Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.

Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.

Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. 

AUGLÝST STÖRF

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

 

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt. 

Sækja um

Isavia ANS er framsækið fyrirtæki sem hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem sinnir starfi sínu af alúð og áhuga. Við leggjum áherslu á starfsánægju og að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna sínu starfi og tækifæri til að þróast. 

Við leitum eftir starfsfólki sem sýnir frumkvæði, er sjálfstætt í vinnubrögðum, er jákvætt og hefur góða samskiptahæfileika.

Þau sem hafa áhuga á að starfa í góðu starfsumhverfi með góðum samstarfsfélögum eru hvött til að sækja um starf.


Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en þeir sem koma til greina í störf sem losna fá boð um atvinnuviðtal. 

Almenn umsókn um starf hjá okkur kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt. 

Sækja um

Isavia auglýsir eftir árangursdrifnum og framsýnum leiðtoga til að leiða vinnuöryggis- og heilsuverndarmál hjá Isavia. Deildin, Vinnuöryggi og heilsuvernd, heyrir undir Öryggisstjórnun sem er eining innan þjónustu- og rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar. Markmið deildarinnar er að stuðla að framúrskarandi vinnuöryggis- og heilsuverndarmenningu innan Isavia. Við leitum að aðila til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun málaflokksins innan fyrirtækisins með sterkri sýn. Isavia ohf. er með vottað vinnuöryggis- og heilsuverndarkerfi skv. ISO 45001

Helstu viðfangsefni

  • Ber ábyrgð á forvörnum og áframhaldandi uppbyggingu, viðhaldi, þróun vinnuöryggis- og heilsuverndarmála fyrirtækisins
  • Ráðgjöf, þjálfun og fræðsla til starfsfólks og stjórnenda um að koma auga á, meta og stjórna áhættum í starfsumhverfinu
  • Samskipti og upplýsingagjöf til hagaðila í flugvallarsamfélaginu

Hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptafærni, sjálfstæði í starfi, þjónustulund og áreiðanleiki eru skilyrði
  • Brennandi áhugi og farsæl reynsla í öryggis-, heilsu- og forvarnarstarfi 
  • Þekking á ISO 45001 er kostur
  • Umbótasinnað hugarfar og frumkvæði til verka

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2023.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Auður Ýr Sveinsdóttir forstöðumaður Öryggisstjórnunar, [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Isavia leitar að metnaðarfullum, drífandi og skipulögðum einstaklingi til að ganga til liðs við mannauðsteymi fyrirtækisins.

Í mannauðsteymi Isavia starfar öflugt teymi sem leggur sitt að mörkum við að skapa vinnustað sem er áhugaverður og líflegur en á sama tíma öruggur þar sem bæði stjórnendur og starfsfólk láta sig varða um vellíðan hvers annars.

Umsækjendur þurfa að hafa gaman af því að vinna í teymi og hafa leikgleðina að leiðarljósi.

Helstu verkefni: 

  • Ráðgjöf og þjónusta við stjórnendur og starfsfólk vegna mannauðsmála
  • Utanumhald og þátttaka í ráðningum og móttöku nýs starfsfólks
  • Verkefnastjórnun verkefna tengd mannauðsmálum
  • Ýmis mannauðstengd verkefni í samvinnu við mannauðsstjóra og mannauðsteymi

Hæfniskörfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. mannauðsstjórnun eða sálfræði er skilyrði
  • Starfsreynsla í mannauðsmálum er skilyrði
  • Haldbær reynsla af úrlausn starfsmannatengdra mála
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og kraftur til að hrinda hugmynd í framkvæmd
  • Umbótamiðuð hugsun og framsýni
  • Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli eða í Hafnarfirði

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.   

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2022. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Brynjar Már Brynjólfsson, í gegnum netfangið [email protected]  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.  

 

Sækja um

Isavia leitar eftir öflugum og jákvæðum bifvéla- eða vélvirkja í teymi starfsfólks á vélaverkstæði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Vélaverkstæðið er staðsett í þjónustuhúsi Isavia á Eystra hlaði en starfsfólk þess sér um fjölda krefjandi og skemmtilegra verkefna í líflegu umhverfi.

