6.3.2023
Keflavíkurflugvöllur hlýtur alþjóðleg þjónustuverðlaun fimmta árið í röð
Keflavíkurflugvöllur er í hópi bestu flugvalla 2022 í Evrópu í sínum stærðarflokki (5-15 milljónir farþega á ári) þegar kemur að þjónustugæðum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar þjónustukönnunar á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) sem er framkvæmd á tæplega 300 flugvöllum víðs vegar um heiminn ár hvert. Keflavíkurflugvöllur hefur tekið þátt í þjónustukönnuninni, Airport Service Quality Programme (ASQ), í nærri tvo áratugi og hefur völlurinn hlotið þessa viðurkenningu ríflega tíu sinnum og nú fimmta árið í röð.