Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Meðferð umsókna

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Við óskum eftir að ráða sumarstarfsfólk í flugvernd. Starf flugöryggisvarða felst í öryggisleit farþega og farangurs ásamt eftirliti á Keflavíkurflugvelli og á flughlöðum. Starfið er unnið í vaktavinnu. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu í lok sumars.

Hæfniskröfur

 • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góð samstarfshæfni í hóp
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og mæltu máli
 • Rétt litaskynjun
 • Aldurstakmark 20 ár

Starfsstöð: Keflavík

Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs.

Við leitum að einstaklingi með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund. Við hlökkum til að fá umsókn frá þér og fá þig með okkur í að vera hluti af góðu ferðalagi.

Sækja um

Isavia Innanlandsflugvellir óskar eftir að ráða einstakling í flugvallarþjónustu Bíldudalsflugvallar. Starfið felur í sér eftirlit og viðhald á flugvallarmannvirkjum og tækjum. Umsjón og framkvæmd snjóruðnings, hálkuvarna og samskipta við flugvélar um flugradíó, AFIS. Björgunar og slökkviþjónusta er einnig hluti af starfinu. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna. Þjálfunin tekur u.þ.b. þrjá mánuði. Auk þess þarf að standast læknisskoðun og þrekpróf.

Hæfniskröfur:

 • Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur
 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Reynsla af slökkvistörfum og snjóruðningi er kostur
 • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
 • Gott vald á íslensku og ensku

Unnið er á vöktum og er vaktakerfið mjög fjölskylduvænt. Gert er ráð fyrir að unnið sé í tæpa 7 daga og frí í 7daga. Unnið er á 8 klst vöktum.

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Magnússon umdæmisstjóri, [email protected]

Sækja um

Isavia leitar að öflugum og metnaðarfullum vefstjóra til að hafa umsjón með vefjum Isavia, Keflavíkurflugvallar og dótturfélaga. Viðkomandi þarf að hafa ástríðu og óþrjótandi áhuga á því að bæta vefviðmót Isavia, því starfið felur í sér að hafa umsjón með framsetningu og uppbyggingu vefja og sjálfvirknilausna einingarinnar. Leitað er að einstaklingi sem getur greint ferðalag viðskiptavina á vefsíðum félagsins til að hámarka notendaupplifun og séð til þess að vefirnir séu notendavænir, vel hannaðir og endurspegli stefnu félagsins. Vefstjóri ber enn fremur ábyrgð á efnisstefnu, ritstjórn og framsetningu efnis í vefumhverfi og er í nánum samskiptum við þá sem að vefnum koma.

Starfið er spennandi og krefjandi og starfsumhverfið er líflegt, alþjóðlegt og síkvikt.

Helstu verkefni:

 • Stefnumótun á netmiðlum Isavia
 • Verkefnastýring á vef- og viðmótstengdum verkefnum
 • Umsjón með efni og þróun innri og ytri vefjum Isavia
 • Ritstjórn og efnisvinna
 • Þróun vefsvæða og hámörkun notendaupplifunar
 • Eftirfylgni með lykilmælikvörðum og greining á nethegðun á miðlum Isavia

Hæfniskröfur:

 • Mikil reynsla og þekking af vefstjórnun og þróun notendaviðmóta
 • Þekking á stefnumótun netmiðla og verkstjórn
 • Reynsla af vefumsjónarkerfum
 • Reynsla af textaskrifum, góð íslensku- og enskukunnátta
 • Þekking á markaðssetningu á netinu, leitarvélabestun og vefgreiningakerfi er kostur
 • Brennandi áhugi og ástriða fyrir vefmálum og nýjungum í markaðssetningu
 • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustudrifið hugarfar

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur og Dalshraun 3 í Hafnarfirði

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2021

Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Rún Guðjónsdóttir, forstöðumaður viðskipta og markaðsmála, [email protected]

Sækja um

Við óskum eftir að ráða einstakling til að verkefnastýra fjölbreyttum og krefjandi tæknilegum verkefnum hjá Stafrænni þróun. Tæknilegur verkefnastjóri sér um að þarfagreina og veita öðrum deildum og sviðum innan Isavia ráðgjöf við val á tæknilausnum. Hann er í samskiptum við tæknibirgja, forritara eða hugbúnaðarfyrirtæki sem þjónusta Isavia. Við leitum að umbótamiðuðum einstakling, með framúrskarandi samskiptahæfni og brennandi áhuga á stafrænum og snjöllum lausnum.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, tölvunar- eða hugbúnaðarverkfræði er mikill kostur
 • Þekking og reynsla af hugbúnaðarþróun og upplýsingatækni
 • Reynsla af að vinna með Agile aðferðarfræðinni
 • Reynsla af því að leiða umfangsmikil þróunarverkefni og teymi
 • Góð reynsla á þarfagreiningu og skilgreiningu verkefna
 • Góð hæfni í samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þekking og reynsla af hugbúnaðarprófunum er kostur
 • Þekking og reynsla af vinnustofum eða Hönnunarsprettum er kostur

Stafræn þróun er nýleg deild innan sviðsins Stafræn þróun og upplýsingatækni og sinnir því hlutverki að leiðbeina og styðja við þarfir rekstrareininga Isavia þegar kemur að tæknilausnum. Okkar hlutverk er að skapa stafrænan vettvang og sterka innviði til að auðvelda samvinnu, auka sjálfbærni og bæta þjónustu

Starfsstöð: Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí.

