Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf næstkomandi sumar. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum.

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia. 

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa.

Eftirfarandi störf eru í boði og eru umsækjendur beðnir um að merkja við í umsóknarferlinu hvaða störfum þeir hafa áhuga á að sinna. Öll störfin eru unnin í vaktavinnu og þurfa umsækjendur að vera orðnir 18 ára. 

Öryggisleit: Í öryggisleit sinnum við öryggisleit farþega og handfarangurs. Unnið er á vöktum og hafa starfsmenn kost á því að velja sér vaktir.

Eftirlit: Eftirliti sinna starfsmenn á öllum svæðum Keflavíkurflugvallar, bæði innan og utan flugstöðvar. Auk þess felst hluti starfsins í fylgdum og viðbragðsáætlunum innan flugvallasvæðisins.

Gátstöðvar: Í gátstöðvum sinna starfsmenn öryggisleit birgða, ökutækja, starfsfólks og verktaka á Keflavíkurflugvelli auk fylgda og viðbragðsáætlunum innan flugvallasvæðis.

HCC: HCC er stjórnstöð Keflavíkurflugvallar, þar fer fram eftirlit og samhæfing daglegs rekstrar flugvallarins. Helstu verkefni eru úthlutun loftfararstæða og annarra innviða og eftirlit með daglegum rekstri, farþegaflæði, fasteignum og búnaði. 

Farþegaþjónusta: Í farþegaþjónustunni sinnum við þjónustu við einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél. Þá sinnum við einnig alhliða upplýsingagjöf og þjónustu við farþega ásamt eftirliti með innritunarbúnaði.

Farþegaakstur: Í farþegaakstri sinnum við akstri með flugfarþega til og frá flugstæðum á Keflavíkurflugvelli ásamt söfnun farangurs- og innakaupakerra á flugstöðvarsvæðinu. Önnur verkefni eru umhirða rútu, bíla og kerra ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meiraprófi.

Bílastæðaþjónusta: Bílastæðaþjónusta sér um almenna þjónustu við viðskiptavini á bílastæðum ásamt öllum viðbótarþjónustum líkt og tilfærslur á ökutækjum í Lagningarþjónustu.  

Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar. Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar um Isavia má finna hér á heimasíðu okkar.

Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected].

Sækja um

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hafa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.


Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína. 


Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Isavia leitar eftir áhugasömum sérfræðingi sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á að samræma hönnun og framkvæmdir við lagnir og loftræsingu í verkefnum á Keflavíkurflugvelli. Mörg stór og spennandi verkefni eru í vinnslu hjá Isavia og mun sérfræðingur lagna sjá til þess að verið sé að vinna hönnun og framkvæmd samkvæmt þeim stöðlum og verklagi sem Isavia hefur þróað. Starfið felst einnig að einhverju leyti í verkefnastýringu eftir því sem við á. Sérfræðingur lagna og loftræsingu hefur það hlutverk að þróa verklag og kröfur til kerfa í samvinnu við deild mannvirkja og innviða Isavia og er því mikilvægt að hafa yfirborðsmikla þekkingu á lögnum og loftræsingu. 

Flugvallarþróun og uppbygging er eining sem tilheyrir Viðskipta-og Þróunarsviði Isavia og annast uppbyggingu á innviðum og tæknibúnaði á Keflavíkurflugvelli. Einingin skiptist í Flugvallaþróun (Airport development), Verkefnagát og -stoð (Program management office) og Framkvæmdir (Project delivery).

