AIP Iceland vefforrit

AIP Iceland vefforrit

„AIP Iceland“ er vefforrit sem gefið er út með það að markmiði að auðvelda aðgengi að Flugmálahandbók Íslands (AIP), upplýsingabréfum (AIC). NOTAM og SNOWTAM skeytum. Vefforritið er sótt á slóðinni https://pib.isavia.is með internet vafra. Hægt er að setja upp flýtileið fyrir vefforritið á heimaskjá snjalltækja. Notendaskilmála má sjá hér .

Flugmálahandbók Íslands er gefin út rafrænt á netinu, sjá eAIP Iceland (isavia.is).

Í Flugmálahandbókinni eru birtar upplýsingar um íslensk flugmál, flugleiðsögukerfi og flugvelli. Flugmálahandbókin og vefforritið eru gefin út á ensku og íslensku.

Með vefforritinu má skoða HTML-útgáfu af Flugmálahandbók Íslands (AIP) og hlaða niður PDF-skjölum bókarinnar, kort eru þó einungis aðgengileg sem PDF-skjöl. Einnig má skoða þau NOTAM og SNOWTAM skeyti sem eru í gildi.

Til þess að virkja vefforritið þarf einungis að fara inná slóðina hér að ofan, engrar auðkenningar er krafist.

Hægt er að sækja uppáhalds skjöl sem auðveldar aðgengi að þeim gögnum sem notandinn þarf helst að nálgast. Það má einnig leita í efni bókarinnar.

Notandi sér hvort nettenging er virk og stjórnar hann því hvaða gögn eru sótt til vistunar á snjalltækið. Eftir að notandi hefur vistað pdf-skjal þá stjörnumerkist það og eru það þá aðgengilegt án netsambands undir hlutanum „Mín skjöl“ í viðeigandi undirflokki.

Notendaskilmálar

Síðast uppfært 1.6.2017

Spurt og svarað