Hoppa yfir valmynd
    • 16:33
    • FNA565
    • Vopnafjörður
    • Á áætlun  
    • 16:50
    • FNA567
    • Akureyri
    • Á áætlun  

ÞÓRSHAFNARFLUGVÖLLUR

Þórshafnarflugvöllur er staðsettur á Langanesi á Norðausturlandi, um þrjá kílómetra norðan við byggðina á Þórshöfn. Flugfélagið Norlandair sinnir áætlunarflugi til og frá Akureyrarflugvelli fimm sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum.

Flugið er í samstarfi við Air Iceland Connect og hægt er að bóka flug til Þórshafnar frá Reykjavík með millilendingu á Akureyri. Nánari upplýsingar er að finna á vefjum flugfélaganna tveggja, www.norlandair.is og www.icelandair.is.

FYRIR FLUG 

Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.

Innritun í flug fer fram í flugstöðinni en Air Iceland Connect býður einnig upp á netinnritun á www.icelandair.is. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.

HVAÐ ER Í BOÐI Í ÞÓRSHÖFN?

Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er einstaklega gaman að rölta niður að höfn og jafnvel kíkja á veitingahúsið Báran, sem meðal annars á fjölbreyttum matseðli býður upp á kúffisksúpu. Eða fara í sund í glæsilegri íþróttamiðstöð, þar sem upplýsingamiðstöðin er staðsett. Ekki má gleyma að Þórshöfn er anddyrið að ævintýraheimi Langaness. Á Þórshöfn má einnig finna hið margrómaða Fræðasetur um forystufé. 

Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu Norðurlands.

HAFA SAMBAND 

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Þórshafnarflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is.