Nánari upplýsingar veitir Raquelita Aguilar forstöðumaður Stafrænnar þróunar, [email protected]

Ef þú vilt taka þátt í starfrænum umbreytingum með sérfræðingum á sínu sviði og skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum þá hlökkum við til að fá umsókn frá þér.

Sækja um

Isavia leitar að lögfræðingi sem býr yfir ríkum umbótavilja og hugmyndaauðgi og er tilbúinn að stíga af krafti inn í metnaðarfullt teymi viðskipta og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á útboðs- og þróunarverkefnum þar sem starfið snýst meðal annars um umsjón útboða á sérleyfissamningum og stjórnun samningsgerða. Einnig mun viðkomandi starfa náið með lögfræðideild Isavia þegar kemur að almennri lagalegri ráðgjöf fyrir eininguna. Viðskipta- og markaðsmálateymið hefur umsjón með öllum óflugtengdum tekjulindum Keflavíkurflugvallar. Teymið sér því um alla sérleyfissamninga við viðskiptafélaga á við verslanir, veitingastaði, bílaleigur, rútur o.s.frv. Við leitum að lögfræðingi sem hefur gott viðskiptavit og víðtæka þekkingu á þeim útboðsleiðum sem hámarka tekjur fyrir Keflavíkurflugvöll og skapa samtímis sem besta upplifun og hámarka gæðin sem standa farþegum til boða. Viðkomandi yrði jafnframt ráðgefandi fyrir starfsfólk einingarinnar með þá samninga sem eru í rekstri nú þegar, og tæki enn fremur virkan þátt í þróun viðskiptatækifæra fyrir Keflavíkurflugvöll. Starfið er krefjandi og skemmtilegt og atvinnuumhverfið er fjölbreytt og síkvikt.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Útboðsverkefni, s.s. verkefnastýring, greiningavinna, gagnaöflun og textagerð
 • Gerð og rýni útboðsgagna fyrir sérleyfissamninga
 • Gerð sérleyfis- og húsaleigusamninga
 • Utanumhald samninga, skráning og ábyrgð á eftirfylgni
 • Lögfræðileg ráðgjöf og vinna vegna verkefna einingarinnar
 • Stefnumörkun fyrir útboðsleiðir og markviss þróun þeirra leiða
 • Þátttaka í þróun og umbótum er varða málefni einingarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólagráða í lögfræði, framhaldsmenntun æskileg
 • Háskólamenntun eða reynsla á sviði viðskipta er kostur
 • Þekking og reynsla á sviði opinberra innkaupa er kostur
 • Þekking og reynsla á sviði samkeppnislaga er kostur
 • Hæfni í verkefnastýringu og geta til að vinna í teymi
 • Mikil hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
 • Framúrskarandi samskiptafærni, þjónustudrifið og lausnamiðað hugarfar

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur og Dalshraun Hafnarfirði

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2021

Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Rún Guðjónsdóttir, forstöðumaður viðskipta og markaðsmála, [email protected]

Sækja um

Isavia leitar að reyndum og metnaðarfullum kerfisstjóra með þekkingu á miðlægum Microsoft lausnum, sýndarhugbúnaði og skýjalausnum sem hluta af öflugu teymi í kerfisrekstri fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Starfið er spennandi og krefjandi og starfsumhverfið er líflegt, alþjóðlegt og síkvikt. 

Helstu verkefni :

 • Kerfisstjórnun, innleiðing og uppsetning nýrra kerfa og lausna fyrir Isavia og dótturfélög fyrirtækisins 
 • Daglegur rekstur upplýsingatæknikerfa fyrirtækisins og dótturfélaga 

Hæfniskröfur:

 • Að lágmarki fimm ára starfreynsla sem kerfisstjóri 
 • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði, Microsoft gráður, sambærilegt nám eða reynsla 
 • Reynsla af rekstri og innleiðingu tölvukerfa 
 • Góð þekking og reynsla af Microsoft lausnum, svo sem Active Directory, Microsoft 365 og Azure 
 • Þekking á VMware 
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku  

 Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2021.  

 Nánari upplýsingar veitir Heimir Gunnlaugsson, forstöðumaður kerfisrekstrar, [email protected]

Sækja um

Isavia innanlandsflugvellir óskar eftir að ráða einstakling í starf flugvallarstarfsmanns á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Flugvallarstarfsmaður sér um eftirlit og viðhald á flugvallarmannvirkjum og tækjum sem og önnur störf tengd rekstri flugvallarins. Auk þess felur starfið í sér björgunar og slökkviþjónustu, umsjón og framkvæmd snjóruðnings, hálkuvarna og flugleiðsöguþjónustu á flugvellinum. Umsækjandi þarf að vera heilsuhraustur og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgervis. 

Hæfniskröfur:

 • Meirapróf er skilyrði og vinnuvélapróf kostur
 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Góð tölvukunnátta og gott vald á íslenskri og enskri tungu
 • Þekking á björgunar- og slökkviþjónustu æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí nk.

Starfsstöð: Vestmannaeyjar

Nánari upplýsingar veitir Valgeir Ólason þjónustustjóri, [email protected]

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.