Kynningarmyndband

Vissir þú að:

 • Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1140 manns.
 • Störf hjá Isavia eru mjög fjölbreytt, bæði sérhæfð störf tengd rekstri flugvalla og flugleiðsögu ásamt hefðbundnum skrifstofustörfum.
 • Við ráðum nema í flugumferðastjórn og flugfjarskipti ásamt því að á sumrin ráðum við um 200 sumarstarfsmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
 • Keflavíkurflugvöllur var valin besti flugvöllur í Evrópu 2009, 2011 og 2014 ásamt því að vera útnefndur meðal bestu flugvalla í heimi af alþjóðasamtökum flugvalla árið 2014
 • 465 starfsmenn sóttu 25.600 klst. í þjálfun 2013
 • Áætlunarflugvellir Isavia samsvara 430 km af tveggja akreina vegum
 • Það er markmið Isavia að tryggja jafnrétti og að hver starfsmaður sé metinn á eigin verðleikum
 • Við erum með öfluga heilsustefnu og endurgreiðum árlega niður íþróttaiðkun starfsmanna
 

Störf í boði

Isavia sér um uppbyggingu og rekstur flugvalla á Íslandi og veitir flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands- jafnt sem millilandaflug auk yfirflugþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið.
 
Fyrirtækið leggur áherslu á að ráða metnaðarfullt og hæft starfsfólk á fjölskylduvænan og skemmtilegan vinnustað.
 
Gildi Isavia eru öryggi, samvinna og þjónusta. Með öguðum vinnubrögðum og stöðugri þekkingaröflun stuðlum við að öryggi almennings, viðskiptavina og starfsmanna. Við berum virðingu fyrir störfum hvers annars og vinnum saman að settu marki sem eitt lið. Við setjum okkur skýr þjónustuviðmið og tileinkum okkur jákvætt viðmót og virðingu gagnvart viðskiptavinum.
 
 

Kæri umsækjandi!

Við stöndum í ströngu að taka upp nýjan ráðningavef. Því miður þá koma fyrir hikstar og hnökrar þegar farið er í ný kerfi. 
Ef að þið lendið í vandamálum með að sækja um starf hjá Isavia þá getið þið sent póst á radningar@isavia.is og við munum reyna að leysa fljótt úr málunum. 
 
Kveðja
Mannauðssvið Isavia
 

Auglýst störf:

Sérfræðingur í aðgerðagreiningu

 
 

Sumarstarf í öryggisleit Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

Áhugaverð sumarstörf í öryggisleit Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

 

Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Um er að ræða sumarstörf. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu.

 

Helstu verkefni:

 • Starfið felst m.a. í vopna- og öryggisleit og við eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum á Keflavíkurflugvelli.

 

Hæfniskröfur:

 • Aldurstakmark 20 ár
 • Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli
 • Hafa rétta litaskynjun
 • 2 ára framhaldsnám eða sambærilegt nám æskilegt
 • Þjónustulyndi

 

Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið í átta virka daga áður en þeir hefja störf.

 Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí 2016.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

Sumarstarf í öryggisleit Egilsstaðaflugvallar

Við leitum að konum og körlum til þess að sinna öryggisgæslu og vopnaleit á Egilsstaðaflugvelli í hlutastarfi í sumar.

 

Helstu verkefni

• Starfið felst m.a. í vopna- og öryggisleit og við eftirlit á Egilsstaðaflugvelli

 

Hæfniskröfur

• Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu

• Hafa rétta litaskynjun

 

Umsækjendur þurfa að geta setið vikulangt námskeið sem hefst í lok febrúar.

 

Umsóknarfrestur til og með 15. febrúar 2016.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

Sumarstarf í flugvallaþjónustu Egilsstaðaflugvallar

Isavia leitar að starfsfólki til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu Egilsstaðaflugvallar.

 

Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgervis.

 

 

 

Helstu verkefni

· Björgunar- og slökkviþjónusta

· Viðhald flugvallar og umhverfis hans

· Viðhald á tækjum Egilsstaðaflugvallar

· Önnur störf tengd flugvallarrekstri

 

 

Hæfniskröfur

· Aukin ökuréttindi eru skilyrði

· Reynsla af slökkvistörfum er kostur

· Iðnmenntun (bifvélavirki, vélvirki eða svipað) sem nýtist í starfi sem og vinnuvélapróf eru einnig kostir

· Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016.

