Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hefa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs á Norður Atlantshafi.

Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi  hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.  

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Við leitum að einstaklingi til að halda utan um skipulagsmál á Keflavíkurflugvelli. Um áhugavert og fjölbreytt starf er að ræða í lifandi umhverfi. Mikil uppbyggingaráform eru í flugvallarsamfélaginu og þurfum við öflugan og framsýnan einstakling sem er tilbúinn í að þróa skipulag Keflavíkurflugvallar í takt við þau. 

Helstu verkefni:

 • Yfirumsjón með skipulagsmálum flugvallarsvæðis A, Keflavíkurflugvelli  
 • Sér um undirbúning skipulagsgerðar, grenndarkynningu og skipulagstillögu
 • Sér um að skipulagsgögn og málsmeðferð uppfylli ákvæði skipulagsreglugerðar og að unnt sé að framfylgja ákvæðum annarra laga og reglugerða sem við geta átt
 • Samstarf við aðila sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála á Keflavíkurflugvelli og í nærsamfélaginu
 • Gefur út framkvæmdaleyfi og hefur eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum 
 • Sér um útsetningar lóða og skráningu lands/lóða

Hæfniskröfur:

 • Menntun og sérhæfing skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
 • Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði
 • Þekking og reynsla af stjórnun og áætlanagerð æskileg
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
 • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
 • Góð íslensku og ensku kunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti

 

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember. 

Nánari upplýsingar veitir Stefán Jónsson forstöðumaður skipulagsdeildar Keflavíkurflugvallar, [email protected] 

Ef þú vilt taka þátt í að skipuleggja Keflavíkurflugvöll með okkur í sátt við samfélagið þá hlökkum við til að fá umsókn frá þér.

 

Sækja um

Isavia leitar að öflugum og traustum starfsmanni í starf umsjónarmanns öryggiskerfa. Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu af rekstri öryggiskerfa og hefur mikinn áhuga á að starfa í fjölbreytilegu umhverfi á Keflavíkurflugvelli.

Umsjónarmaður öryggiskerfa hefur umsjón með aðgangsstýringu, myndaeftirlits-, öryggis-, hljóð- og brunakerfum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Umsjónarmaður sér um daglega umsýslu ofangreindra kerfa ásamt því að veita nauðsynlegt framlag við ákvarðanatöku innan sviðsins um viðbætur, endurnýjun og fjárfestingar á búnaði.

Um fullt starf er að ræða og starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Helstu verkefni:

 • Rekstur og umsjón öryggiskerfa á Keflavíkurflugvelli
 • Gerð og eftirfylgni rekstrar- og viðhaldsáætlana
 • Úrvinnsla öryggisgagna
 • Samskipti við notendur, birgja og aðra aðila
 • Ráðgjöf og ákvarðanataka varðandi notkun búnaðar
 • Innkaup og aðstoð við gerð útboðslýsinga
 • Verkefnastjórn

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Nám á sviði rafeindavirkjunar, rafvirkjunar, kerfisfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af rekstri öryggiskerfa skilyrði
 • Reynsla af gerð rekstrar- og viðhaldsáætlana
 • Reynsla af verkefnastjórn og ferlavinnu
 • Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
 • Gott vald á ensku í ræðu og riti

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Maren Lind Másdóttir forstöðumaður Mannvirkja og innviða, í gegnum netfangið [email protected]

Sækja um

Isavia leitar að metnaðarfullum leiðtoga í hlutverk deildarstjóra byggingadeildar. Óskað er eftir einstaklingi sem hefur reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi bygginga og hefur brennandi áhuga á að starfa í spennandi og síbreytilegu umhverfi á alþjóðaflugvelli.

Deildarstjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri byggingadeildar en hlutverk deildarinnar er að reka og viðhalda byggingum Isavia á Keflavíkurflugvelli í samræmi við þarfir viðskiptavina með skilvirkni og hagkvæmi að leiðarljósi. Byggingar á ábyrgðarsviði deildarinnar telja tæplega 140.000 fermetra og er Flugstöð Leifs Eiríkssonar stærsta byggingin (70.000m2) og er nú þegar hafin stækkun á henni um 20.000 fermetra. Starfið felur í sér mannaforráð.

