Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Meðferð umsókna

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Isavia leitar að ábyrgum og úrræðagóðum einstakling til að sinna störfum húsvarðar á Keflavíkurflugvelli í sumar. Helstu verkefni felast í eftirliti með rekstri og ásýnd Keflavíkurflugvallar, viðbrögð vegna bilana eða annarra rekstrarfrávika sem og samskipti við hagaðila og deildir innan Isavia. Um er að ræða sumarstarf í vaktavinnu.

Hæfniskröfur:

 • Nám í iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun/reynsla
 • Aldurstakmark er 20 ár
 • Góð kunnátta í ensku og íslensku er skilyrði
 • Góð tölvukunnátta er æskileg
 • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

Umsóknarfrestur er til og með 14. mars nk.

Starfsstöð: Keflavík

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. maí og unnið út ágúst.

Nánari upplýsingar veitir Jófríður Leifsdóttir deildarstjóri, [email protected]

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða ábyrgan og úrræðagóðan einstakling í starf húsvarðar. Helstu verkefni felast í eftirliti með rekstri og ásýnd Keflavíkurflugvallar, viðbrögð vegna bilana eða annarra rekstrarfrávika sem og samskipti við hagaðila og starfsfólk Isavia. Um er að ræða vaktavinnu í krefjandi og líflegu umhverfi.

Hæfniskröfur:

 • Iðnmenntun (t.d. rafvirki, rafeindavirki, vélvirki, hússmiður) er skilyrði
 • Aldurstakmark er 20 ár
 • Góð kunnátta í ensku og íslensku er skilyrði
 • Góð tölvukunnátta er æskileg
 • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars nk.

Starfsstöð: Keflavík

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Jófríður Leifsdóttir deildarstjóri, [email protected]

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.