Vélaverkstæði er hluti af flugvallarþjónustu Keflavíkurflugvallar sem annast daglegan rekstur athafnasvæða flugvallarins. Starfsemi flugvallarþjónustunnar felst í viðhaldi og eftirliti með athafnasvæðum loftfara, björgunar- og slökkviþjónustu, snjóruðningi og hálkuvörnum, auk reksturs vélaverkstæðis. Í deildinni starfa rúmlega 70 manns.

Um full starf er að ræða, unnið er í dagvinnu.

Helstu verkefni:

  • Viðgerðir, viðhald og eftirlit á bílum, vélum og tækjum flugvallarins.
  • Skráning í viðhaldsbækur.
  • Nýsmíði í máli, rennismíð, suðuvinna og viðgerðir á gömlu efni.
  • Þátttaka í vetrar- og sumarvinnu, m.a. snjóruðningur, ísingavarnir og öðrum verkefnum flugvallarþjónustu eftir þörfum.
  • Önnur verkefni sem snúa að viðhaldi og rekstri flugvallarins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Vinnuvélaréttindi eru kostur. 
  • Menntun í bifvélavirkjun eða annarri sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Haldgóð reynsla í viðgerðum bíla, véla og stærri tækja. Reynsla af rafmagns-, glussa- og tölvukerfum í bílum og tækjum er kostur.
  • Góð tölvuþekking

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2023.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Húnbogason, verkstæðisformaður, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Við óskum eftir að ráða sjálfstæðan og árangursdrifinn einstakling í starf sérfræðings farangurskerfa. Starfið felst í að hafa umsjón með farangurskerfi Keflavíkurflugvallar í samstarfi og samráði við viðhaldsdeild kerfisins. Viðkomandi mun einnig sinna greiningum á viðhaldsgögnum og vinna að umbótaverkefnum farangurskerfisins með það að markmiði að hámarka áreiðanleika þess. 

Helstu verkefni eru m.a.: 

  • Umsjón með farangurskerfi 
  • Þátttaka í viðhaldi, uppbyggingu og framtíðarþróun farangurskerfisins 
  • Umsjón með viðhaldsáætlunum í samstarfi við viðhaldsteymi 
  • Greining viðhaldsgagna og umbótastarf 
  • Samskipti við innri og ytri hagaðila 
  • Skipulag og utanumhald á innkaupum og varahlutalager 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Menntun í tækni- eða verkfræði skilyrði 
  • Reynsla af gagnavinnslu kostur 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Reynsla af gerð kostnaðaráætlana kostur 
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. 

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.   

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 11.júní 2023. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jón Haraldsson deildarstjóri Vélræns búnaðar, í gegnum netfangið [email protected]  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Við leitum eftir einstaklingi í starf sérfræðings í kortagerð í upplýsingaþjónustu flugmála. Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem hefur umsjón með, kortagerð hönnun flugferla og upplýsingaþjónustu flugmála. Upplýsingarþjónusta flugmála hjá Isavia ANS er ábyrg fyrir flugmálagögnum og flugmálaupplýsingum innan íslenska flugstjórnarsvæðisins. Að auki annast deildin hönnun flugferla og kortagerð fyrir flug .

Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem sjálfstæði og skipulagshæfileikar fá að njóta sín

Leitað er að einstaklingi með góða samskiptahæfni ásamt öruggri og þægilegri framkomu. 

 Helstu verkefni:

  • Umsjón með vinnslu flugkorta
  • Önnur tengd verkefni hjá upplýsingaþjónustu flugmála

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tækni er kostur
  • Flugtengd þekking og reynsla er kostur
  • Reynsla af gagnagrunnum er kostur
  • Reynsla af upplýsingaþjónustu flugmála er kostur
  • Góð íslensku eða ensku kunnátta, rit og talmál

Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2023.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Ólafsson, deildarstjóri, í gegnum netfangið [email protected]

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

  • Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.