Hoppa yfir valmynd
Upplýsingar vegna útbreiðslu Kórónaveiru (COVID-19)

Isavia rekstraraðili innanlandsflugvalla á Íslandi vinnur náið með sóttvarnalækni, landlæknisembættinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um viðbrögð vegna kórónaveirunnar (COVID-19). Fólk sem ferðast um flugvöllinn er hvatt til að fara að ráðleggingu heilbrigðisyfirvalda hér að neðan.

Finni fólk til flensueinkenna er því ráðlagt að hafa samband við heilsugæslu sína eða hringja í síma Læknavaktarinnar 1700 til að fá ráðleggingar.

Nánari upplýsingar um COVID-19 og viðbrögð við veirunni má finna á vef Landlæknis og Almannavarna

  • 12:10
  • FEI720
  • Reykjavík
  • Áætluð koma 12:20  
  • 12:30
  • FEI721
  • Gjögur
  • Á áætlun  

BÍLDUDALSFLUGVÖLLUR

Bíldudalsflugvöllur er staðsettur um fimm kílómetrum suðaustur af Bíldudal í Vesturbyggð á Vestfjörðum. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi á milli Bíldudalsflugvallar og Reykjavíkurflugvallar. Flogið er sex sinnum í viku, alla daga nema laugardaga og tekur flugið um 40 mínútur.  Nánari upplýsingar um flugtíma og bókanir er að finna á www.ernir.is.


FYRIR FLUG

Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.

Innritun í flug fer fram í flugstöðinni. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis. Flugfélagið Ernir sér um innritun farþega og nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.ernir.is.

SAMGÖNGUR 

Áætlunarferðir eru frá flugvellinum í tengslum við flug Ernis til Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar. Umsjón með áætlunarferðum hefur Torfi Andrésson og nánari upplýsingar um þær er að fá í síma 893-2636.

Bílaleigan Hertz er með þjónustu á flugvellinum. Nánari upplýsingar og pantanir á www.hertz.is og í síma 522-4400.

HVAÐ ER Í BOÐI Á BÍLDUDAL?

Bíldudalur hefur uppá ótal margt að bjóða fyrir þá sem þangað leggja leið sína.  Þá er í bænum nýlegt Skrímslasetur sem helgað er sjóskrímslum við strendur Íslands en Arnarfjörður er einmitt þekktur fyrir mörg kyngimögnuð sjóskrímsli.

Frá Bíldudal er líka hægt að komast í sjóstangveiði eða í ferð á slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði. Þá er vinsælt að aka út með firðinum allt vestur í Selárdal að skoða höggmyndir Samúels Jónssonar en á þeirri leið eru líka fallegar fjörur og ægifagrir dalir þar sem gott er að ganga í blíðunni.

Á Bíldudal er níu holu golfvöllur og ekki má gleyma lauginni í Reykjafirði, steinsnar frá þorpinu, þar sem hægt er að láta fara vel um sig á hvaða tíma sólarhringsins sem er.

Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu Vestfjarða

HAFA SAMBAND

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Bíldudalsflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Einföldum fyrirspurnum er einnig svarað í síma 456-2266 á þjónustutíma flugvallarins á milli 8:45-16:00 á virkum dögum og 10:45-14:00 á sunnudögum.