5.4.2018
Áfram góð afkoma hjá Isavia
Ársreikningur Isavia fyrir árið 2017 var samþykktur á aðalfundi félagsins í dag. Rekstur ársins gekk áfram vel og var rekstrarafkoma í samræmi við áætlanir félagsins. Tekjur félagsins námu 38 milljörðum króna sem er 15% aukning á milli ára. Stærsti hluti tekna er tilkominn vegna sölu á þjónustu enda Isavia verið þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu frá stofnun félagsins. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 28% milli ára, flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fjölgaði um 12% og innanlandsfarþegum um 3%.