Hoppa yfir valmynd

VOPNAFJARÐARFLUGVÖLLUR

Vopnafjarðarflugvöllur er staðsettur við bakka Hofsár fyrir miðjum botni Vopnafjarðar, um fjóra kílómetra frá þéttbýlinu í Vopnafirði. Flugfélagið Norlandair sinnir áætlunarflugi til og frá Akureyrarflugvelli fimm sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum.

Flugið er í samstarfi við Air Iceland Connect og hægt er að bóka flug til Vopnafjarðar frá Reykjavík með millilendingu á Akureyri. Nánari upplýsingar er að finna á vefjum flugfélaganna tveggja, www.norlandair.is og www.airicelandconnect.is.

FYRIR FLUG

Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 30 mínútum fyrir flug.

Innritun í flug fer fram í flugstöðinni en Air Iceland Connect býður einnig upp á netinnritun á www.airicelandconnect.is. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.

SAMGÖNGUR

Bílaleiga Akureyrar / Europcar Car Rental er með þjónustu á flugvellinum. Nánari upplýsingar og bókanir er að finna á vef bílaleigunnar www.holdur.is.

HVAÐ ER Í BOÐI Á VOPNAFIRÐI?

Margt er í boði fyrir ferðalanga á Vopnafirði. Sem dæmi má nefna að Hofsá, Selá og Vesturdalsá eru þrjár af þekktari laxveiðiám landsins. Í Selárdal eru heitar uppsprettur og við þær sundlaug sem engan á sinn líka með útsýni yfir Selána.

Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu Austurlands


HAFA SAMBAND 

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Vopnafjarðarflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Einföldum fyrirspurnum er einnig svaraði í síma 473-1521.