Helstu verkefni: 

 • Hefur umsjón með og ber ábyrgð á lögnum og loftræsingu í fjárfestingaverkefnum frá hönnun til reksturs  
 • Samræmir störf hönnuða þvert á verkefni og tryggja að hönnun uppfylli kröfur verkkaupa  
 • Stýrir reglubundnum hönnunar- og rýnifundum 
 • Samræmir vinnu verktaka í samvinnu við eftirlit 
 • Fylgir eftir úrbótum á frávikum og aðstoðar verkefnastjóra fjárfestinga í ákvörðunum sem snúa að lögnum og loftræsingu í verkefnum 
 • Tekur þátt í vinnu sem varðar framtíðaruppbyggingu innviða á flugvellinum 
 • Tekur þátt í þróun gæðamála og ferla  

Hæfniskröfur: 

 • Menntun og reynsla sem pípulagningarmaður er nauðsynleg 
 • Verk-, byggingarfræði eða tæknifræðimenntun með áherslu á lagnir og/eða loftræsingu er kostur  
 • Góð almenn tölvufærni skilyrði 
 • Þekking og reynsla af BIM hönnun er kostur 
 • Reynsla af framkvæmdum og hönnun er kostur 
 • Góð samskiptahæfni og öguð vinnubrögð  
 • Góð íslensku-og enskukunnátta í ræðu og riti 

Fríðindi í starfi:

 • Sveigjanlegur vinnutími
 • Heilsuræktarstyrkur
 • Mötuneyti
 • Rútuferðir milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Umsóknarfrestur er til og með 24.janúar 2022.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri verkfræðideildar, í gegnum netfangið [email protected] Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Sækja um

Isavia ANS óskar eftir því að ráða tæknimann til starfa við uppsetningu og viðhald á búnaði, og kerfum. Starfið er fjölbreytt og áhugavert á góðum vinnustað. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu. Viðkomandi verður að vera skipulagður í verkum sínum, geta unnið undir álagi, unnið sjálfstætt, sem og í hópi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýja tækni.

Starfsstöð er í Hafnarfirði en starfið krefst oft ferðalaga út á land vegna uppsetninga og viðhalds verkefna. Viðkomandi þarf að hafa tök á að geta farið út á land með stuttum fyrirvara þegar þörf krefur. Unnið er með tæknibúnað bæði inni og úti, m.a. í möstrum. Um er að ræða dagvinnustarf með bakvaktakerfi.   

Helstu verkefni og ábyrgð  

 • Uppsetning og viðhald á fjarskiptabúnaði
 • Uppsetning og viðhald á veðurkerfum
 • Uppsetning og viðhald á flugleiðsögubúnaði á flugvöllum og fjarskiptastöðvum 

 Menntunar – og hæfniskröfur 

 • Rafeindavirkjun eða sambærilegt nám
 • Grunnþekking á uppbyggingu og rekstri almennra fjarskipta- og netkerfa
 • Góð tölvukunnátta er kostur
 • Reynsla af kapallögnum
 • Þarf að geta unnið í hæð
 • Góð kunnátta í ensku og íslensku

 

 Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigmar Ásgrímsson í síma: 424-5258 eða í gegnum netfangið [email protected] 

Umsóknarfrestur er til 26. janúar. 

Sækja um

Isavia ANS óskar eftir því að hugbúnaðarsérfræðing til starfa við rekstur, þróun og innleiðingu á bæði netkerfum og vefumhverfi. Starfið er fjölbreytt og áhugavert á góðum vinnustað. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu. Viðkomandi verður að vera skipulagður í verkum sínum, geta unnið undir álagi, unnið sjálfstætt, sem og í hópi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýja tækni. 

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Rekstur á netþjónum og umhverfi þeirra
 • Þróun, innleiðing, uppsetning á veflausnum og vefumhverfi
 • Rekstur og viðhald á almennum tölvu- og netkerfum 
 • Almenn vinna við rekstur, uppsetningu og viðhald á kerfum og búnaði deildarinnar   

Hæfniskröfur  

 • Menntun sem nýtist í starfi 
 • Reynslu af Linux stýrikerfum, veflausnum, SQL gagnagrunnum og REST þjónustum
 • Þekking á uppbyggingu og rekstri almennra tölvukerfa
 • Þekking á kerfum og lausnum t.d. ELK-stack, VMWare, Zabbix er kostur 
 • Grunnþekking á forritunarmálum og grunnvirkni netkerfa er kostur 
 • Góð ensku kunnátta   

Frekari upplýsingar um starfið gefur Óskar Egilsson í síma 424-4565 eða í gegnum netfangið [email protected]   

 Umsóknarfrestur er til 26. janúar. 

