
HVAÐ ER UPPBYGGINGARÁÆTLUN?
Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar (e. Major Development Plan) er ætlað að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám. Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun (e. Masterplan) en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum.
Uppbyggingaráætlun er uppfærð og kynnt stjórn Isavia tvisvar á ári.
Í uppbyggingaráætlun eru þarfir flugvallarins miðað þætti eins og heildarfarþegafjölda, farþegaálag tiltekinna farþegahópa á klukkustund, fjölda flughreyfinga og flotasamsetningu flugfélaganna.