Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hafa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.


Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína. 


Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Isavia leitar að metnaðarfullum og öflugum verkefnastjóra til að taka þátt í þeim öra vexti sem er framundan á Keflavíkurflugvelli. Verkefnastjórinn hefur umsjón og ábyrgð á framkvæmdaverkefnum frá hönnun til reksturs og sér um gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.

Verkefni

 • Samræma störf hönnuða þannig að markmið verkkaupa um tíma, kostnað og gæði  náist
 • Miðla og stýra upplýsingum milli hönnuða og annarra aðila í verkefninu
 • Stýra reglubundnum hönnunar- og rýnifundum og rita fundargerðir
 • Samræming og samþykki útboða
 • Öflun, móttaka og yfirferð tilboða og samningagerð við verktaka
 • Áhættustjórn verklegra framkvæmda
 • Verkefnismat við verklok hverra verklegra framkvæmdar

Hæfniskröfur

 • Verk-, tækni, eða byggingafræði menntun
 • Reynsla af verkefnastjórnun í mannvirkjagerð er kostur
 • Góð samskiptahæfni og ögun í vinnubrögðum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.   

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.  

Umsóknafrestur er til og með 22. maí.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.   

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhannes B. Bjarnason deildarstjóri, [email protected]  

Sækja um

Laus störf í markaðsdeild, hagdeild, fjárstýringu og við sjálfbærni

Verkefnastjóri markaðsmála

Isavia leitar að metnaðarfullum og hugmyndaríkum verkefnastjóra til starfa í deild markaðsmála og farþegaupplifunar. Á döfinni eru spennandi verkefni og því leitum við að réttum aðila í teymið sem er skapandi, með skipulagið á hreinu og brennur fyrir sölu- og markaðsmálum. 

Sérfræðingur í hagdeild

Isavia leitar eftir öflugum einstaklingi sem deilir þeirra ástríðu um mikilvægi gagna og upplýsinga til ákvarðanatöku. Hagdeild hefur umsjón með áætlanagerð félagsins og vinnur náið með öðrum deildum við að móta og viðhalda framúrskarandi stjórnendaupplýsingum.

Sérfræðingur í fjárstýringu 

Isavia leitar eftir öflugum einstaklingi til að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði fjárstýringar fyrir samstæðu félagsins. Fjárstýring hefur umsjón með fjárstýringu samstæðu Isavia og gegnir einnig lykilhlutverki í áætlanagerð og þróun fjárhagsferla. 

Verkefnastjóri í sjálfbærni

Hefur þú áhuga og þekkingu á sjálfbærnimálum, ert með ferskar hugmyndir sem þig þyrstir í að koma í framkvæmd? Langar þig að stýra uppbyggingu BREEAM í stórum framkvæmdaverkefnum og taka þátt í að draga úr loftslagsáhrifum hjá fyrirtæki sem er leiðandi í loftslagsmálum?

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.