Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.

Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.

Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. 

AUGLÝST STÖRF

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

 

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt. 

Sækja um

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf næstkomandi sumar. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum.

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia. 

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa.

Þetta er umsókn um starf í farþegaakstur

Starfsfólk í farþegaakstri á Keflavíkurflugvelli sinnir akstri með flugfarþega til og frá flugstæðum á Keflavíkurflugvelli. Önnur verkefni eru umhirða rútu, bíla og kerra ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meiraprófi D-réttindi fyrir farþegaakstur og kostur er að vera með vinnuvélapróf. Í farþegaakstri er unnið samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi.

Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst. 

Nánari upplýsingar um Isavia má finna á heimasíðu okkar. 

Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected] 

Sækja um

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf næstkomandi sumar. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia. 

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa. 

Þetta er umsókn um starf matreiðslumanns/nema í mötuneyti Isavia  

Matreiðslumaður eða nemi annast matseld í mötuneyti Isavia á Keflavíkurflugvelli, undirbúningur og frágangur matvæla í eldhúsi og útbýr veitingar vegna funda ásamt því að bera ábyrgð á að ræstingu sé framfylgt í samstarfi við rekstrarstjóra. Isavia býður upp á glæsilegt mötuneyti fyrir starfsfólk og samstarfsaðila á Keflavíkurflugvelli. Við leitum nú að metnaðarfullum og þjónustulunduðum matreiðslumanni eða matreiðslunema í afleysingar í mötuneytinu okkar í sumar. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, góður í mannlegum samskiptum og hefur metnað til að vinna í glæsilegu mötuneyti á fjölbreyttum og líflegum vinnustað. . Um fullt starf er að ræða í vaktavinnu frá 15. apríl til 1. nóvember 2023.

Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst. 

Nánari upplýsingar um Isavia má finna á heimasíðu okkar. 

Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected] 

 

Sækja um

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og fullt starf næstkomandi sumar. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia. 

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa. 

Þetta er umsókn um starf aðstoðarfólks í mötuneyti 

Starfsfólk í mötuneyti Isavia annast matreiðslu í samráði við matreiðslumann, sjá um tilfallandi innkaup,aðstoða við undirbúning funda, annast frágang, uppvask og dagleg þrif á eldhúsi og matsal og taka á móti vörum og ganga frá á lager. Isavia býður upp á glæsilegt mötuneyti fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Við leitum nú að metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingi til starfa við aðstoð í eldhúsi í sumar. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, góður í mannlegum samskiptum og hefur metnað til að byggja upp glæsilegt mötuneyti á fjölbreyttum og líflegum vinnustað. Aðstoðarfólk í eldhúsi annast frágang í mötuneyti, uppþvotti og þrifum ásamt því að aðstoða matreiðslumann við undirbúning og framleiðslu. Um fullt starf er að ræða í vaktavinnu og er vinnutími frá 10 - 22. 

Æskileg hæfni er áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð , snyrtimennska, rík þjónustulund, sjálfstæði, sveigjanleiki í samskiptum og skipulögð vinnubrögð. 

Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst. 

Nánari upplýsingar um Isavia má finna á heimasíðu okkar. 

Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected] 

Sækja um

Isavia ANS er framsækið fyrirtæki sem hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem sinnir starfi sínu af alúð og áhuga. Við leggjum áherslu á starfsánægju og að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna sínu starfi og tækifæri til að þróast. 

Við leitum eftir starfsfólki sem sýnir frumkvæði, er sjálfstætt í vinnubrögðum, er jákvætt og hefur góða samskiptahæfileika.

Þau sem hafa áhuga á að starfa í góðu starfsumhverfi með góðum samstarfsfélögum eru hvött til að sækja um starf.


Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en þeir sem koma til greina í störf sem losna fá boð um atvinnuviðtal. 

Almenn umsókn um starf hjá okkur kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt. 

Sækja um

Við leitum nú að reyndum og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu yfirlögfræðings fyrir Isavia og dótturfélög. Við leitum að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi sem hefur gaman af því að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir á hverjum degi. Starfsumhverfið er fjölbreytilegt og framtíðin spennandi og skemmtileg. 

Helstu verkefni: 

  • Ábyrgð á því að góðum stjórnarháttum sé fylgt í hvívetna 
  • Málsmeðferð mála sem snúa að almennri stjórnsýslu og tengjast eignarhaldi 
  • Þátttaka í mótun lagaumhverfis sem Isavia starfar í 
  • Ábyrgð á gerð umsagna til kæru- og eftirlitsstjórnvalda 
  • Ábyrgð og utanumhald um dómsmál sem Isavia er aðili að 
  • Utanumhald og eftirfylgni með frumvörpum og fyrirspurnum frá Alþingi 
  • Samskipti við opinbera aðila um lögfræðileg atriði 
  • Regluvarsla fyrir samstæðuna 

Hæfniskröfur: 

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði 
  • Amk 10 ára starfsreynsla í sambærilegum verkefnum 
  • Þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu og almennra stjórnarhátta 
  • Þekking á gerð lagafrumvarpa 
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum  
  • Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður  
  • Hæfni til að leiðbeina og stýra verkefnum
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli, á bæði íslensku og ensku. 

Starfsstöð er í Hafnarfirði. 

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 2.apríl 2023. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Sverrisdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, í gegnum netfang [email protected] 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. 

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Við óskum eftir að ráða jákvæðan og áhugasaman rafvirkja til starfa í Raftækniþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttu og lifandi umhverfi og taka þátt í uppsetningu, viðhaldi og rekstri á ýmsum búnaði sem notaður er í flugstöðinni. Rafvirki mun meðal annars starfa við verkefni tengd aðgangsstýringa- og myndavélakerfum, sprengjuleitar- og gegnumlýsingarvélum, málmleitarhliðum, landgöngubrúm o.fl.

Helstu verkefni:

  • Fyrirbyggjandi viðhald á búnaði og kerfum
  • Bilanagreining og viðgerðir
  • Skráning viðhaldssögu búnaðar og kerfa

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í rafvirkjun eða sambærilegt
  • Þekking á iðnstýringum er kostur
  • Reynsla úr stóriðju eða iðnaði er kostur
  • Reynsla af gagnavinnu er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Umsóknarfrestur er til og með 2.apríl 2023.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Máni Ingólfsson, í gegnum netfang [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Isavia leitar að metnaðarfullum kerfisstjóra með þekkingu á rekstri tölvukerfa til að starfa í kerfisrekstri fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Starfið er spennandi og krefjandi, og starfsumhverfið er líflegt, alþjóðlegt og síkvikt.  

Helstu verkefni : 

  • Kerfisstjórnun, innleiðing og uppsetning nýrra kerfa og lausna fyrir Isavia og dótturfélög fyrirtækisins. Áhersla er á myndavélakerfi, aðgangsstýringarkerfi og kerfi er tengjast flugvallarstarfsemi.  
  • Daglegur rekstur upplýsingatæknikerfa fyrirtækisins og dótturfélaga  

 Hæfniskröfur:   

  • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði, Microsoft gráður, sambærilegt nám eða reynsla  
  • ·Reynsla af rekstri og innleiðingu tölvukerfa  
  • ·Góð kunnátta í íslensku og ensku  

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. 

Umsóknarfrestur er til og með 12.apríl 2023. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Heimir Gunnlaugsson, forstöðumaður kerfisrekstrar, í gegnum netfangið [email protected] 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. 

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

 

 

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

  • Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.