Hoppa yfir valmynd

Stefna Isavia

Isavia er þjónustufyrirtæki sem gegnir því mikilvæga hlutverki að hafa með höndum rekstur, viðhald og uppbyggingu á innviðum sem er grunnur að flugsamgöngum landsins, tengingum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa. Starfsemin skiptir miklu máli fyrir þjóðarhag og starfsfólk félagsins leggur sig fram við að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við umhverfi og samfélag.

Við teljum að skýr stefna og góð fyrirtækjamenning sé undirstaða þess að hægt sé að innleiða stefnu á árangursríkan hátt. Hjá Isavia er lögð áhersla á fyrirtækjamenningu þar sem samskipti og samvinna starfsfólks byggist á uppbyggjandi og heiðarlegum samskiptum. Undanfarin ár höfum við verið að vinna með öllu starfsfólki Isavia í að færa menningu fyrirtækisins yfir í uppbyggjandi menningu. Að breyta menningu er umbreytingaverkefni sem tekur tíma, í raun má segja að verkefnið taki aldrei enda því menning fyrirtækja er eitthvað sem við erum öll ábyrg fyrir og sem þarf stöðugt að næra.

Við höfum verið að vinna með stefnumiðaða hugsun og vinnubrögð við innleiðingu stefnunnar, þannig getum við öll verið að vinna að sama markmiði. Við leggjum áherslu á að allar einingar innan fyrirtækisins skilji hvert framlag þeirra er í þeim árangri sem birtist í framtíðarsýninni.  Þannig náum við árangri saman.Stefnuhringurinn

Stefnuhringurinn er áttaviti fyrir áherslur félagsins til framtíðar. Hann tengir saman sjö stefnuáherslur sem leiða félagið að framtíðarsýn þess og endurspeglar vegferðina í átt að sjálfbærni á öllum sviðum starfseminnar.


​Tilgangur

Tilgangur Isavia er að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi. Starfsemi Keflavíkurflugvallar gegnir mikilvægu hlutverki við að styðja við hagkerfi landsins sem sá grunninnviður sem gerir útflytjendum og innflytjendum kleift að flytja vörur til og frá landinu. Einnig sækir fjöldi ferðamanna landið heim og styrkir um leið hagkerfi þess.


Framtíðarsýn

Framtíðarsýnin er að tengja heiminn í gegnum Ísland. Framtíðarsýnin leggur grunn að uppbyggingu flugvallarins. Við viljum vera í stakk búin að vaxa með viðskiptavinum okkar í takt við farþegaspár ásamt þeirri auknu eftirspurn eftir flugtengingum sem er fyrirsjáanleg á næstu árum eftir því sem fjær markaðir opnast með langdrægari flugvélum. Til að mæta þessari þróun  eru framkvæmdir hafnar við að stækka flugstöðvarbygginguna á Keflavíkurflugvelli. Lesa má um framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar á KEF+.


Stefnuáherslur

Isavia er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Félagið leiðir flugvallarsamfélagið og á frumkvæði að því að vinna markvisst með viðskiptafélögum sínum að sameiginlegum árangri sem ein heild. Í þeirri samvinnu höfum við viðskiptavini okkar í fyrirrúmi með því að bjóða upp á einstaka upplifun og skilvirka, snjalla og góða þjónustu. Keflavíkurflugvöllur er einn af lykilinnviðum í landinu og því er lögð áhersla á að byggja upp og viðhalda innviðum hans til lengri tíma og bæta stöðugt nýtingu auðlinda með arðsemi og langtímahagsmuni að leiðarljósi. Um leið er stuðlað að nýsköpun og stöðugri framþróun í starfseminni. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi í öllu okkar starfi og leggjum áherslu á að vera til fyrirmyndar í öryggis- og verndarmálum.


Stefnan til 2028

Sú framtíðarsýn félagsins, að tengja heiminn í gegnum Ísland, er vegferð til ársins 2040. Það er mikilvægt að hafa skýra sýn á þær vörður sem þarf að ná á vegferðinni í átt að þeirri framtíðarsýn. Á árinu 2023 var búin til stefna til fimm ára sem er leiðarljós félagsins til ársins 2028. Hún er að í lok árs 2028  muni geta Isavia styðja við framtíðarvöxt flugfélaga sem velja Keflavíkurflugvöll sem sína í tengistöð. Stefnan er studd af aðgerðaáætlun. Áhersla verður á aðgerðir sem snúa að viðskiptavinum og flugvallarsamfélaginu, menningu og stafrænni hagræðingu til að ná árangrinum.

Saman á nýrri vegferð – fyrirtækjamenning Isavia

Eitt af lykilverkefnum félagsins undanfarin þrjú ár hefur verið að breyta fyrirtækjamenningunni hjá Isavia. Verkefnið hefur verið unnið undir nafninu “Saman á nýrri vegferð” og styður við árangursríka innleiðingu á stefnu félagsins. Allt starfsfólk okkar tekur þátt í vegferðinni og starfar í samræmi við menningarsáttmála félagsins sem er í anda þeirrar kjörmenningar sem við vinnum að. Áhersla hefur verið lögð á að þjálfa leiðtoga félagsins til að vinna í samræmi við kjörmenningu og auka hæfni þeirra til að styðja við sitt fólk. Menningarvegferðinni er ætlað að breyta menningu félagsins úr óvirkri og drottnandi yfir í uppbyggjandi menningu þar sem lögð er áhersla á árangur, sjálfsþroska, hvetjandi umhverfi og góð tengsl milli aðila. Bæði stjórnendur og starfsfólk hafa fengið reglubundna þjálfun í aðferðafræði uppbyggjandi menningar á vinnustofum sem haldnar voru af erlendum ráðgjöfum og stjórnendum félagsins. Áherslan er nú á að efla starfsfólk okkar í framlínunni til að beita uppbyggjandi aðferðum í störfum sínum og að tengja framkvæmd stefnu betur við kjörmenninguna með áherslu á að ná árangri saman. Í könnun sem var framkvæmd haustið 2023 kom í ljós að náðst hefur framúrskarandi árangur á vegferðinni. Félagið færist óðfluga nær kjörmenningunni.

Menningarsáttmálinn
- leiðarljós okkar í hegðun

Við sýnum hvort öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu.

Saman náum við árangri.