Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Meðferð umsókna

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Skrifstofa aðgangsmála á Keflavíkurflugvelli leitar af öflugum einstaklingi í tímabundið starf til áramóta.

Helstu verkefni

 • Afgreiðsla og útgáfa aðgangsheimilda fyrir einstaklinga og ökutæki
 • Samskipti við flugvallarnotendur vegna aðgangsmála
 • Samskipti við lögreglu vegna bakgrunnskoðana og vöktunar
 • Skjalavarsla
 • Þátttaka í umbótaverkefnum og önnur tilfallandi verkefni í samráði við hópstjóra aðgangsskrifstofu

Hæfniskröfur

 • Gott viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Rík þjónustulund
 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði (Excel, Outlook o.fl.)
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku bæði í töluðu og rituðu máli

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar Hannah hópstjóri aðgangsskrifstofu, [email protected] og Auður Ýr Sveinsdóttir forstöðumaður Flugverndar [email protected]

Sækja um

We are looking to hire a driven and proactive BIM specialist that is responsible for developing and implementing a strategic BIM plan for Assets and Infrastructure at Keflavík Airport. The specialist is responsible for managing BIM models in operation as well as the development of Asset- and Operational data information requirements. We are looking for someone who is motivated and passionate about real improvements – someone who is prepared to take on an active role in leading change. We are looking for someone who is conscious of the industries’ lack of BIM in asset operation and facility management and wants to make a difference. The department of Assets and Infrastructure is responsible for the operation and maintenance of Isavia’s assets at Keflavik Airport. Those assets include airport buildings (incl. the Terminal), runways, aprons, taxiways, mechanical systems (incl. Baggage Handling Systems and Hydrant Fuel System), roads and utilities among other infrastructure. The office of Assets and Infrastructure leads, develops and executes Isavia‘s strategy on asset management, facility management and system- and utilities management. Implementing BIM in operation for the departments assets will greatly strengthen our long-term journey towards strategically optimal asset management as well as the effective maximization of an asset‘s value over its lifecycle.

Responsibilities:

 • BIM assessment for Assets and Infrastructure
 • Development and implementation of a strategic BIM plan
 • Development of a BIM Vision and BIM Objectives for Isavia
 • To develop and lead the BIM execution plan for Assets and Infrastructure
 • Review and reorganization of current BIM models for assets in operation
 • Data sharing to O&M responsible parties

Qualifications:

 • Relevant Bachelors degree and/or a minimum of 5 years experience with BIM
 • Experience with the management of BIM models
 • Experience with Autodesk Suite
 • Experience or working knowledge of maintenance and operation of systems or facilities is preferred
 • Ability to read and understand construction drawings and specifications
 • Knowledge and understanding of the ISO 19650 standard
 • Excellent written and oral communication skills in English
 • Self motivated and diligent team player
 • Experience using the Microsoft Office Suite

Please send us your application before the 27th of June.

For further information please contact Maren Lind Másdóttir, Director of Assets and Infrastructure, at [email protected]

Sækja um

Við óskum eftir að ráða verkefnastjóra til að stýra, samræma og þróa verkefni tengd hönnun á Keflavíkurflugvelli. Verkefnastjóri ber ábyrgð á hönnun og innkaupum, ásamt afhendingu verkefna til framkvæmda og eftirfylgni þeirra. Auk þess ber hann ábyrgð á að hönnun sé í samræmi við kröfur hverju sinni. Starfið felur í sér mikil samskipti við hönnuði, ráðgjafa og aðra aðila sem koma að verkefnum og krefst þess að unnið sé samkvæmt ferlum Isavia um fjárfestingarverkefni og því er gott skipulag lykilatriði. Verkefnastjóri hönnunar sér einnig um að þróa og halda utan um ferli verkefna hjá Verkfræðideild. 

Helstu verkefni:

 • Umsjón og ábyrgð á fjárfestingarverkefnum frá hönnun til framkvæmdar. Því fylgir samræming á störfum hönnuða, gerð mánaðarskýrsla og annað sem tengist daglegum rekstri verkefna
 • Rýna, betrumbæta og viðhalda ferli verkefna, handbækur, eyðublöð og sjá til að þess að uppfærð gögn séu aðgengileg 
 • Þátttaka í verkefnum sem unnin eru þvert á svið Isavia og snúa að því að bæta starfsemi félagsins

Hæfniskröfur: 

 • Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði er skilyrði
 • Reynsla af verkefnastjórn og hönnun er skilyrði 
 • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð  
 • Þekking af því að útbúa og vinna ferla

Starfsstöð: Keflavík og Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 27.júní næstkomandi. 

Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri, [email protected] 

Hagvangur hefur umsjón með ráðningunni, vinsamlegast notið þennan hlekk til þess að sækja um: https://jobs.50skills.com/hagvangur/is/8976/apply

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að halda utan um samræmingu fjárfestingarverkefna innan einingarinnar flugvallarþróun og uppbygging.

Við leitum að skipulögðum og ábyrgum einstakling með haldbæra reynslu af verkefnastýringu til að halda utan um stöðu verkefna. Starfið krefst mikillar samskiptafærni þar sem viðkomandi er í stöðugum samskiptum við hagaðila verkefna og verkefnastjóra.

Helstu verkefni:

 • Samræma utanumhald fjárfestingaverkefna á öllum stigum í samstarfi við verkefnastjóra og verkefnastjórn
 • Samræma útfærslur og upplýsingar sem koma fram í stöðuskýrslum verkefna og miðla þeim til hagaðila
 • Safna saman upplýsingum úr öðrum verkefnum í reglulegar skýrslur og kynna stöðu verkefna fyrir misunandi hagaðilum innan og utan Isavia
 • Samræma vinnu, verkefnagögn og skipulag í fjárfestingaverkefnum þvert á öll verkefni
 • Samræma verkefni, að þau fylgi ferlum og að upplýsingar séu settar fram reglulega og skipulega í gegnum líftíma verkefna
 • Útbúa ferla og skilgreina hvernig vinna í verkefnum fer fram þvert á öll verkefni verkfræðideildar
 • Móta framkvæmd upplýsingamiðlunar og skýrslugerðar í framkvæmdum til framtíðar með það að leiðarljósi að sjálfvirknivæða skýrslugerð og miðlun upplýsinga með Power BI eða álíka verkfærum

Hæfniskröfur:

 • Háskólanám sem nýtist í starfi (t.d. verkfræði eða tæknifræði)
 • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
 • Reynsla af fjárfestingaverkefnum og áætlanagerð
 • Reynsla af að vinna með gögn og skýrslur í Power BI er kostur
 • Góð íslensku-og enskukunnátta í ræðu og riti 
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Áhugi og geta til að starfa í teymi
 • Mikill drifkraftur  

Verkefnastjóri samræmingar tilheyrir Verkfræðideild Isavia sem sér um flest stærri fjárfestingarverkefni á Keflavíkurflugvelli hvort sem verið er að stækka flugstöðina, bæta við nýjum akbrautum fyrir flugvélar eða bæta vegakerfið við flugstöðina. Framundan er mikil uppbygging á flugvellinum og mörg spennandi verkefni sem því fylgir.

Starfsstöð: Hafnarfjörður og Keflavík 

Umsóknarfrestur er til og með 27.júní næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri verkfræðideildar, [email protected]

Hagvangur hefur umsjón með ráðningunni, vinsamlegast notið þennan hlekk til þess að sækja um: https://jobs.50skills.com/hagvangur/is/8977/apply

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.