Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.000 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Við erum reglulega að leita að nýjum ferðafélögum sem hefa brennandi áhuga á að starfa hjá Isavia og dótturfélögum. Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs á Norður Atlantshafi.

Almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur að þeim tíma liðnum og ert enn að leita þér að starfi  hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.  

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Við óskum eftir að ráða starfsfólk í farþegaþjónustu Keflavíkurflugvallar. Helstu verkefni eru PRM þjónusta, flæðisstýring, upplýsingagjöf til farþega sem og eftirlit með innritunarbúnaði. Í PRM þjónustu felst aðstoð við einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél. 

 

Hæfniskröfur:

 • Aldurstakmark 18 ár
 • Góð færni í íslensku og ensku, þriðja tungumál er kostur
 • Reynsla af umönnunarstörfum er kostur
 • Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum

 

Við leitum að einstaklingi með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund sem tekur fagnandi á móti fjölbreyttum verkefnum sem upp koma á Keflavíkurflugvelli. Við hlökkum til að fá umsókn frá þér og fá þig með okkur í að vera hluti af góðu ferðalagi. 

 

Við hvetjum aðila til að sækja um sem allra fyrst þar sem unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast og viðtöl munu hefjast áður en umsóknarfrestur rennur út.

Umsækjendum sem verður boðið starf þurfa að skila inn sakavottorði og standast bakgrunnsathugun.

 

Starfsstöð: Keflavík

 

 

Sækja um

Isavia ANS óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa í raftæknideild fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf á góðum vinnustað. Starfið er í dagvinnu ásamt bakvaktakerfi. Viðkomandi þarf að starfa á starfsstöð í Reykjavík og á flugvöllum Isavia eftir þörfum.


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með rafkerfum, dreifikerfum og UPS kerfum
 • Umsjón með vararafstöðvum
 • Umsjón með rafdreifikerfum flugvalla
 • Almenn raflagnavinna


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Sveinspróf í rafvirkjun
 • Reynsla af rekstri og viðhaldi smá-, lág- og háspennukerfa
 • Kunnátta í iðntölvustýringum æskileg
 • Þekking á flugmálum er kostur
 • Þekking á varavélum er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta


Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.


Nánari upplýsingar veitir Árni Páll Hafsteinsson, deildarstjóri raftæknideildar í síma 893 4292.


Við hlökkum til að fá umsókn frá þér og fá þig með okkur í að vera hluti af góðu ferðalagi.

Sækja um

HCC er stjórnstöð Keflavíkurflugvallar sem sér um eftirlit og samhæfingu daglegs rekstrar flugvallarins. Isavia óskar eftir að ráða vaktmann í stjórnstöðina. Helstu verkefni eru úthlutun loftfararstæða og annarra innviða sem og eftirlit með daglegum rekstri, farþegaflæði, fasteignum og búnaði.

Hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
 • Góð tækni- og tölvukunnátta er skilyrði
 • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2021

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Borgarsson deildarstjóri, [email protected]

Sækja um

Við óskum eftir reyndum bókara til að styðja við bókhaldsteymið okkar. Helstu verkefni felast í móttöku, skráningu og bókun reikninga auk afstemmingarvinnu. Starfið krefst góðrar samskiptahæfni þar sem bókari er í tíðum samskiptum við bæði starfsfólk og viðskiptavini. Við leitum að vandvirkum og jákvæðum einstakling sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt sem og í teymi.

Hæfniskröfur:

 • Viðurkenndur bókari eða menntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Reynsla af bókhaldi er skilyrði
 • Reynsla af vinnu við Navision bókhaldskerfið er skilyrði
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Nákvæmni í vinnubrögðum og þjónustulund

Umsóknarfrestur er til og með 26. september.

Starfsstöð: Reykjanesbær

Nánari upplýsingar veitir Helga Erla Albertsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, [email protected]

Sækja um

Isavia leitar eftir öflugum liðsmanni sem hefur umsjón með rekstri og viðhaldi eigna sem tilheyra Flugbrauta- og vegadeild Keflavíkurflugvallar. Sérfræðingur mun taka þátt og hafa umsjón með verkefnum er snúa að viðhaldi á flugvelli, þ.e. flugbrautum, akbrautum, flughlöðum, vegum og bílastæðum og að þau uppfylli kröfur reglugerða og starfsleyfa. Sérfræðingur hefur umsjón með eignaskráningu eigna og tekur þátt í skipulagningu og skilgreiningu á eignarumsjónarstefnu deildar. Sérfræðingur vinnur að uppbyggingar- og viðhaldsáætlum og ber ábyrgð á að útboðs- og verklýsingar uppfylli kröfur og séu í samræmi við starfsleyfi og stefnu deildarinnar.  

