Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.

Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.

Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. 

AUGLÝST STÖRF

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hafa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.


Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína. 


Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Við leitum eftir árangursdrifnum og metnaðarfullum verkefnastjóra stafrænnar miðlunar í deild Markaðsmála og upplifunar. Á döfinni eru spennandi verkefni og því leitum við að réttum aðila í teymið sem er skapandi, með skipulagið á hreinu og brennur fyrir framsetningu stafræns markaðsefnis. Verkefnastjóri ber ábyrgð á samfélagsmiðlum Isavia og Keflavíkurflugvallar. Helstu verkefni eru mótun og framleiðsla á markaðsefni ásamt því að ritstýra og miðla áhugaverðum fréttum úr starfsemi félagsins á stafrænum vettvangi. Verkefnastjóri tekur einnig virkan þátt í fjölbreyttum verkefnum markaðsdeildar og að byggja upp ímynd Isavia og Keflavíkurflugvallar. 

Helstu verkefni: 

 • Ábyrgð og umsjón með samfélagsmiðlum Isavia og Keflavíkurflugvallar 
 • Hugmyndavinna, mótun og birting á efni fyrir stafræna miðla 
 • Textasmíð og ritstjórn fréttabréfs  
 • Samskipti við auglýsingastofu og samstarfsaðila 
 • Bestun markaðsaðgerða og rýni í hegðun neytenda 
 • Almenn þátttaka í fjölbreyttum verkefnum markaðsdeildar 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Háskólamenntun sem að nýtist í starfi 
 • Þekking á notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi  
 • Hæfni í textasmíð og góð ritfærni á íslensku og ensku 
 • Framúrskarandi skipulagsfærni 
 • Reynsla af greiningum og árangursmælinum 
 • Menningarlæsi, frumkvæði og góð samskiptahæfni 

Starfsstöð er í Hafnarfirði og Keflavíkurflugvöllur 

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.   

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 06. 12. 2022. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jón Cleon, deildarstjóri markaðsmála og upplifunar, í tölvupósti á netfangið [email protected].  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

 

Sækja um

Við leitum að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og jákvæðum aðila sem hefur drifkraft í að leiða krefjandi verkefni til að veita stafrænni þróun Isavia forstöðu. Viðkomandi mun leiða þróun og stefnumótun stafrænna lausna sem auka skilvirkni í rekstri félagsins og bæta þjónustu við samstarfsaðila Isavia á Keflavíkurflugvelli og starfsfólk félagsins.

Um er að ræða einstakt tækifæri til að leiða umbyltingu í stafrænni þróun og upplýsingatæknimálum Isavia til framtíðar. Leitað er að einstaklingi með reynslu á sviði stafrænnar þróunar til að ganga til liðs við öflugt stjórnendateymi á sviði Stafrænnar þróunar og upplýsingatækni, en sviðið er breytingaafl í stafrænni vegferð og upplýsingtæknimálum hjá Isavia. 

Starfið er spennandi í mjög hröðu og líflegu alþjóðlegu umhverfi á Keflavíkurflugvelli.

Framundan eru bæði spennandi og ögrandi verkefni fyrir metnaðarfullan einstakling sem vill láta til sín taka hjá fyrirtæki sem setur fyrirtækjamenningu og þjónustu viðskiptavina í fyrsta sæti.

Helstu verkefni:

 • Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri deildarinnar og starfsfólks
 • Þróun og mótun stafrænnar þróunar hjá Isavia samstæðunni
 • Þarfagreining, forgangsröðun verkefna og innleiðing snjallra lausna í samtarfi við annað starfsfólk Isavia

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Farsæl stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni
 • Þekking af stefnumótun og rekstri stafrænna þróunarmála
 • Brennandi áhugi og ástríða fyrir tækni, stafrænum lausnum og nýjungum í þeim efnum
 • Framúrskarandi samskiptafærni með þjónustudrifið og hvetjandi hugarfar
 • Hæfni til að koma auga á tækifæri til að innleiða stafrænar lausnir sem geta aukið skilvirkni, skapað nýjar tekjur eða dregið úr kostnaði.
 • Lausnamiðað, jákvætt og skapandi hugarfar.

Starfsstöð er í Hafnarfirði og á Keflavíkurflugvelli

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2022.

Frekari upplýsingar um starfið veita Bjarni Örn Kærnested ([email protected]), framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar og upplýsingatækni og Brynjar Már Brynjólfsson ([email protected]), Mannauðsstjóri.  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Isavia leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings. Um er að ræða starf við daglegan rekstur í tengslum við ásýnd Keflavíkurflugvallar. Deildin, Umhirða og ásýnd, er hluti af Þjónustu og samhæfingarsviði Isavia og ber ábyrgð á að viðhalda góðri ásýnd bæði innan og utan dyra í samræmi við markmið Keflavíkurflugvallar, auk þess að sinna rekstri ýmissa þjónustusamninga og starfa í samvinnu við aðrar einingar á Keflavíkurflugvelli.

Helstu verkefni

 • Verkefni, samskipti og utanumhald tengt þjónustusamningum deildarinnar.
 • Umsjón með ásýnd, innan- og utandyra, búnaði og úrbótum því tengdu.
 • Gagnavinnsla
 • Umsjón með gæðaúttektum.
 • Útdeiling verkefna
 • Aðkoma að þróunarvinnu og framtíðarhugmyndum í tengslum við stækkun og framkvæmdir í flugstöð Leifs Eiríkssonar
 • Staðgengill deildarstjóra.

Hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun eða önnur menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af rekstri og samningastjórnun er kostur
 • Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta. 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. Starfsstöð er í Keflavík

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jófríður Leifsdóttir, í gegnum netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.