Hoppa yfir valmynd

Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar

Fréttir og tilkynningar

Uppbygging í KEF - fortíð og framtíð

HVAÐ ER UPPBYGGINGARÁÆTLUN?

Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar (e. Major Development Plan) er ætlað að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám. Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun (e. Masterplan) en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum.

Uppbyggingaráætlun er uppfærð og kynnt stjórn Isavia tvisvar á ári.

Í uppbyggingaráætlun eru þarfir flugvallarins miðað þætti eins og heildarfarþegafjölda, farþegaálag tiltekinna farþegahópa á klukkustund, fjölda flughreyfinga og flotasamsetningu flugfélaganna.

HVERS VEGNA ÞARF FLUGVÖLLURINN AÐ STÆKKA?

Vel heppnaðir alþjóðlegir flugvellir gegna sérstöku hlutverki í hagkerfi og búa til öflug tengsl við umheiminn. Samkvæmt niðurstöðum ACI Europe í skýrslu sem birt var í janúar 2015 kemur fram að 10% aukning í flugtengingum til og frá landinu skili sér í aukinni þjóðarframleiðslu um 0,5%. Með því að tengja Ísland frekar við umheiminn opnum við brú fyrir viðskipti, menntun og menningarleg tengsl.

Sumarið 2018 fljúga 28 flugfélög beint frá Keflavíkurflugvelli til yfir 100 áfangastaða í yfir 30 löndum. Þessar tengingar auka lífsgæði íbúa landsins og samkeppnishæfni fyrirtækja sem keppa á alþjóðlegum mörkuðum. 

Þannig stuðla tengingar að velferð einstaklinga og samfélaga í öllum heimshlutum.  Lega landsins á milli heimsálfa býður þannig uppá möguleika á að þróa flugvöllinn sem samgöngumiðstöð milli heimsálfa og þar eru mikil tækifæri til vaxtar fyrir Ísland horft til framtíðar.

Fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir í þróunaráætlun 2015.  Myndin hér að neðan sýnir grunnfarþegaspá og skiptingu á milli farþega til og frá landinu og skiptifarþega. Eins og sjá má á myndinni er áætlað að heildarfarþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll verði 11,6 milljónir árið 2020 og14,5 milljónir árið 2025 gangi þessi spá eftir.

Til samanburðar gerði spá sem unnin var fyrir þróunaráætlun, ráð fyrir að farþegafjöldinn yrði 8,8 milljónir 2025 og 13,8 milljónir árið 2040.

Uppfærðar farþegatölur 2040

HVER ERU VERKEFNIN? 

Verkefnum í uppbyggingaráætlun fyrir flugstöð Leifs Eiríkssonar er skipt í tvo fasa. Stjórn Isavia hefur samþykkt að hafist verði handa við hönnun verkefna í fyrsta fasa á árinu 2018. Byggingar í fyrsta fasa verða teknar í notkun í áföngum á árunum 2019-21 gangi áætlanir eftir. Gert er ráð fyrir að annar fasi þ.e.a.s. austurfingur og ný norðurbygging verði opnuð í áföngum 5-7 árum eftir að hönnun hefst.

FYRSTI FASI

Norðurbygging - stækkun til austurs (SNA)

Í kjallara stækkunar norðurbyggingar til austurs er rými fyrir farangursskimun. Svæðið í kjallara er hannað þannig að unnt sé að nýta það í þessum tilgangi eftir að ný norðurbygging og landgangur til austurs yrðu byggð samkvæmt þróunaráætlun.

Norðurbygging - stækkun til suðurs (SNS)

Stækkun á biðsvæði og veitinga- og verslunarsvæðis norðurbyggingar. Svæðið mun einnig þjóna sem tengibygging fyrir austurfingur við flugstöð ásamt því að landamæraeftirlit fyrir Non-Schengen farþega sem fara um austurfingur mun fara fram á þriðju hæð byggingarinnar.

Stækkun landgangs til norður (SLN)

Áframhaldandi breikkun landgangs á milli norður- og suðurbygginga er fyrst og fremst til þess að bæta upplifun farþega og koma í veg fyrir flöskuhálsa við hlið á milli bygginga. Ennfremur stækka biðsvæði við hlið verulega með þessari stækkun og möguleikar á verslunar- og veitingasvæðum opnast.

ANNAR FASI

Landgangur til austurs

Nýr landgangur verður með allt að 17 flugvélahliðum með landgöngubrúm ásamt hliðum sem nýtt verða fyrir fjarstæði. Gert er ráð fyrir því að öll hlið geti tekið á móti Schengen og Non-Schengen farþegum. Umferð Non-Schengen farþega yrði um þriðju hæð fingursins en Schengen farþegar fara um aðra hæð byggingarinnar. Á jarðhæð yrði farangursflokkunarkerfi fyrir fingurinn (PMZ = Pier Make-up Zone) ásamt rútuhliðum. Myndin hér til hliðar sýnir áætlað snið hæða í austurfingri.

Í fyrsta fasa framkvæmdar við nýjan landgang til austurs  verða aðeins tekin í notkun stæði sunnan við landganginn en í öðrum fasa er bætt við stæðum norðan við landganginn. Sá fasi hefur í för með sé breytingu á umferðarkerfi og núverandi brottfararstæðum austan við flugstöð.

Norðurbygging - stækkun til norðurs

Ný afgreiðslusvæði komu- og brottfararfarþega. Flæði komufarþega verður á fyrstu hæði með nýjum komufæriböndum ásamt aðstöðu fyrir tollstjóra og komusal utan haftasvæðis, þar sem möguleiki verður á verslunar- og veitingasvæði fyrir farþega og gesti.  Á annarri  hæð norðurbyggingar verður innritunarsalur brottfararfarþega ásamt nýju svæði fyrir öryggisleit skv. kröfum þarfagreiningar. Flæði farþega verður línulegt í gegnum bygginguna og krossflæði komu- og brottfararfarþega í lágmarki.

Vantar þig nánari upplýsingar?

Hafðu samband við okkur með því að senda póst á masterplan@isavia.is 

Hér má skoða þrívíddarmyndir af fyrirhuguðum breytingum

Þessar myndir eru eingöngu ætlaðar til að gefa til kynna staðsetningu og stærð nýrra bygginga. Endanlegt útlit og lögun bygginga ræðst við fullnaðarhönnun.

Skoða myndir

Stækkun Keflavíkurflugvallar

Drög að tillögu að matsáætlun

Skoða