Hoppa yfir valmynd

Störf í boði hjá innanlandsflugvöllum

Innanlandsflugvellir

Sumarstarf 2024 - Farþegaakstur 

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf næstkomandi sumar.  

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia.  

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa. 

 

Þetta er umsókn um starf í farþegaakstri 

Starfsfólk í farþegaakstri á Keflavíkurflugvelli sinnir akstri með flugfarþega til og frá stæðum á Keflavíkurflugvelli. Önnur verkefni eru umhirða rútu og bíla ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meiraprófi D-réttindi fyrir farþegaakstur.  Í farþegaakstri er unnið samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi á 12 tíma vöktum. 

Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst. 

Nánari upplýsingar um Isavia má finna hér á heimasíðu okkar. 

Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected] 

Sækja um

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Sækja um

Isavia Innanlandsflugvellir óskar eftir liðsfélögum á Norðfjarðarflugvöll í hlutastarf. Helstu verkefni eru veita flugmönnum upplýsingar úr flugturni og eftirlit með flugvellinum. Svo sem eftirlit og viðhald með flugvallarmannvirkjum og umsjón með snjóruðning og hálkuvörnum á flugbrautum. Viðkomandi þarf ljúka grunnnámi flugradíómanna (AFIS) og tekur þjálfunin u.þ.b. þrjá mánuði. 

Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.  

Hæfniskröfur 

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun  

  • Bílpróf er skilyrði 

  • Góð almenn tölvukunnátta 

  • Lipurð í mannlegum samskiptum 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta 

  • Gerð er krafa um gott heilsufar

  •  

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.   

Vegna kröfureglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. 

Sækja um

Brennur þú fyrir umhverfismálum og hefur áhuga að starfa í öflugu teymi í líflegu og einstöku starfsumhverfi? Við erum að leita að einstaklingi sem býr yfir krafti og metnaði til að ná árangi í  umhverfismálum og vill slást í för með okkur. Viðkomandi mun starfa í deild umhverfismála á skrifstofu forstjóra og mun vinna að framkvæmd og eftirliti með umhverfismálum félagsins í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun í málaflokknum.

Helstu verkefni:

  • Ber ábyrgð á umhverfisstjórnunarkerfi
  • Vinnur að framfylgd stuðningsstefnu um sjálfbærni
  • Vinnur umhverfisverkefni í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun
  • Gagnaöflun, framsetning gagna og eftirlit með umhverfismælingum
  • Samstarf og samráð við hagaðila
  • Stuðla að aukinni umhverfisvitund hagaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. nám í umhverfis- og auðlindafræði
  • Góð þekking og áhugi á umhverfismálum og málefnum tengt starfinu
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Áhugi á sjálfbærni og vilji til að læra og þroskast í starfi skilyrði
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar og þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

Starfsstöð er í Hafnarfirði.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í hádeginu, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 10.maí 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Egill Björn Thorstensen, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um