Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.500 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Meðferð umsókna

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Isavia óskar eftir starfsfólki til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu og á vélaverkstæði Egilsstaðaflugvallar. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallar og umhverfis hans sem og viðhald á tækjum. Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og þolpróf.

Hæfniskröfur:

• Meirapróf er skilyrði

• Reynsla af slökkvistörfum og vinnuvélapróf er kostur

• Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur

• Góð íslensku- og enskukunnátta

Starfsstöð: Egilsstaðir

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected].

Isavia innanlands ehf. er dótturfyrirtæki Isavia sem annast rekstur allra innanlandsflugvalla og fellur starfið því undir starfsemi þess.

Sækja um

Isavia leitar að ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingi með sjálfstæð vinnubrögð til að sinna störfum húsvarðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um sumarstarf er að ræða í krefjandi umhverfi, unnið er á dag- og næturvöktum.

Hæfniskröfur

• Nám í iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun / reynsla

• Aldurstakmark 20 ár

• Góð kunnátta í ensku og íslensku

• Góð tölvukunnátta er skilyrði

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Freyr Borgarsson, [email protected]

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi.

Sækja um

Við óskum eftir að ráða tæknimann til starfa á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru uppsetning, viðgerðir og eftirlit með tæknibúnaði Keflavíkurflugvallar.

Hæfniskröfur

• Sveinsbréf í rafeindavirkjun eða rafvirkjun er skilyrði

• Góð tölvukunnátta

• Lipurð í mannlegum samskiptum

• Þekking á aðgangsstýringum og öryggiskerfum er æskileg

• Góð enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Emil H. Valsson, umsjónarmaður tækjahóps, [email protected]

Sækja um

Isavia Innanlands ehf. óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn á Akureyrarflugvöll. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi flugvallarþjónustu Akureyrarflugvallar. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, flugverndargæsla, viðhald og umhirða flugvallarmannvirkja og flugbrauta á norðurlandi.

Hæfniskröfur:

• Aukin öku- og vinnuvélaréttindi eru kostur

• Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur

• Reynsla af slökkvistörfum er kostur

• Viðkomandi þarf að standast þrek- og styrktarpróf

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmgeir Þorsteinsson verkefnastjóri, [email protected]

Sækja um

Isavia innanlands ehf. óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing til starfa. Helstu verkefni eru umsjón framkvæmdaverka og ástandsskoðun mannvirkja. Umsjón verkefna vegna skipulagsmála og úrbóta vegna frávika. Endurskoðun og eftirfylgni þjónustusamnings við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Hæfniskröfur:

 • M.Sc. í byggingarverkfræði er skilyrði
 • Haldbær starfsreynsla, þekking á flugvallareglugerðum er kostur
 • Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Starfsstöð: Reykjavík

Umsóknarfrestur er til og með 8.mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri, [email protected]

Sækja um

Isavia innanlands ehf. óskar eftir að ráða umdæmisstjóra í Reykjavík. Helstu verkefni umdæmisstjóra eru ábyrgð og umsjón með flugvöllum í umdæmi I, þ.m.t. Reykjavíkurflugvelli. Hefur umsjón með áætlanagerð, mönnun og búnaði. Ber ábyrgð á virkni gæða- og öryggisstjórnunarkerfis. Hann er leiðandi í uppbyggingu og þróun á þjónustu og markaðssetningu á svæðinu.

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rekstri, verkefnastjórnun og áætlanagerð
 • Reynsla af eftirfylgni í öryggis- og gæðastjórnunarkerfum
 • Leiðtogahæfileikar, skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Mikil hæfni í samskiptum og lausn ágreiningsmála

Starfsstöð: Reykjavík

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri, [email protected]

Sækja um

Isavia leitar að öflugum leiðtoga til að leiða viðskipta- og markaðsstarf félagsins á Keflavíkurflugvelli í samvinnu við framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur félagsins. Forstöðumaður viðskipta- og markaðsmála á Viðskipta- og þróunarsviði Isavia leiðir, mótar og framfylgir viðskipta og markaðsstefnu félagsins fyrir Keflavíkurflugvöll í samvinnu við fjölbreyttan hóp haghafa, m.a. verslanir og veitingasölu, Fríhöfnina, bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Forstöðumaður sér auk þess um útleigu á aðstöðu, rými og eignum á Keflavíkurflugvelli og ber ábyrgð á rekstri bílastæðaþjónustunnar KEF Parking. Um er að ræða spennandi starf í líflegu alþjóðlegu umhverfi þar sem mikil tækifæri eru til að ná til nýrra viðskiptavina á hverjum degi. Öflug markaðssetning á vöruframboði flugvallarins og samstarf um framsetningu og nýtingu verslunarsvæða sem skilur eftir sig eftirminnilega upplifun farþega Keflavíkurflugvallar er krefjandi áskorun.

Helstu verkefni

Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri

Þróun og mótun á viðskipta- og markaðsstefnu Keflavíkurflugvallar

Öflun nýrra tekjustofna

Ábyrgð á útleigu og gerð eignaleigusamninga

Upplýsingagjöf og samskipti við rekstrarleyfishafa, samstarfsaðila og leigjendur

Hæfniskröfur

Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun

Farsæl stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni

Framúrskarandi þekking á viðskiptum, tekjuöflun og rekstri fyrirtækja

Þekking og reynsla á stýringu sölu- og markaðsmála

Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri

Framúrskarandi samskiptafærni og reynsla af því að byggja upp viðskiptasambönd

Geta til að byggja upp ný viðskiptatækifæri

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar, [email protected]

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða ritara í móttöku fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða 70% starfshlutfall til júlí 2020. Helstu verkefni eru að sinna daglegri afgreiðslu á skrifstofu Isavia ásamt símsvörun, taka á móti pósti, annast útleigu og eftirlit með fundar-og kennslustofum og sjá um innkaup fyrir kaffistofu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Hæfniskröfur:

 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
 • Gott viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Rík þjónustulund
 • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi, [email protected]

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsmenn mannauðssviðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.