Sækja um

Isavia leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra sem hefur gaman af hugmyndavinnu til að sinna þróunar- og uppbyggingarverkefnum þar sem mikil uppbygging er á komandi árum. Verkefnastjóri þarf að sýna frumkvæði og hafa áhuga á að greina mismunandi tækifæri fyrir Keflavíkurflugvöll og einnig að fylgjast með þróun og uppbyggingu annarra flugvalla á heimsvísu. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og þekkingu af verkefnastýringu.

Flugvallarþróun og uppbygging er eining sem tilheyrir Viðskipta-og þróunarsviði Isavia og annast uppbyggingu á innviðum og tæknibúnaði á Keflavíkurflugvelli. Einingin skiptist í þróunardeild, verkfræðideild og framkvæmdadeild og er verkefnadrifin.   

Þróunardeild stýrir forhönnun allra stærri framkvæmdaverkefna á Keflavíkurflugvelli og er unnið með innlendum og erlendum ráðgjöfum og hönnuðum að frumhugmyndum og þróunarverkefnum flugvallarins. Þróunardeild ber ábyrgð á þróunar- og uppbyggingaráætlun þannig að þróun flugvallarins sé í samræmi við langtímamarkmið um að hámaka nýtingu og hagkvæmni þeirra innviða sem fyrir eru.

Helstu verkefni:

 • Halda utan um þróunar- og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar
 • Verkefnastýring á forhönnun framkvæmdaverkefna.
 • Framtíðarmótun innviða og upplifunar á Keflavíkurflugvelli.
 • Greiningar og forathugun á verkefnum í samræmi við langtímaáætlanir.   
 • Móta verklag, innleiða áætlanir og eiga samskipti við hagsmunaaðila flugvallarins.  
 • Verkefnastjóri tekur þátt í áætlanagerð og greiningu verkefna og öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við yfirmann.
 •  Halda utan um þróunar- og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða arkitektúr.
 • Verkefnastjórnunarmenntun er kostur.
 • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun og áætlanagerð.
 • Reynsla og þekking á hönnun bygginga er kostur.
 • Reynsla af samráði og samskiptum við hagsmunaaðila í stærri verkefnum er kostur.
 • Góð ensku kunnátta í ræðu og riti skilyrði.  
 • Góð íslensku kunnátta í ræðu og riti er kostur.

Við hlökkum til að fá umsókn frá þér og fá þig með okkur í að vera hluti af góðu ferðalagi.   

Starfsstöð: Keflavík og Hafnarfjörður.

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar næstkomandi.  

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Vatnsdal deildarstjóri, [email protected]  

Isavia is looking for an ambitious project manager who enjoys idea creation. The candidate will be responsible for development and construction in a rapidly growing sector. He or she must be able to take initiative and be interested in analysing various opportunities for Keflavík Airport and also follow the development and construction of other airports worldwide. The person in question must have good communication skills and project management experience.

Main tasks:

 • Overseeing Keflavík Airport’s masterplan and major development plan.
 • Project management of the pre-design of construction projects.
 • Future development of infrastructure and experience at Keflavík Airport.
 • Analysis and initial research of projects that coincide with long-term plans.
 • Develop work methods, implement plans and communicate with the airport’s parties of interest.
 • Participating in planning and analysis of projects and other tasks that might come up in consultation with the superior.

Hiring standards:

 • Higher education which suits the position, for example engineering or architecture.
 • Project management education is an advantage.
 • Experience and knowledge of project management and plan making.
 • Experience and knowledge of building design is an advantage.
 • Experience of consultation and communication with parties of interest in larger projects is an advantage.
 • Good knowledge of written and spoken English is a requirement.
 • Good knowledge of written and spoken Icelandic is an advantage.

We’re looking forward to your application and to have you join us on this exciting journey.