 

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

 

Flugradiomaður

Isavia leitar eftir einstaklingi til að læra til flugradiomanns á Egilsstaðaflugvelli og starfa við afleysingar.

 

Helstu verkefni

• Að veita upplýsingar til flugmanna úr flugturni

• Að fylgjast með fjarskiptarásum (radíó og síma) á auglýstum þjónustutíma.

• Gerð og dreifing veðurathugana.

 

Hæfniskröfur

· Stúdentspróf eða sambærileg menntun

· Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli

· Góð almenn tölvukunnátta

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016.

 

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

 

Sumarstarf þjónustuliða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Isavia leitar að glaðlyndum, snyrtilegum og sérstaklega þjónustulunduðum  einstaklingum til að starfa sem þjónustuliðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og veita farþegum þá bestu þjónustu sem mögulegt er.

 

Helstu verkefni

Þjónusta við farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Umsjón og eftirlit á þjónustuborðum

Eftirlit með búnaði sem farþegar nota

Önnur tilfallandi verkefni í samráði við hópstjóra þjónustuliða

Unnið verður á dag- og næturvöktum

 


Hæfniskröfur

Aldurstakmark 20 ára

Góð kunnátta í ensku og íslensku. Þriðja tungumál er kostur.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Þórarinsdóttir, verkefnastjóri farþegaþjónustu, kristin.thorarinsdottir@isavia.is

 

Umsóknarfrestur til og með 28. febrúar 2016. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí 2016.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

Sumarstarf í farþegaakstri á Keflavíkurflugvelli

Isavia leitar að þjónustulunduðum og snyrtilegum einstaklingum til að sinna rútuakstri farþega á flughlaði Keflavíkurflugvallar.

 

Helstu verkefni

Rútuakstur með flugfarþega til og frá flugstæðum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Umhirða rútu og bíla

Önnur tilfallandi verkefni í samráði við hópstjóra

 

 


Hæfniskröfur

Próf á hópferðabifreið.

Fullnaðarskírteini fyrir B réttindaflokk í ökuskírteini.

Góð kunnátta í íslensku og ensku

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Guðbergsson, hópstjóri akstursþjónustu, olafur.gudbergsson@isavia.is  

 

Umsóknarfrestur til og með 28. febrúar 2016. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí 2016.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

Sumarstarf í rekstrarstjórnstöð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

Isavia leitar að ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingum með sjálfstæð vinnubrögð til að sinna eftirliti á kerfum rekstrarstjórnstöðvar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í sumar.

 

Helstu verkefni

Vöktun kerfa fyrir flugstöðina

Samskipti við viðskiptavini og starfsmenn

Úthlutun á flugstæðum

Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur

Unnið verður á dag- og næturvöktum

 

Hæfniskröfur

Aldurstakmark 20 ár

Góð kunnátta í ensku og íslensku

Reynsla í upplýsingakerfum er kostur

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Freyr Borgarson, hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar, bjarni.borgarsson@isavia.is

 

Umsóknarfrestur til og með 28. febrúar 2016. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí 2016.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

Sumarstarf í KEF Parking

Isavia leitar að þjónustulunduðum og heilsuhraustum einstaklingum í sumarstörf í bílastæðaþjónustu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

 

Helstu verkefni

Umsjón með farangurskerrum í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar

Unnið verður á dag- og næturvöktum

 

Hæfniskröfur

Aldurstakmark 18 ár

Góð kunnátta í ensku og íslensku

 

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar Sigurvinsson, þjónustustjóri KEF Parking, runar.sigurvinsson@isavia.is

 

Umsóknarfrestur til og með 28. febrúar 2016. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí 2016.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

Sumarstarf fyrir verkfræðinema

Isavia óskar eftir að ráða fluggáfaða verkfræðinema í sumarstörf til að vinna að greiningum, söfnun gagna og umbótaverkefnum fyrir skrifstofu framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

 

Helstu verkefni

Söfnun gagna og tölfræðileg vinnsla til að uppfæra hermunarlíkan flugstöðvarinnar. 

