Hoppa yfir valmynd

Mannauðsstefna

mannauðsstefna ISAVIA

Mannauðsstefna Isavia byggir á og endurspeglar meginstefnu fyrirtækisins og gildi þess. Mannauðsstefnan lýsir því hvernig fyrirtækið velur og undirbýr starfsfólk til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Meginmarkmið með stefnunni er að stuðla að almennri starfsánægju, góðum starfsanda og framúrskarandi þjónustu. Stefna fyrirtækisins er að gera starfsfólki kleift að samhæfa vinnu og einkalíf, fyrirtækinu til hagsbóta og starfsfólki til aukinna lífsgæða.


ÖRYGGI

 • Öryggi er lykilþáttur í starfsemi Isavia og áhersla er lögð á að kynna starfsfólki vel þær kröfur sem gerðar eru um öryggi, lög og reglur um vinnuvernd.
 • Aðstæður á vinnustað hafa áhrif á heilsu starfsfólks. Því búum við öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Isavia hvetur og styrkir starfsfólk sitt til þess að stunda líkamsrækt og lifa heilbrigðu lífi.

SAMVINNA 

 • Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum því tækifæri til aðlögunar og starfsþjálfunar.
 • Við ráðum til starfa hæfasta starfsfólk sem völ er á hverju sinni og allar ráðningar byggjast á hæfni, menntun og starfsreynslu. Við fylgjum jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Isavia við allar ráðningar og í starfsemi fyrirtækisins. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki undir neinum kringumstæðum liðin.

 • Við vinnum saman að því að fræða nýtt starfsfólk svo það eflist hratt í starfi og öðlist sjálfstæði. Starfslýsingar eru skýrar og við kynnum samstarfsfólk, vinnustað, réttindi og skyldur.
 • Við leggjum áherslu á stundvísi og að starfsfólk sinni starfi sínu af trúmennsku.
 • Fjölskylda og nánustu aðstandendur starfsfólks eru ein mikilvægasta undirstaðan fyrir farsælan starfsferil og árangur í starfi. Því er mikilvægt að jafnvægi ríki ávallt milli vinnu og einkalífs.
 • Við tryggjum starfsfólki viðeigandi þjálfun og stuðlum að því að starfsfólk hafi þá hæfni sem til þarf til að ná góðum árangri í störfum sínum. Við hvetjum starfsfólk sérstaklega til þess að viðhalda eigin menntun og færni.
 • Áhersla er lögð á að starfsfólk fái markvissa grunnþjálfun ásamt endurmenntun og síþjálfun.
 • Fjölbreytt fræðsla hjá Isavia stuðlar að því að efla einstaklinginn, auka starfsánægju og gera starfið í fyrirtækinu árangursríkt.
 • Margvíslegir styrkir til náms og fræðslu utan fyrirtækisins standa öllu starfsfólki til boða.

ÞJÓNUSTA

 • Forsenda þess að Isavia geti veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu er að starfsfólki búi sjálft við öryggi og ánægju í starfi.
 • Starfsfólk Isavia býr yfir þjónustulund og leggur sig fram um að veita góða og persónulega þjónustu.
 • Starfsfólk vinnur störf sín af alúð og samviskusemi og ber virðingu hvert fyrir öðru