Workstation: Keflavík and Hafnarfjörður.

Deadline for applications: 26th January, 2022.

Further information can be provided by Manager of Development Department, Brynjar Vatnsdal, upon request: [email protected]  

 

Sækja um

Langar þig að læra flugumferðarstjórn? 

 Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir nám í flugumferðarstjórn sem fyrirhugað er að hefjist haustið 2022. 

Á Íslandi starfa yfir 150 flugumferðarstjórar annars vegar í flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur sem sér um að veita yfir 100.000 flugvélum á ári flugumferðarþjónustu í íslenska flugstjórnarsvæðinu og á þremur alþjóðaflugvöllum landsins.   

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun 
 • Æskilegast er að umsækjendur séu milli 18 – 35 ára.   
 • Góð tök á íslensku og ensku í tali og riti. Viðkomandi þarf að ná að lágmarki CEFRL stigi B2. 
 • Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og skimun fyrir geðvirk efni skv. reglugerðarkröfum um flugumferðarstjóra.  

Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini og einkunnum úr námi. 

Hæfir umsækjendur verða boðaðir í inntökupróf. Vakin er athygli á því að reglum um inntökupróf hjá Isavia ANS hefur verið breytt. Eingöngu má sitja inntökupróf fyrir nám í flugumferðarstjórn þrisvar. Þeir sem hafa sótt um þrisvar eða oftar verður þó leyft að sækja um í ár. 

Nám í flugumferðarstjórn tekur að jafnaði 3 ár með hléum yfir sumarmánuði fyrstu árin. Nemar greiða ekki skólagjöld og fá mánaðarlegan námsstyrk þegar seinni hluti námsins (starfsþjálfun) hefst. Þó fullnægjandi árangur náist í námi er það ekki trygging fyrir starfi hjá Isavia að námi loknu. 

 

Sjá nánar á www.isavia.is/umsókn um nám í flugumferðarstjórn.

Fyrirspurnir má senda á Jóhann Wium, [email protected]  

Umsóknarfrestur: 6. febrúar 2022 

Sækja um

Öryggisstjórnun Isavia leitar eftir skipulögðum og sjálfstæðum verkefnastjóra til að þróa og innleiða áhættustjórnunarkerfi tengd rekstri flugvalla, fyrir starfsleyfi flugvalla, ISO vottanir, verklegar framkvæmdir, viðhald og leyfisveitingar Isavia ohf.

Hlutverk verkefnastjóra er að tryggja að áhættumöt uppfylli viðeigandi kröfur og halda utanum og þróa faglega þekkingu áhættumatsaðila.

Verkefnastjóri kemur til með að samræma áhættumöt og upplýsingagjöf til áhættustjórnunarteymis Isavia.

Öryggisstjórnun er eining sem tilheyrir þjónustu og rekstrarsviði Keflavíkurflugvallar. Hún sér um rekstur öryggis- og gæðastjórnunarkerfis flugvallarins og tekur til þeirra þátta og verkefna sem falla undir starfsleyfi Isavia ásamt þeim ISO vottunum sem er í gildi hverju sinni.

Helstu verkefni:

 • Þróun, stýring, utanumhald og innleiðing á áhættustjórnunarkerfi tengt rekstri flugvalla
 • Umsjón með faglegri uppbyggingu áhættumatsaðila
 • Umsjón með áhættumötum frá beiðni til framkvæmdar
 • Eftirlit með að mildunaraðgerðir séu útfærðar og úrbótum sé fylgt eftir
 • Vinna að gerð ferla, verklagsreglna, eyðublaða og annarra gagna  
 • Þátttaka í verkefnum sem unnin eru þvert á svið Isavia

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af áhættustjórnun kostur
 • Þekking á flugvallarekstri er kostur
 • Góð samskiptahæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
 • Góð íslensku og ensku kunnátta í ræðu og riti

Starfsstöð: Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2022. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga R. Eyjólfsdóttir forstöðumaður Öryggisstjórnunar, [email protected]