Gerð afkastagreininga

Greina ferli og koma með hugmyndir af umbótum eða úrbótum 

Skýrslugerð

Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur

Nemi í rekstrar-, iðnaðar- eða hátækniverkfræði

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Daði Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FLE, dadi.runarsson@isavia.is

 

 

Sumarstarf flugvallastarfsmanns á Keflavíkurflugvelli

Isavia óskar eftir að ráða heilsuhrausta og röska sumarstarfsmenn til að aðstoða flugvallaþjónustu Keflavíkurflugvallar í sumar.

 

Helstu verkefni

Viðhald flugvallar og umhverfis hans

Eftirlit með flugvallarmannvirkjum og tækjum

Eftirlit og viðhald á vélbúnaði og tækum

Önnur tilfallandi verkefni í samráði við vaktstjóra

Unnið verður á dagvöktum

 

Hæfniskröfur

Aukin ökuréttindi eru kostur
Gott vald á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðjón Arngrímsson, verkefnastjóri Keflavíkurflugvallar, gudjon.arngrimsson@isavia.is

 

Umsóknarfrestur til og með 28. febrúar 2016. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí 2016.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

Sérfræðingur á flugvallasvið í Reykjavík

Isavia ohf. óskar að ráða sérfræðing  til starfa á Flugvallasviði í Reykjavík.

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi umhverfi. Flugvallasvið sinnir rekstri, viðhaldi og uppbyggingu flugvalla í innanlandskerfi Isavia.

 

 

Helstu verkefni:

 • Eftirlit með ástandi mannvirkja í samvinnu við sérfræðinga fyrirtækisins.
 • Ráðgjöf um forgangsröðun framkvæmdaverkefna.
 • Verkefnastjórnun framkvæmdaverkefna.
 • Umsjón með gerð útboðsgagna.
 • Fjárhagslegt utanumhald um viðhalds- og nýframkvæmdir flugmálahluta Samgönguáætlunar.
 • Skýrslugerð um framkvæmdirnar.
 • Ýmis tengd verkefni.

 

 

Hæfniskröfur:

 • Þekking og reynsla af mannvirkjagerð og rekstri og viðhaldi mannvirkja.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
 • Réttindi byggingastjóra eru kostur.
 • Viðkomandi þarf að hafa góð tök á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli
 • Góða almenn tölvukunnátta.
 • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar, frumkvæði og metnaður í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðný Unnur Jökulsdóttir, gudny.jokulsdottir@isavia.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar.

 

 

Flugvallastarfsmaður á Keflavíkurflugvelli

Isavia óskar eftir að ráða öfluga einstaklinga til starfa á Keflavíkurflugvelli.Í boði eru fjölbreytt og krefjandi störf í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi flugvallarþjónustu Keflavíkurflugvallar.

Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgervis.Starfssvið:

 • Snjóruðningur, hálkuvarnir og hreinsun aðskotahluta á flugvallarsvæðinu
 • Björgunar- og slökkviþjónusta
 • Viðhald flugvallar og umhverfis hans
 • Viðhald bifreiða, þungavinnuvéla og annarra tækja flugvallarþjónustunnar
 • Önnur störf tengd flugvallarrekstri

 

Hæfniskröfur:

 • Aukin ökuréttindi eru skilyrði
 • Reynsla af slökkvistörfum, snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur
 • Iðnmenntun (bifvélavirki, vélvirki eða svipað) sem nýtist í starfi sem og vinnuvélapróf eru einnig kostir
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Grunn tölvukunnátta er nauðsynleg

 

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Einnig þarf umsækjandi að standast læknisskoðun.Þjálfun:

Isavia mun sjá umsækjendum fyrir þeirri þjálfun sem nauðsynleg er vegna starfsins. Þeir sem ráðnir verða munu hefja störf í dagvinnu en fara síðar á vaktir eftir atvikum.Nánari upplýsingar um starfið veitir Áslaug Guðjónsdóttir, í síma 425-6080 eða í tölvupósti (aslaug.gudjonsdottir@isavia.is
).

 

 

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar næstkomandi.

 

 

 

 

 

 
 
 

Meðferð starfsumsókna hjá Isavia

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.
Keflavíkurflugvöllur Tern Systems Fríhöfnin Isavia gullmerki PWC