Hoppa yfir valmynd
  • 10:35
  • FNA570
  • Reykjavík
  • Á áætlun  
  • 26/6 10:35
  • FNA570
  • Reykjavík
  • Á áætlun  
  • 11:00
  • FNA571
  • Reykjavík
  • Á áætlun  
  • 26/6 11:00
  • FNA571
  • Reykjavík
  • Á áætlun  

BÍLDUDALSFLUGVÖLLUR

Bíldudalsflugvöllur er staðsettur um fimm kílómetrum suðaustur af Bíldudal í Vesturbyggð á Vestfjörðum. Norlandair sinnir áætlunarflugi á milli Bíldudalsflugvallar og Reykjavíkurflugvallar. Flogið er sex sinnum í viku, alla daga nema laugardaga og tekur flugið um 40 mínútur.  Nánari upplýsingar um flugtíma og bókanir er að finna á Norlandair.is.


FYRIR FLUG

Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.

Innritun í flug fer fram í flugstöðinni. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis. Flugfélagið Norlandair sér um innritun farþega og nánari upplýsingar er að finna á vefnum Norlandair.is.

SAMGÖNGUR 

Áætlunarferðir eru frá flugvellinum til Tálknafjarðar og Patreksfjarðar í tengslum við flug Norlandair til Bíldudals. Umsjón með áætlunarferðum hefur Torfi Andrésson og nánari upplýsingar um þær er að fá í síma 893-2636.

Bílaleigan Hertz er með þjónustu á flugvellinum. Nánari upplýsingar og pantanir á www.hertz.is og í síma 522-4400.

HVAÐ ER Í BOÐI Á BÍLDUDAL?

Bíldudalur hefur uppá ótal margt að bjóða fyrir þá sem þangað leggja leið sína.  Þá er í bænum nýlegt Skrímslasetur sem helgað er sjóskrímslum við strendur Íslands en Arnarfjörður er einmitt þekktur fyrir mörg kyngimögnuð sjóskrímsli.

Frá Bíldudal er líka hægt að komast í sjóstangveiði eða í ferð á slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði. Þá er vinsælt að aka út með firðinum allt vestur í Selárdal að skoða höggmyndir Samúels Jónssonar en á þeirri leið eru líka fallegar fjörur og ægifagrir dalir þar sem gott er að ganga í blíðunni.

Á Bíldudal er níu holu golfvöllur og ekki má gleyma lauginni í Reykjafirði, steinsnar frá þorpinu, þar sem hægt er að láta fara vel um sig á hvaða tíma sólarhringsins sem er.

Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu Vestfjarða

HAFA SAMBAND

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Bíldudalsflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Einföldum fyrirspurnum er einnig svarað í síma 456-2266 á þjónustutíma flugvallarins á milli 8:45-16:00 á virkum dögum og 10:45-14:00 á sunnudögum.