SAMNINGUR MILLI FRAMLEIÐANDA OG NOTANDA SMÁFORRITS (EULA - END-USER LICENSE AGREEMENT)
Vinsamlegast lestu eftirfarandi EULA-samning (hér eftir samningurinn) vandlega áður en þú samþykkir skilmála hans með því að ýta á “ég samþykki” hnappinn, hleður niður eða notar smáforritið AIP Iceland (hér eftir smáforritið).
Með því að ýta á „ég samþykki“ hnappinn, hlaða niður eða nota smáforritið, samþykkir þú skilmála þessa samnings.
Ef þú ekki samþykkir skilmála samningsins skaltu ekki ýta á „ég samþykki“ hnappinn né hlaða niður eða nota smáforritið.
Tilgangur smáforritsins
Smáforritið er gefið út af Isavia ohf, (hér eftir Isavia) í þeim tilgangi að auðvelda aðgang að Flugmálahandbók Íslands (AIP Iceland). Flugmálahandbók Íslands er gefin út rafrænt á netinu, sjá https://eaip.isavia.is/. Ef misræmi er milli smáforritsins og vefútgáfu, þá gildir vefútgáfan.
Uppfærsla
Í kjölfar uppfærslu á Flugmálahandbókinni (AIP) mun smáforritið upplýsa notandann um að ný útgáfa hafi verið tekin í notkun. Ef að smáforritið er notað á þráðlausu neti sem varið er með lykilorði getur það valdið því að upplýsingar um uppfærslur skili sér ekki til notanda. Notandinn ber ábyrgð á því að uppfæra smáforritið til að tryggja að nýjasta útgáfan sé í notkun.
NOTAM skeyti eru uppfærð á 30 mínútna fresti, að því gefnu að tækið sé tengt internetinu. Ef uppfærsla NOTAM skeyta hefur ekki reynst möguleg í fjórar klukkustundir mun smáforritið upplýsa eða reyna að upplýsa notandann um það. Ef smáforritið er notað á þráðlausu neti sem varið er með lykilorði getur það valdið því að hvorki NOTAM skeyti né upplýsingar um þau skili sér til notanda. Notandinn getur séð í smáforritinu hvenær síðasta NOTAM-uppfærsla átti sé stað og þar með fengið upplýsingar um á hvaða tímapunkti skeytin voru uppfærð. Notandinn er ávallt ábyrgur fyrir því að uppfæra smáforritið áður en það er notað.
Leyfi
Isavia ohf. veitir þér afturkallanlegt leyfi til að hlaða niður, setja upp og nota smáforritið í eigin þágu í samræma við skilmála þessa.
Hugverkaréttindi – Takmarkanir á framsali
Smáforrit þetta, og öll hugverkaréttindi sem því tengjast, er eign Isavia. Óheimilt er að framselja smáforritið með nokkrum hætti í hagnaðarskyni, svo sem leigja, dreifa eða afhenda hana þriðja aðila gegn gjaldi.
Breytingar á smáforriti
Isavia áskilur sér einhliða rétt til að breyta, segja upp eða loka, smáforritinu eða þjónustu sem því tengist, tímabundið eða varanlega, án sérstaks fyrirvara og án ábyrgðar gagnvart þér.
Gildistími og slit samnings
Samningur þessi gildir þar til honum er sagt upp af þér eða Isavia.
Isavia getur án frekari útskýringa, hvenær sem er, sagt upp eða slitið samningnum tafarlaust án uppsagnarfrests.
Ef þú brýtur skilmála samningsins mun Isavia rifta samningnum tafarlaust án undanfarandi tilkynningar. Þér er einnig heimilt að segja upp samningnum hvenær sem er með því að eyða smáforritinu og öllum afritum þess úr tæki þínu.
Fyrirvarar/Ábyrgðartakmarkanir
Isavia og samstarfsaðilar, umboðsaðilar eða aðrir sem koma fram fyrir hönd félagsins ábyrgjast ekki eiginleika og innihald smáforritsins, s.s. hentugleika, áreiðanleika, framboð, öryggi eða nákvæmni þess né að það henti til tiltekinna nota. Það kann að vera að smáforritið sé ekki alltaf aðgengilegt og að svo miklu leyti sem lög leyfa, er þjónustan veitt eins og hún er án ábyrgðar eða skilyrða af nokkru tagi.
Að svo miklu leyti sem lög leyfa, skal Isavia ekki undir nokkrum kringumstæðum vera ábyrgt fyrir beinu, óbeinu eða afleiddu tjóni, þar með talið vegna hagnaðarmissis eða glataðra viðskiptatækifæra.
Engin ábyrgð er veitt í tengslum við vörur þriðja aðila sem þú notar.
Þú skilur og samþykkir að það sé forsenda fyrir því að þér sé veittur aðgangur að smáforritinu að þú skiljir og samþykkir þessar ábyrgðartakmarkanir
Lög og lögsaga
Um samning þennan fer samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur eða kröfur vegna samningsins eða í tengslum við hann fer um hann samkvæmt íslenskum lögum. Mál vegna samnings þessa verða rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Breytingar á samningnum
Isavia áskilur sér einhliða rétt til að breyta samningsskilmálum þessum að hluta eða öllu leyti hvenær sem er. Komi til þess að einhver hluti þessa samnings verði dæmdur ógildur af þar til bærum dómstóli skulu önnur ákvæði hans halda gildi sínu.
Netfang
Ef þú hefur einhverjar spurningar fram að færa er varða samninginn vinsamlega sendu tölvupóst á netfangið ais@isavia.is.