Kynningarmyndband

Myndband frá 2013

Vissir þú að:

 • Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1200 manns.
 • Störf hjá Isavia eru mjög fjölbreytt, bæði sérhæfð störf tengd rekstri flugvalla og flugleiðsögu ásamt hefðbundnum skrifstofustörfum.
 • Við ráðum nema í flugumferðastjórn og flugfjarskipti ásamt því að á sumrin ráðum við um 200 sumarstarfsmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
 • Keflavíkurflugvöllur var valin besti flugvöllur í Evrópu 2009, 2011 og 2014 ásamt því að vera útnefndur meðal bestu flugvalla í heimi af alþjóðasamtökum flugvalla árið 2014
 • 465 starfsmenn sóttu 25.600 klst. í þjálfun 2013
 • Áætlunarflugvellir Isavia samsvara 430 km af tveggja akreina vegum
 • Það er markmið Isavia að tryggja jafnrétti og að hver starfsmaður sé metinn á eigin verðleikum
 • Við erum með öfluga heilsustefnu og endurgreiðum árlega niður íþróttaiðkun starfsmanna
 

Störf í boði

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að gera ferðalagið betra hjá öllum þeim sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.
 
Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs milli þriggja heimsálfa; Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þannig stuðlum við að því að Ísland sé áhugaverður áfangastaður. 
 
Leiðarljós okkar eru samvinna, öryggi og þjónusta. Íslendingar eru þekktir fyrir gestrisni og hlýlegar móttökur og við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki þegar við tökum á móti okkar gestum.
 
 

Auglýst störf:

 
 
 

Almenn umsókn Isavia

Meðferð umsókna

 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því að þær berast og biðjum við þig um að tilkynna ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

 

 

Launafulltrúi á mannauðssvið

Isavia óskar eftir að ráða karftmikinn og áhugasaman launafulltrúa til að sjá um launavinnslu og ýmis starfsmannatengd mál. Um er að ræða skemmitlegt og krefjandi starf í fjölbreyttu og alþjóðlegu umhverfi.

 

Starfssvið:

 • Launavinnsla
 • Umsjón með tímaskráningarkerfi
 • Uppfærsla starfsmannaskrár
 • Undirbúningur móttöku nýrra starfsmanna
 • Þróunarvinna í launakerfi, ásamt ýmsum tölfræðilegum greiningum
 • Innkaup og utanumhald um einkennisfatnað starfsmanna

 

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af launavinnslu er skilyrði
 • Þekking og reynsla af tímaskráningarkerfi er æskileg
 • Færni í Excel og Word ásamt góðri þekkingu á helstu tölvuforritum
 • Skipulögð og nákvæm vinnubrögð

 

Áhersla er lögð á að umsækjandi hafi mikla samskiptahæfileika með góða og örugga framkomu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2016. Upplýsingar um starfið veitir Róberta Maloney deildarstjóri kjaramála í netfangi roberta.maloney@isavia.is.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

 

Lentirðu í vandræðum með umsóknina?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is
 

Meðferð starfsumsókna hjá Isavia

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.  
Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin