 27.október n.k. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

 

Almennt er þess krafist að allir umsækjendur búi yfir færni til að tjá sig á íslensku og ensku, auk almenrar tölvuþekkingar.

 

Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

 

 

 

Sérfræðingur á sviði reikninghalds og uppgjöra

Sérfræðingur á sviði reikningshalds og uppgjöra

 

 

Helstu verkefni:

 • Greining og undirbúningur gagna til uppgjörs
 • Almennt rekstrar- og  kostnaðareftirlit
 • Ýmis sérverkefni á sviði reikningshalds
 • Innleiðing umbótaverkefna á fjármálasviði og eftirfylgni
 • Skýrslugerð í samráði við stjórnendur

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í viðskiptafræði er skilyrði
 • Góð þekking á upplýsingatækni og greiningarvinnu í Excel
 • Reynsla og þekking á Navision er kostur

 

Starfsstöð er í Reykjanesbæ - Krossmóa

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

 

 

Kynningarmyndbönd

 

 

 

 

Vissir þú að;

 • Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1200 manns af samhentum hópi kraftmikils og metnaðarfulls starfsfólks 
 • Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum þeim tækifæri til aðlögunar og starfsþjálfunar. 
 • Isavia leggur áherslu á góða starfsanda sem er forsenda þess að líða vel í starfi og veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.
 • Aðstæður á vinnustað hafa áhrif á heilsu starfsmanna því viljum við búa þeim öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Isavia hvetur og styrkir starfsmenn sína til að stunda reglubundna líkamsrækt og lifa heilbrigðu lífi.
 • Isavia er með öflugan innri vef sem er upplýsingaveita starfsfólks á hverjum tíma. Við vitum hve mikilvægt er að starfsmenn séu vel upplýstir til að geta sinnt störfum sínum vel.
 • Isavia leggur mikla áherslu á þjálfun og fræðslu starfsmanna sinna til að efla þá í að ná meiri árangri í starfi.
 • Jafnréttisáætlun Isavia tryggir að konur og karlar hafa jafna möguleika og sömu réttindi í starfi en Isavia hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Sjá jafnréttisáætlun Isavia.
 • Hjá Isavia er starfsrækt öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við félagið. Þar má nefna viðburði eins og fjölskyldudag, árshátíð, gönguferðir, bíó og leikhúsferðir og m.fl.
 • Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að Ísland verði miðstöð flugs í norður Atlantshafi og hlutverk þess að vera þjónustufyrirtæki sem leggur grunn að flugsamgöngum á Íslandi. Þannig viljum við vera hluti af góðu ferðalagi. Leiðarljós okkar eru öryggi, samvinna og þjónusta. 

 

 

Lentirðu í vandræðum með umsóknina?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is
 

Meðferð starfsumsókna hjá Isavia

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.  
Isavia gullmerki PWC Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin