Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.250 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Meðferð umsókna

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Hópstjóri óskast í viðhaldsþjónustu. Viðkomandi ber ábyrgð á verkstjórn, daglegri umsjón og skipulagningu viðhaldsþjónustu og hefur það hlutverk að stuðla að aukinni framþróun innan viðhaldsstjórnunar. Hópstjóri sér um rekstur varahlutalagers og tekur þátt í vali á búnaði, uppbyggingu á gæða- og öryggisstjórnun fyrir deildina og veitir tæknilega aðstoð.

Hæfniskröfur:

 • Sveinspróf í raf- eða vélvirkjun
 • Framhaldsmenntun innan vél-, iðn- eða tæknifræði er kostur
 • Reynsla af verkstýringu er skilyrði
 • Þekking á iðnstýringu er kostur
 • Góð tölvukunnátta sem og íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar næstkomandi

Frekari upplýsingar veitir Jón Haraldsson deildarstjóri, [email protected]

Sækja um

Við óskum eftir að ráða verkefnastjóra til að stýra, samræma og þróa verkefni tengd flugbrautum og flughlöðum, akbrautum og vegagerð. Verkefnastjóri ber ábyrgð á hönnun og innkaupum, ásamt afhendingu verkefna til framkvæmda og eftirfylgni þeirra. Auk þess ber hann ábyrgð á að hönnun sé í samræmi við kröfur hverju sinni.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
 • Reynsla af verkefnastjórn er skilyrði
 • Reynsla og þekking á malbiki, steypu eða hönnun vega er kostur
 • Reynsla af flugvallahönnun eða af sambærilegu flækjustigi er kostur
 • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri, [email protected]

Sækja um

Viðskiptainnsýn og bestun leitar að sérfræðingi í aðgerðagreiningu til starfa á Keflavíkurflugvelli. Viðskiptainnsýn og bestun er eining innan Viðskipta og Þróunarsviðs Isavia sem ber ábyrgð á greiningum og umbótavinnu sviðsins til að styðja við ákvörðunartöku í starfseminni. Viðskiptainnsýni og bestun er einnig tengiliður vegna gagnaöflunar og greininga ásamt því að leiða víðtækari viðskiptainnsýn með það að markmiði að auka skilning á hegðun farþega í flugstöðinni, verslunarþarfa og kauphegðunar þeirra og þannig búa til virði fyrir félagið. 

Lýsing á starfi:

Í boði er spennandi starf þar sem starfsmaður fær mjög vel að kynnast rekstri og ferlum flugvalla. Isavia leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á flugi og er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni sem ganga út á að auka afköst núverandi flugstöðvar ásamt því að taka þátt í framkvæmdaverkefnum. Isavia vinnur markvisst af því að nýta gögn við ákvörðunartöku og er stór þáttur viðskiptainnsýnar að greina gögn og styðja þannig við ákvarðanatöku. Starfið felur einnig í sér stuðning við aðrar deildir og svið innan Isavia. Nauðsynlegt er að starfsmaður hafi gott vald á tölulegri greiningu, tölfræði og líkindafræði.

Hæfniskröfur:

 •  Háskólanám í verkfræði eða sambærilegri grein.
 • Mjög góða þekkingu á tölfræði og úrvinnslu gagna
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Öguð vinnubrögð
 •  Góð tölvukunnátta skilyrði
 •  Góð ensku kunnátta skilyrði
 •  Hæfni í Python/R er kostur
 • Þekking á Power-Bi eða sambærilegum BI lausnum er kostur
 • Reynsla af hermun er kostur

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar næstkomandi

Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Karl Gautason, forstöðumaður, [email protected]

Sækja um

Verkefnastjóri óskast í stýringu verkefna og samræmingu hönnuða og hagaðila verkefna. Viðkomandi ber ábyrgð á utanumhaldi fjárfestingaverkefna á hönnunarstigi, afhendingu þeirra til framkvæmda og að fylgja eftir samskiptum við hönnuði í gegnum líftíma verkefna samkvæmt ferlum Isavia um fjárfestingaverkefni.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði
 • Reynsla af verkefnastjórn er skilyrði
 • Reynsla af hönnunarstjórn, hönnun og BIM er kostur
 • Þekking á flugvallahönnun eða á sambærilegu flækjustigi er kostur
 • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar næstkomandi

Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri, [email protected]

Sækja um

Við leitum að öflugum og reyndum stjórnanda til að taka við stöðu forstöðumanns stafrænnar þróunar.

Um nýtt starf er að ræða og mun viðkomandi taka virkan þátt í þróun þess. Forstöðumaður stafrænnar þróunar mun leiða þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustu við viðskiptavini, styðja við tekjustrauma og auka skilvirkni í rekstri félagsins.  Viðkomandi ber ábyrgð á þarfagreiningu, forgangsröðun verkefna og innleiðingu í samstarfi við notendur. Auk þess ber hann ábyrgð á rekstri og þróun vöruhús gagna og vef Isavia. Starfið felur í sér náið samstarf við önnur svið Isavia við að greina tækifæri til umbóta.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Leiðtogafærni og reynsla af stjórnun teymis sérfræðinga
 • Framsýni, umbóta og stefnumiðuð hugsun
 • Góð samskiptafærni og frumkvæði
 • Reynsla og hæfni í vali og innleiðing tæknilausna
 • Haldbær reynsla og skilningur á stafrænum umbreytinga verkefnum
 • Brennandi áhugi og þekking á stafrænni tækni, rekstri og þjónustu
 • Reynsla og hæfni í að greina og setja upp verkefnaáætlanir, tækifæri, áhættur og ávinning á einfaldan og skýran hátt kostur
 • Þekking á uppbygginu vöruhús gagna kostur

Starfsstöð: Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 24. Janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Hauksdóttir, framkvæmdastjóri, á netfangið [email protected]

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.