Flugvellir
Niðurstöður af 0
Engar leitarniðurstöður fundust
19.1.2021
Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða króna. Hlutafjáraukningin styður við framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar og styrkir samkeppnishæfni hans. Mannaflsfrekar framkvæmdir hefjast á þessu ári.
17.12.2020
Isavia vekur athygli á því að álag getur skapast á Keflavíkurflugvelli í aðdraganda jóla og kringum áramót. Búist er við að fleiri ferðamann fari þar um en að jafnaði á síðustu vikum og mánuðum. Eru farþegar á leið úr landi tiltekna álagsdaga, þ.e. 18. og 19. desember og 2. og 3. janúar, hvattir til að mæta í innritun og öryggisleit 3 klukkustundum fyrir brottför. Það yrði gert til að koma til móts við þær aðstæður sem annars gætu skapast og þannig að afgreiðsla gangi eins vel og kostur er.
15.12.2020
Isavia og embætti ríkislögreglustjóra hafa gert samning við franska tæknifyrirtækið IDEMIA um kaup á nýju alhliða landamærakerfi. Samningurinn tryggir uppsetningu á sjálfvirkum landamærabúnaði á Keflavíkurflugvelli en auk þess er gert ráð fyrir endurnýjun búnaðar á landamærastöðvum á landinu öllu. Með hinu nýja kerfi mun Ísland, sem aðili að Schengen-samkomulaginu, uppfylla reglur um komu- og brottfararkerfi (e. Entry/Exit System (EES)) á landamærum aðildarríkja Schengen-samstarfsins.
14.12.2020
Alþjóðlegu ráðstefnunni Routes Reconnected lauk nýverið. Hún var haldin með fjölda fjarfunda á heilli viku. Tilgangur hennar var að bjóða upp á vettvang þar sem fulltrúar flugfélaga og flugvalla gætu fundað um framtíðina eftir Covid-19 faraldurinn, þróun flugleiða og hvernig hægt væri að liðka enn frekar fyrir viðspyrnu og endurheimt í rekstri. Keflavíkurflugvöllur tók þátt í þessari ráðstefnu en flugvöllurinn hefur reglulega tekið þátt í hefðbundnum Routes-ráðstefnum. „Við funduðum með fulltrúum 23 flugfélaga þessa viku sem ráðstefnan stóð og sáum þar gömul og ný andlit,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar.
1.12.2020
Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi. Kjartan hefur langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum, og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi í yfir 20 ár, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði og nú síðast sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.
Þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 voru afhent nýverið. Að þessu sinni hlýtur Bláa lónið þjónustuverðlaun verslana og Hjá Höllu fær þjónustuverðlaun veitingastaða. Niðurstaðan nú, sem og áður, byggir á markaðsrannsóknum og könnunum sem gerðar eru á Keflavíkurflugvelli.
26.11.2020
Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia. Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs. Nú síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármála-, mannauðs- og verkefnastjórnar hjá Reiknistofu bankanna. Ingibjörg tekur sæti í framkvæmdastjórn Isavia og hefur störf þann 1. desember næstkomandi.
13.11.2020
Umræðufundur var haldinn í vikunni um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna til eflingar samfélagsins á Suðurnesjum, þar sem eru fjögur sveitarfélög: Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar. Auk sveitarfélaganna fjögurra taka Isavia, Kadeco og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum þátt í Suðurnesjavettvangnum sem stóð að þessum rafræna fundi. 140 manns tóku þátt í fjörlegum umræðum í málefnahópum. Tilkynnt var í lok fundarins að allir sem standa að Suðurnesjavettvangnum myndu skrifa undir yfirlýsingu um að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
12.11.2020
Isavia ohf. hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) árið 2020. Jafnvægisvogin er verkefni sem Isavia tekur þátt í ásamt FKA um að jafna hlutfall karla og kvenna í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja á Íslandi. Markmiðið er að árið 2027 verði kynjahlutfallið 40/60.
27.10.2020
Þjónustugæði Keflavíkurflugvallar í fyrra eru meðal þeirra bestu á evrópskum flugvöllum sem taka árlega við á bilinu 5 til 15 milljón farþegum. Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar þjónustukönnunar sem Alþjóðasamtök flugvalla (ACI) hafa framkvæmt á helstu flugvöllum heims. Verðlaunagripinn átti að afhenda við hátíðlega athöfn í Kraká í Póllandi í september en ekkert varð af því vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Verðlaunagripurinn er þó kominn til Íslands og veitti Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, honum viðtöku nú á dögunum.
30.9.2020
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2020 var neikvæð um 5,3 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 942 milljónir króna árið á undan.
21.9.2020
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, var á dögunum meðal rúmlega eitt þúsund forstjóra og framkvæmdastjóra frá ríflega eitt hundrað löndum til að undirrita yfirlýsingu viðskiptaleiðtoga þar sem kallað er eftir endurnýjaðri samvinnu á alþjóðavettvangi. Isavia er í hópi þeirra fyrirtækja sem eru virkir aðilar að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, þ.e. UN Global Compact, og voru það leiðtogar þeirra fyrirtækja sem undirrituðu yfirlýsinguna. Þar með lýsa þeir yfir stuðningi við Sameinuðu þjóðirnar og fjölþjóðlega og marghliða samvinnu án aðgreiningar.
Hefurðu ábendingu um efni síðunnar?
Smelltu hér og sendu okkur stutta línu um hvað betur mætti fara!
Ekki tókst að senda ábendingu. Vinsamlega athugaðu hvort upplýsingar séu réttar og reyndu aftur.
Isavia notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram á eyðublaði þessu, s.s. nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr ábendingum og vera í samskiptum við ábendingaraðila ef fyllri upplýsinga er þörf. Upplýsingum er eytt um leið og mál hefur verið tekið fyrir og lokið. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia má finna hér.
Takk fyrir hjálpina!
Ábendingin verður notuð til að bæta þjónustu og upplýsingar á vef Isavia.