Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hefa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs á Norður Atlantshafi.

Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi  hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.  

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Isavia leitar að lausnamiðuðum einstaklingi með meiraprófsréttindi sem hefur áhuga á flugvöllum og rekstri flugvalla til að sinna skemmtilegum verkefnum á Keflavíkurflugvelli.

 

Helstu verkefni:

 • Eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum.
 • Eftirliti, viðhaldi á vélbúnaði og tækjum
 • Björgunar- og slökkviþjónusta
 • Umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna sem og önnur störf tengd rekstri flugvallarins
 • Viðhald flugvallar og umhverfi hans
 • Ýmis tækjavinna


Hæfniskröfur:

 • Almenn ökuréttindi og meirapróf er skilyrði
 • Stóra vinnuvélaprófið er kostur
 • Reynsla af slökkvistörfum er kostur
 • Iðnmenntun (bifvélavirki/vélvirki eða önnur iðnmenntun) sem nýtist í stari er kostur
 • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunn tölvukunnáttu


Við hvetjum aðila til að sækja um sem allra fyrst þar sem unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast og viðtöl munu hefjast áður en umsóknarfrestur rennur út.


Starfsstöð: Keflavík


Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2021


Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson, forstöðumaður flugvallarþjónustu, [email protected]

Sækja um

Við óskum eftir að ráða starfsfólk í farþegaþjónustu Keflavíkurflugvallar. Helstu verkefni eru PRM þjónusta, flæðisstýring, upplýsingagjöf til farþega sem og eftirlit með innritunarbúnaði. Í PRM þjónustu felst aðstoð við einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél. 

Hæfniskröfur:

 • Aldurstakmark 18 ár
 • Góð færni í íslensku og ensku, þriðja tungumál er kostur
 • Reynsla af umönnunarstörfum er kostur
 • Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum

Við leitum að einstaklingi með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund sem tekur fagnandi á móti fjölbreyttum verkefnum sem upp koma á Keflavíkurflugvelli. Við hlökkum til að fá umsókn frá þér og fá þig með okkur í að vera hluti af góðu ferðalagi. 

Við hvetjum aðila til að sækja um sem allra fyrst þar sem unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast og viðtöl munu hefjast áður en umsóknarfrestur rennur út.

Umsækjendum sem verður boðið starf þurfa að skila inn sakavottorði og standast bakgrunnsathugun.

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 22.ágúst n.k.

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.