Ábyrgðasvið deilda er m.a. rekstur og viðhald á innviðum flugvallar, m.a. flug- og akbrautum, flughlöðum, vegum, bílastæðum, rafmagnskerfum og sjónrænum flugleiðsögubúnaði. Deildin ber ábyrgð á því að eignir sem henni tilheyra uppfylli skilyrði starfsleyfis, reglugerðar og hefur þarfir viðskiptavina og notenda aðstöðunnar að leiðarljósi.  

Helstu verkefni:

 • Umsjón með viðhaldi flugbrauta, akbrauta, flughlaða, vega og bílastæða  
 • Umsjón með viðhaldsáætlunum slitlaga, ofanvatnskerfa og olíuskilja  
 • Verkefnastjórn  
 • Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana  
 • Rýni teikninga og verklýsinga vegna framkvæmda á brautakerfi  
 • Samskipti við innri og ytri hagaðila  
 • Innkaup og samþykkt reikninga  
 • Samskipti við hönnuði og verktaka  
 • Umsjón með úttektum  
 • Gerð verklagsreglna  

   

Hæfnikröfur:

 • B.Sc í verkfræði  
 • Framhaldsnám í verkfræði er kostur  
 • Reynsla af verkefnastjórn  
 • Reynsla af framkvæmdaverkefnum
 • Þekking á malbiki og steypu er kostur  
 • Reynsla af viðhaldi slitlaga er kostur  
 • Þekking á flugvallarreglugerð er kostur  
 • Þekking á gerð útboðs- og verklýsinga er kostur  
 • Íslenskukunnátta skilyrði

Starfsstöð: Keflavík og Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2021

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Lofsdóttir, deildarstjóri Flugbrautir og vegir [email protected]  

Sækja um

 Isavia leitar eftir öflugum liðsmanni sem hefur umsjón með rekstri og viðhaldi eigna sem tilheyra Flugbrauta og vegadeild Keflavíkurflugvallar. Sérfræðingur hefur umsjón með verkefnum er snúa að rafmagnskerfum flugvallar og að uppfylli kröfur reglugerða og starfsleyfa. Sérfræðingur hefur umsjón með eignaskráningu eigna sem tilheyra rafmagnskerfi og sjónræns flugleiðsögubúnaðar. Sérfræðingur vinnur að uppbyggingar- og viðhaldsverkefnum og ber ábyrgð á að útboðs- og verklýsingar uppfylli kröfur og séu í samræmi við starfsleyfi og stefnu deildarinnar.  

Ábyrgðasvið deilda er m.a. rekstur og viðhald á innviðum flugvallar, m.a. flug- og akbrautum, flughlöðum, vegum, bílastæðum, rafmagnskerfum og sjónrænum flugleiðsögubúnaði. Deildin ber ábyrgð á því að eignir sem henni tilheyra uppfylli skilyrði starfsleyfis, reglugerðar og hefur þarfir viðskiptavina og notenda aðstöðunnar að leiðarljósi.  

Helstu verkefni:  

 • Umsjón með rekstri og viðhaldi rafmagnskerfa og sjónræns flugleiðsögubúnaðar  
 • Umsjón með viðhaldsáætlunum rafmagnskerfa og sjónræns flugleiðsögubúnaðar  
 • Verkefnastjórn  
 • Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana  
 • Rýni teikninga og verklýsinga vegna framkvæmda á brautakerfi  
 • Samskipti við innri og ytri hagaðila  
 • Innkaup og samþykkt reikninga  
 • Samskipti við hönnuði og verktaka  
 • Umsjón með úttektum  
 • Gerð verklagsreglna  

   

Hæfniskröfur:  

 • B.Sc í rafmagnsverkfræði eða tæknifræði
 • Framhaldsnám í verkfræði er kostur  
 • Reynsla af verkefnastjórn  
 • Reynsla af rekstri rafmagnskerfa og rafmagnsbúnaðar er kostur  
 • Þekking á flugvallarreglugerð er kostur  
 • Þekking á gerð útboðs- og verklýsinga er kostur  
 • Íslenskukunnátta skilyrði

Starfsstöð: Keflavík og Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2021

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Lofsdóttir, deildarstjóri Flugbrauta og vegir [email protected]  

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.