Hoppa yfir valmynd

Móttaka reikninga

Isavia og dótturfélög taka á móti reikningum á rafrænu formi (XML), á PDF formi og pappír

Icon - Lauf

Isavia er með stefnu í umhverfismálum og vinnur markvisst að verkefnum sem tengjast henni. Sem liður í því hefur verið ákveðið að eingöngu verður tekið á móti reikningum á XML formi frá og með 1. janúar 2021 fyrir félögin:

  • Isavia ohf. - kt. 550210 0370
  • Isavia ANS - kt. 591219 1460
  • Isavia innanlandsflugvellir - kt. 591219 1380

hvernig sendi ég reikning?

XML

Birgjar sem eru með rafrænt bókhaldskerfi geta á einfaldan hátt sent rafræna reikninga á XML formi og er óskað eftir að birgjar komi þeirri tengingu á.

Þeir sem eru ekki með rafrænt bókhaldskerfi geta sent reikning á XML formi í gegnum vefsíðu InExchange. Sjá leiðbeiningar hér.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir:

Þjónustuver InExchange

Bókhaldsdeild Isavia

PDF

Tekið verður á móti reikningum á PDF formi á reikningar@isavia.is til 1. janúar 2021.

Athugið að samkvæmt ríkisskattstjóra þarf að koma fram á rafrænum reikning að hann eigi uppruna í rafrænu bókhaldskerfi sbr. reglugerð nr. 505/2013.

PAPPÍR

Tekið verður á móti reikningum á pappír til 1. janúar 2021 og á að stíla þá á:

Isavia Ohf.
Keflavíkurflugvöllur
Skrifstofa 3.hæð/ Bókhaldsdeild
235 Reykjanesbær

Viðskiptaskilmálar Isavia taka á þeim kröfum sem félagið gerir almennt til reikninga.

HAFA SAMBAND