Um fullt starf er að ræða og starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á daglegum rekstri bygginga
 • Gerð viðhaldsáætlana og eftirfylgni þeirra
 • Tryggir að lögbundin ákvæði séu uppfyllt, t.d. brunavarnir og byggingareglugerð
 • Fylgir eftir stefnu sviðsins um eignastýringu (Asset management)
 • Gerð rekstraráætlana og – spá deildarinnar
 • Ber ábyrgð á gerð leiðbeininga, ferla og verklagsreglna sem snúa að byggingum
 • Tryggir að gögn séu uppfærð og aðgengileg
 • Þátttaka og ráðgjöf við framkvæmdir

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði verkfræði eða byggingatæknifræði
 • Farsæl stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni
 • Reynsla af sambærilegu starfi við rekstur og viðhald bygginga og tæknikerfa
 • Frumkvæði, þjónustulund, skipulögð vinnubrögð og framúrskarandi samskiptafærni
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Geta til að tjá sig faglega á ensku, í rituðu og mæltu máli

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Maren Lind Másdóttir forstöðumaður Mannvirkja og innviða, í gegnum netfangið [email protected]

Sækja um

Við leitum að jákvæðum og skipulögðum einstaklingi til að sjá um skjalavörslu hjá Isavia og dótturfyrirtækjum. Skjalafulltrúi vinnur náið með skjalastjóra og sinnir jafnframt daglegri aðstoð við starfsfólk samstæðunnar um skjalamál og veitir upplýsingar um reglur sem um þau gilda.  

Skjalastjóri tilheyrir innkaupa- og lögfræðideild á sviði Fjármála- og mannauðs.

Helstu verkefni:

 • Móttaka, skráning, varðveisla og miðlun skjala  
 • Umsjón með rafrænni vistun skjala
 • Ráðgjöf og stuðningur til starfsfólks um verklag við skjalamál
 • Önnur verkefni í samráði við yfirmann

 Hæfniskröfur:  

 • Reynsla af skjalavörslu og frágangi skjala í skjalavistunarkerfi hjá skilaskyldum aðila 
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
 • Þekking á OneSystems skjalavistunarkerfi er kostur
 • Góð tungumálakunnátta í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum

 Starfsstöð: Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember

Nánari upplýsingar veitir Eyþóra Kristín Geirsdóttir forstöðumaður innkaupa- og lögfræðideildar, [email protected]  

Sækja um

Isavia leitar að áhættustjóra á svið Fjármála- og mannauðs. Áhættustjóri heldur utan um heildstæða áhættustýringu hjá félaginu (ERM). Viðkomandi sér til þess að framkvæmdar séu áhættugreiningar og áhættumöt ásamt því að viðeigandi mótvægisaðgerðir séu valdar. Það er einnig hlutverk áhættustjóra að sjá til þess að ákvarðanir hvað varðar áhættu séu teknar með hliðsjón af fyrirliggjandi áhættustefnu og áhættuvilja. Áhættustjóri skilgreinir form og efni áhættugreininga og sinnir utanumhaldi á áhættuskrá á einslægan máta fyrir ólík svið félagsins. Áhættustýring hjá félaginu nær yfir heildarstarfsemi móðurfélags og einnig eftir atvikum til dótturfélaga.

 Helstu verkefni:

 • Framfylgja áhættustefnu og áhættuvilja félagsins
 • Utanumhald um flokkun áhættuþátta og heldur áhættuskrá uppfærðri
 • Fylgist með og upplýsir framkvæmdastjóra um þróun lykiláhættuþátta félagsins
 • Eftirfylgni með úrvinnslu mótvægisaðgerða
 • Upplýsingagjöf til hagaðila (framkvæmdastjóra/forstjóra/stjórnar)
 • Önnur tilfallandi verkefni

 Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á hugmyndafræði heildstæðrar áhættustýringar skilyrði
 • Skilningur á samspili áhættuþátta og eftirlitsaðgerða
 • Reynsla af sambærilegum verkefnum sem krefjast rökhugsunar
 • Gott hæfi til mannlegra samskipta
 • Nákvæmni í vinnubrögðum

Starfsstöð: Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri á netfanginu [email protected]

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.