Hoppa yfir valmynd

Innkaup

Á þessari síðu má finna upplýsingar um útboð og gögn tengd þeim, nýja samninga og skilmála tengda innkaupum og reikningum.

Útboð

Hér má nálgast útboðsvef okkar.  Áhugasöm fyrirtæki eru hvött til að skrá sig á vefinn.
Vakin skal athygli á því að nýskráning á útboðsvefnum er skilyrði fyrir aðgengi og þátttöku í útboðsferli.

Íslenska vefútgáfu má finna þegar smellt er á íslenska fánann neðst á vefnum.

Opna útboðsvef

Öll opin útboð eru auglýst á útboðsvef hins opinbera www.utbodsvefur.is og á útboðsvef Isavia.

Öll opin útboð fyrir EU eru auglýst á vef Evrópusambandsins TED (Tenders Electronic Daily)

Rammasamningar og gagnvirk innkaupakerfi

Isavia ohf. ásamt dótturfélögum býður reglulega út rammasamninga og gagnvirk innkaupakerfi (e. Dynamic purchasing system, DPS) fyrir samstæðuna vegna kaupa á vöru, þjónustu og verkframkvæmdum. Þegar komið er á rammasamningi og/eða gagnvirku innkaupakerfi sem er yfir viðmiðunarfjárhæðum eins og kveðið er á um í 15. gr. í reglugerð um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu nr. 340/2017 eru útboðin auglýst á útboðsvef hins opinbera, TED og útboðsvef Isavia.

Fyrirkomulag gagnvirks innkaupakerfis er virkt í þeim skilningi að á meðan kerfið er í gildi, þá er það opið öllum fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði fyrir þátttöku og hafa lagt fram gögn með rafrænum hætti í gegnum útboðsvef Isavia, í samræmi við skilmála útboðsgagna og fyrirmælum á útboðsvefnum.

Öll kaup innan gagnvirka innkaupakerfisins fara fram með lokuðum útboðum í gegnum útboðsvef Isavia.

Nú þegar hefur Isavia tekið í notkun gagnvirk innkaupakerfi vegna kaupa á ökutækjum og Led skjálausnum. Kerfin hjálpa okkur að uppfylla markmið Isavia um kolefnishlutlausan rekstur fyrir árið 2030 og styðja m.a. við þá vinnu að skipta út ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti fyrir ökutæki sem nota umhverfisvænni orkugjafa. Við kaup á Led skjáum eru m.a. gerðar kröfur um orkunotkun og útgeislun.  

Hægt er að sækja um aðild til þátttöku í gagnvirku innkaupakerfi með því að skrá sig inn á útboðsvef Isavia og skila inn hæfisyfirlýsingu ásamt þeim gögnum sem óskað er eftir hverju sinni.

Markaðskannanir Isavia

Isavia framkvæmir gjarnan markaðskannanir við undirbúning innkaupa og til að upplýsa fyrirtæki um áformuð innkaup og kröfur varðandi þau. Slíkar markaðskannanir eru eftir umfangi auglýstar á útboðsvef Isavia, TED og með öðrum þeim hætti sem hentar hverju sinni.

Innkaupakerfi, pantanir og reikningar

Það er markmið Isavia að öll innkaup samstæðunnar fari fram í gegnum innkaupakerfi eða samninga við birgja. Mikilvægt er að allir reikningar frá birgjum beri pöntunarnúmer eða tilvísun í samninga. Skorti umbeðnar upplýsingar á reikning getur það valdið töfum á greiðslum og jafnvel orðið til þess að reikningum sé hafnað. Nánari upplýsingar um viðskiptaskilmála Isavia má finna hér til hægri á síðunni.

Fyrir frekari upplýsingar eða fyrirspurnir vinsamlegast hafið samband við innkaupadeild