Sækja um

Isavia leitar eftir kraftmiklum sérfræðingi til að verkefnastýra útboðum á nýjum viðskiptatækifærum fyrir verslanir, veitingastaði og aðra þjónustu sem skapar tekjur og góða upplifun á Keflavíkurflugvelli. Starfið felur í sér að þróa og fullmóta tækifærin, úthluta og safna gögnum frá samstarfsaðilum ásamt því að vinna gögn, samræma þau og gæta að verkefnin standist tímalínu og lagalega skilmála. Sérfræðingurinn ber ábyrgð á heildarferli útboðsverkefnanna og verkefnastýrir þeim í samvinnu við fjölbreyttan hóp samstarfsfélaga.

Verslun og veitingar er deild sem tilheyrir Viðskipta-og þróunarsviði Isavia og ber ábyrgð á útleigu á aðstöðu, rýmum og eignum á Keflavíkurflugvelli fyrir verslanir og veitingastaði. Deildin ber ábyrgð á tekjum af verslunar- og veitingasvæði, öflun nýrra tekjustofna og viðskiptaþróun, ásamt upplýsingagjöf, eftirfylgni og samskipti við viðskiptavini, rekstrarleyfishafa, viðskiptafélaga og samstarfsaðila. Deildin annast einnig alla auglýsingasamninga í flugstöðinni sem og viðbótarþjónustu.

Helstu verkefni

 • Móta viðskiptatækifæri og útfæra þjónustuframboð
 • Markaðsgreining og samskipti við markaðinn
 • Umsjón með samskiptum við innkaupa- og lögfræðideild Isavia
 • Textaskrif á útboðslýsingu á ensku og íslensku 
 • Verkefnastýring útboða
 • Umsjón með markaðs- og kynningarmálum útboða
 • Umsjón með útliti gagna

  Hæfnikröfur 

 • Háskólanám og a.m.k. 5 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi
 • Haldbær reynsla af verkefnastýringu 
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
 • Þekking og brennandi áhugi á verslunar- og veitingaþjónustu er kostur
 • Þekking á markaðs- og kynningarmálum
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli

Starfsstöð: Keflavík og Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur til og með 30. janúar nk.  

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir deildastjóri Verslunar og veitinga [email protected]  

Sækja um

Öryggisstjórnun Isavia leitar eftir skipulögðum og nákvæmum sérfræðingi til að halda utan um kröfur félagsins vegna starfsleyfa og vottana. Megin hlutverk er að tryggja og vakta að Keflavíkurflugvöllur uppfylli þær kröfur og skuldbindingar sem til hans eru gerðar og falla undir starfsleyfi og viðkomandi vottanir. Hann hefur einnig hlutverk í að samræma vinnu vegna breytinga milli eininga innan Þjónustu- og rekstrarsviðs og gagnvart dótturfélagi Isavia -Isavia Innanlandsflugvellir.

Öryggisstjórnun er eining sem tilheyrir þjónustu og rekstrarsviði Keflavíkurflugvallar. Hún sér um rekstur öryggis- og gæðastjórnunarkerfis flugvallarins og tekur til þeirra þátta og verkefna sem falla undir starfsleyfi Isavia ásamt þeim ISO vottunum sem er í gildi hverju sinni.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með reglugerðum vegna starfsleyfa og kröfum vegna vottana
 • Umsjón með innleiðingu og útfærslu vegna nýrra og breyttra krafna 
 • Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda
 • Umsjón með úttektum eftirlitsaðila 
 • Vinna að gerð ferla, verklagsreglna, eyðublaða og annarra gagna
 • Þátttaka í verkefnum sem unnin eru þvert á svið Isavia

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á reglugerðum er kostur
 • Þekking á gæðastjórnun er kostur
 • Góð samskiptahæfni og öguð vinnubrögð
 • Góð íslensku og ensku kunnátta í ræðu og riti

Starfsstöð: Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2022. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga R. Eyjólfsdóttir forstöðumaður Öryggisstjórnunar, [email protected]

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.