Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.

Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.

Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. 

AUGLÝST STÖRF

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

 

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt. 

Sækja um

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf næstkomandi sumar.  

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia.  

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa. 

Þetta er umsókn um starf í APOC sem er stjórnstöð Keflavíkurflugvallar. 

Aðilar sem starfa í APOC þurfa að hafa góða munnlega og skriflega kunnáttu í ensku og íslensku og búa yfir mjög góðri tölvukunnáttu. Mikilvægt er að starfsmenn APOC búi yfir framúrskarandi samskiptahæfni, nákvæmum vinnubrögðum og góðri rökhugsun. Í APOC er unnið samkvæmt 5-5-4 vaktakerfinu á 12 tíma dag- og næturvöktum.  

 

Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst. 

Nánari upplýsingar um Isavia má finna hér á heimasíðu okkar. 

Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected] 

 

Sækja um

Við óskum eftir að ráða verkefnastjóra til að stýra verkefnum við flugstöðvabyggingar innan framkvæmdadeildar Isavia á Keflavíkurflugvelli. Verkefnastjóri ber ábyrgð á fjárfestingaverkefnum frá hönnun og í gegnum framkvæmdir á verkstað. Auk þess ber hann ábyrgð á að hönnun sé í samræmi við kröfur hverju sinni. Starfið felur í sér mikil samskipti við hönnuði, ráðgjafa, verktaka og aðra aðila sem koma að verkefnum og krefst þess að unnið sé samkvæmt ferlum Isavia um fjárfestingarverkefni og því er gott skipulag lykilatriði. Verkefni framkvæmdardeildar eru margvísleg og eiga það öll sameiginlegt að vera gríðarlega stór og spennandi. Verkefnin henta bæði þeim sem hafa reynslu í faginu og hafa nýlokið háskólaprófi. 

Helstu verkefni: 

 • Umsjón og ábyrgð á framkvæmdaverkefnum frá hönnun til reksturs 
 • Miðla og stýra upplýsingum milli hagaðila sem koma að verkefninu 
 • Útboð og öflun tilboða í samvinnu við Innkaupadeild Isavia 
 • Umsjón og ábyrgð á fjárfestingarverkefnum frá hönnun til framkvæmdar og afhendingar til reksturs 
 • Samræming á störfum hönnuða, verktaka og utanumhald á gögnum sem snúa að daglegum rekstri verkefna 
 • Samræma framkvæmdir verktaka 
 • Verkefnismat við verklok framkvæmdar  
 • Utanumhald og uppfærsla á mánaðarskýrslum fjárfestingaverkefna 
 • Þátttaka í verkefnum sem unnin eru þvert á svið Isavia  

Hæfniskröfur:  

 • Háskólamenntun í byggingarfræði, verk- eða tæknifræðimenntun er skilyrði eða samsvarandi menntun 
 • Reynsla af verkefnastjórn í mannvirkjagerð er kostur  
 • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð   
 • Góð samskiptahæfni 
 • Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2023. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jóhannes B. Bjarnason, deildarstjóri framkvæmdadeildar, í gegnum netfang [email protected] eða í síma 8629767.  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.                                                                                                                                               


 

Sækja um

Isavia leitar að öflugum liðsauka til að sinna viðhaldi á tæknibúnaði sem er í eigu deild Mannvirkja og Innviða. Við bjóðum upp á spennandi og fjölbreytt verkefni í einstöku starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli. Starfið yrði hluti af deild Sérhæfðs viðhalds Isavia sem sér um viðhald á rafmagnsbúnaði flugstöðvarinnar.  

Isavia útvegar öll verkfæri, vinnufatnað, síma og það sem þarf til að sinna starfinu. 

Helstu verkefni: 

 • Almenn rafvirkjastörf  
 • Viðhald búnaðar 
 • Uppsetning búnaðar 
 • Skráning viðhaldssögu  
 • Bilanagreiningar 
 • Önnur tilfallandi verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Sveinspróf í rafeinda- eða rafvirkjun eða önnur sambærileg menntun 
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti 
 • Góð almenn tölvukunnátta 
 • Metnaður og vandvirkni í starfi 
 • Öryggisvitund og fagmennska 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli, vinnutíminn er 8-16 virka daga. 

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.  

Umsóknarfrestur er til og með 10.desember 2023.  

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Gunnarsdóttir, í gegnum netfang [email protected]. 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.   

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Við leitum að áhugasömum liðsfélögum til að sinna verkefnum í vopna-og öryggisleit í millilandarflugi ásamt eftirliti á Akureyrarflugvelli. Um er að ræða dag-, kvöld- og helgarvinnu Umsækjendur þurfa að geta setið vikulangt námskeið í febrúar 2024 og standast bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftarsvæði flugverndar. Störfin eru hlutastörf og unnin í tímavinnu.

Hæfniskröfur

 • Aldurstakmark 20 ára
 • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
 • Rétt litaskynjun
 • Þjónustulund og metnaður í starf

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.   

Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftarsvæði flugverndar.  

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember. 2023

Upplýsingar um störfin veitir Svala Rán Aðalbjörnsdóttir, hópstjóri flugverndar [email protected] og sími 863 6903


Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.