Hoppa yfir valmynd
Upplýsingar vegna útbreiðslu Kórónaveiru (COVID-19)

Isavia rekstraraðili innanlandsflugvalla á Íslandi vinnur náið með sóttvarnalækni, landlæknisembættinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um viðbrögð vegna kórónaveirunnar (COVID-19). Fólk sem ferðast um flugvöllinn er hvatt til að fara að ráðleggingu heilbrigðisyfirvalda hér að neðan.

Finni fólk til flensueinkenna er því ráðlagt að hafa samband við heilsugæslu sína eða hringja í síma Læknavaktarinnar 1700 til að fá ráðleggingar.

Nánari upplýsingar um COVID-19 og viðbrögð við veirunni má finna á vef Landlæknis og Almannavarna

  • 12:55
  • FEI721
  • Bíldudalur
  • Á áætlun  
  • 13:15
  • FEI733
  • Reykjavík
  • Á áætlun  

GJÖGURFLUGVÖLLUR

Gjögurflugvöllur er staðsettur á Víganesi, austan við Gjögur í Árneshreppi á Ströndum á Vestfjörðum. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugvelli um völlinn til og frá Reykjavík. Að jafnaði er flogið tvisvar í viku yfir vetrartímann en einu sinni í viku á sumrin og tekur flugið um 45 mínútur.  

Nánari upplýsingar um flugtíma og bókanir er að finna á www.ernir.is.

FYRIR FLUG

Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.

Innritun í flug fer fram í flugstöðinni. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis. Flugfélagið Ernir sér um innritun farþega og nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.ernir.is.


HVAÐ ER Í BOÐI NÁLÆGT GJÖGRI?

 • Hótel Djúpavík
 • Kaffi Norðurfjörður - verslun
 • Urðartindur – smáhýsi
 • Náttúrufegurð

HAFA SAMBAND 

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Gjögurflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Einföldum fyrirspurnum er einnig svarað í síma 451-4033 á þjónustutíma flugvallarins á milli 11:30 – 15:30 þá daga sem áætlunarflug fer um flugvöllinn.