28.9.2023
Árshlutauppgjör Isavia 30. júní 2023
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2023 var jákvæð um 1.777 milljónir króna samanborið við 968 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Aukningin nemur um 809 milljónum króna. Tekjur samstæðunnar jukust um 4.272 milljónir króna milli tímabila og námu 20.085 milljónum króna. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 221 milljón króna samanborið við jákvæða afkomu upp á um 501 milljón króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þessa lækkun á heildarafkomu má rekja til breytinga á gengisáhrifum vegna langtímalána í erlendri mynt. Fjárfestingar samstæðunnar námu um 8.197 milljónum króna á fyrstu 6 mánuðum ársins og má rekja langstærsta hlutann, eða um 7.802 milljónum króna til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli.