Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hafa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.


Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína. 


Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Isavia leitar eftir kröftugum leiðtoga til að stýra viðskiptaþróun sem lítur að fasteignum og landi Keflavíkurflugvallar sem eru utan haftasvæðis.  Viðkomandi ber  ábyrgð á fasteignatekjum Keflavíkurflugvallar og á viðskiptasambandi við sérleyfishafa samgangna og leigutaka fasteignarýma. Hefur umsjón með framkvæmd samninga vegna aðstöðu á samningstíma og sér um upplýsingagjöf, eftirfylgni og samskipti við viðskiptavini, rekstrarleyfishafa, viðskiptafélaga, leigutaka og samstarfsaðila. 

Öflug og skemmtileg teymisvinna fer fram í deildinni og er góð samvinna við aðrar deildir.  

HELSTU VERKEFNI  

 • Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri og tekjum einingarinnar  
 • Gerð tekju- og kostnaðaráætlana og rekstrargreiningar fyrir deildina 
 • Öflun nýrra tekjustofna og stefnumótun fyrir úthlutun og verðlagningu á aðstöðu á flugvellinum 
 • Ábyrgð á viðskiptasambandi við rekstrarleyfishafa samgangna  
 • Ábyrgð á samningum við rekstrarleyfishafa, leigutaka fasteignarýma og samskipti við hagsmunaaðila 
 • Ábyrgð á viðskiptaþróun og tekjuöflun af “Landside” hluta Keflavíkurflugvallar, stefnumótun og verkefnastýringu með viðeigandi aðilum hverju sinni 
 • Ábyrgð á framtíðarþróun samgangna við Keflavíkurflugvöll og framtíðarsýn landnota og fasteignatekna á vellinum 
 • Eftirfylgni vegna samninga sem eru í gildi og eftirlit með þjónustukröfum  

 Menntunar- og hæfniskröfur 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
 • Brennandi áhugi og ástríða fyrir nýjum tekjutækifærum 
 • Þekking og reynsla af stefnumótun og viðskiptaþróun 
 • Reynsla af rekstri og gerð rekstraráætlana 
 • Reynsla af viðskiptaþróun 
 • Reynsla af stjórnun teyma og verkefnastýringu 
 • Reynsla af gerða útboðsgagna og samningagerð 
 • Framúrskarandi samskiptafærni, þjónustudrifið og hvetjandi hugarfar  
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og faglegur metnaður  
 • Góð íslensku og ensku kunnátta í rituðu og töluðu máli 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli og Hafnarfirði.  

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.   

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 18.08 2022. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Marinósdóttir forstöðumaður Viðskiptatekjur og sala, í gegnum netfang [email protected]  eða í síma 670 1670.  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Isavia leitar að reyndum verkefnastjóra sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur áhuga á að starfa í spennandi og líflegu umhverfi. Viðkomandi mun starfa í öflugu fagteymi sem sér um rekstur og viðhald bygginga og brauta á Keflavíkurflugvelli og mun vinna í miklu samstarfi við aðra verkefnastjóra deildarinnar. Verkefnastjóri mun sinna rekstri og viðhaldi kerfa eins og loftræsikerfa, kælikerfa, ofanvatnskerfa, eldsneytiskerfa o.fl.  

Þá hefur viðkomandi verkstjórn með tilteknum stærri viðhaldsverkefnum og fjárfestingaverkefnum deildarinnar sem felur í sér mikil samskipti við verktaka og hönnuði.  

Hlutverk deildarinnar Byggingar og brautir er að sjá um rekstur, viðhald, umsjón og nýtingu veitukerfa og hefur starfsmaður með höndum hluta þeirra verkefna. Rekstur og viðhald skal ávallt vera á sem skilvirkastan hátt með hagkvæmni í rekstri og viðhaldi að leiðarljósi og  ávallt í  samræmi við þarfir viðskiptavina og notenda sem fara um Keflavíkurflugvöll.  

Helstu verkefni: 

 • Umsjón með viðhaldi og rekstri loftræsikerfa, kælikerfa, ofanvatnskerfa, eldsneytiskerfa o.fl. 
 • Gerð verk-,  kostnaðar- og framkvæmdaáætlana  
 • Vinna við útboðslýsingar og öflun verðtilboða  
 • Samskipti við verktaka og hönnuði og umsjón og eftirlit með verkum þeirra 
 • Úttektir á verkefnum og verkum 
 • Skýrslugerð, gagnasöfnun og úrvinnsla gagna 
 • Vinna með verkbeiðnakerfi, umsjónarkerfi fasteigna og skjalastjórnunarkerfi  
 • Umsjón með innkaupum vegna verkefna, kostnaðareftirlit og yfirferð reikninga  
 • Þátttaka í innra starfi deildarinnar og umbótaverkefnum 
 • Önnur tilfallandi verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Vélfræðingur, véliðnfræðingur, véltæknifræðingur, vélaverkfræðingur, byggingartæknifræðingur eða sambærileg menntun   
 • Fag- og iðnmenntun kostur og reynsla af viðhaldsverkefnum, rekstri og umsjón kerfa er er mjög æskileg 
 • Lágmark tveggja ára reynsla af verkefnastjórn og reynsla af ástandsgreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana æskileg 
 • Æskilegt er að starfsmaður hafi góða fagþekkingu og innsýn í rekstur og viðhalda á kerfum eins og hreinlætis- og hitakerfa, loftræsikerfa, vatnsúða- og snjóbræðslukerfa, vatnsveitu, fráveitu- og ofanvatnslögnum, kælikerfum og eldneytiskerfum 
 • Góð samskiptahæfni og þjónustulund 
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og mæltu máli ásamt reynslu af framsetningu gagna í kynningum 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. 

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.   

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 21.ágúst 2022. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Kristinn Björnsson deildarstjóri Bygginga og brauta, í gegnum netfang [email protected] 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.  

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða verkefnastjóra í bygginga- og samgöngudeild. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði bygginga og viðhalds. Verkefnastjóri ber ábyrgð á frágangi innan- og utanhúss á Keflavíkurflugvelli og hefur umsjón með tilteknum verkefnum í rekstri og viðhaldi á húsnæði flugvallarins. Viðkomandi vinnur náið með öðrum verkefnastjórum deildarinnar sem hver ber ábyrgð á sínu fagsviði.

Hlutverk bygginga- og samgöngudeildar er að tryggja að rekstur og viðhald húsnæðis sé skilvirkt með hagkvæmni að leiðarljósi og í samræmi við þarfir viðskiptavina og notenda sem fara um Flugstöðina og Keflavíkurflugvöll. Byggingar á ábyrgðarsviði deildarinnar telja tæplega 140.000 fermetra og er Flugstöð Leifs Eiríkssonar stærsta byggingin (70.000m2) og er nú þegar hafin stækkun á henni um 20.000 fermetra.

Helstu verkefni:

 • Verkefnastjórn á fagsviði Bygginga og viðhalds
 • Gerð ástandsmats á byggingarhlutum og mannvirkjum
 • Fagleg ráðgjöf með viðhaldsverkefnum og verkefnum viðhaldsflokks
 • Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana
 • Samskipti við verktaka, aðrar deildir og fagsvið
 • Umsjón með innkaupum vegna verkefna, kostnaðareftirlit og yfirferð reikninga
 • Vinna með útboðslýsingar og öflun verðtilboða

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Byggingafræði, byggingatækni-, eða verkfræðimenntun
 • Fag- og iðnaðarmenntun kostur
 • Reynsla af verkefnastjórn, ástandsgreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana
 • Góð fagþekking á sviði bygginga og viðhalds
 • Mikið frumkvæði og góð samskiptahæfni
 • Góð tölvuþekking
 • Góð þekking á helstu teikniforritum kostur

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 21.ágúst 2022.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Kr. Björnsson, í gegnum netfang [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða kraftmikla og metnaðarfulla hópstjóra til að sinna stjórnunarhlutverki í Gátstöðvum á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að einstaklingum sem hafa framúrskarandi samskipta- og stjórnunarhæfni og mikið frumkvæði til að takast á við fjölbreyttar áskoranir í síbreytilegum flugrekstri. 

Gátstöðvar eru hluti af flugverndardeild Keflavíkurflugvallar og þar starfa um 70 starfsmenn á vöktum. Gátstöðvar eru starfsstöðvar þar sem aðgangsstýring, skimun og bílaleit fara fram, en undir Gátstöðvar falla Gullnahlið, Silfurhlið, Starfsmannahliðið, Vörumóttaka Keflavíkurflugvallar, Koparhlið, Bronshlið, Hlið 23, Aðaltorgshlið og bílaleit og skimun birgða ásamt skrifstofu aðgangsmála á Keflavíkurflugvelli sem sinnir útgáfu á aðgangsheimildum fyrir einstaklinga og ökutæki.

Um er að ræða 100% vaktavinnustarf á Keflavíkurflugvelli.

Helstu verkefni:

 • Hefur umsjón og ber ábyrgð á skipulagi vaktar og framkvæmd verkefna
 • Stuðningur og hvatning við starfsfólk
 • Að tryggja að starfsemin uppfylli innri og ytri kröfur sem gerðar eru til hennar með aðgangsstjórnun, skimun, eftirliti og vöktun á Keflavíkurflugvelli
 • Að sjá til þess að öryggisreglum flugvallarins sé fylgt
 • Að halda utan um framkvæmd aðgangsstjórnunar, skimunar og þjónustu flugverndardeildar
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framúrskarandi samskipta- og stjórnunarhæfni
 • Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og mikill drifkraftur
 • Góð tök á íslenskri og enskri tungu og rituðu máli
 • Hafa góða tölvukunnáttu í Word, Excel, Sharepoint og öðrum kerfum
 • Reynsla af flugvernd mikill kostur en ekki skilyrði

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 21.ágúst 2022.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Hörður Hersir Harðarson í gegnum netfang [email protected] eða í síma 6640378.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.