Hoppa yfir valmynd

Störf hjá Isavia

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands?

VILTU VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggur því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.500 manns, að því að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Gildi fyrirtækisins eru öryggi, samvinna og þjónusta.

AUGLÝST STÖRF

Isavia leitar að einstaklega þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Starfið felst m.a. í öryggisleit og efirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Hæfniskröfur:

• Aldurstakmark 18 ár

• Gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli

• Rétt litaskynjun

• Tveggja ára framhaldsnám eða sambærilegt nám æskilegt

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk.

Sækja um

Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Helstu verkefni eru flæðisstýring, þjónusta við farþega, umsjón og eftirlit með upplýsingaborðum sem og eftirlit með búnaði sem farþegar nota. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Hæfniskröfur:

• Aldurstakmark 18 ár

• Góð færni í ensku og íslensku, þriðja tungumál er kostur

• Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk.

Sækja um

Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Helstu verkefni eru m.a. úthlutun loftfarastæða, innritunarborða og annarra innviða, eftirlit með farþegaflæði, fasteignum og búnaði. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Hæfniskröfur:

• Stúdentspróf eða sambærileg menntun

• Aldurstakmark 20 ár

• Góð færni í ensku og íslensku er skilyrði

• Góð tölvukunnátta er skilyrði

• Reynsla af upplýsingakerfum er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk.

Sækja um

Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Helstu verkefni eru umsjón með farangurskerrum í og við flugstöðina, almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar, tilfærslur á ökutækjum og sótthreinsun á veiðibúnaði. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Hæfniskröfur:

• Aldurstakmark 18 ár

• Góð færni í íslensku og ensku

• Bílpróf er æskilegt

• Sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk.

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða varðstjóra í flugverndardeild. Helstu verkefni eru að stýra og leiðbeina sinni vakt, dagleg skipulagning vakta og tryggja að framkvæmd flugverndar sé samkvæmt verklagi og þjónustumarkmiðum flugverndardeildar. 

Hæfniskröfur:

 • Reynsla í að stjórna jafningjum og geta til að leiða breytingar
 • Reynsla af flugvernd er æskileg
 • Mjög góð tölvufærni og góð íslensku- og enskukunnátta
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
 • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna vel undir álagi

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi, [email protected]

Sækja um

Matreiðslumaður óskast til starfa hjá Isavia. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í traustu starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á hollt og fjölbreytt mataræði svo starfsfólkið blómstri í sínum störfum. Verkefnin eru fjölbreytt en auk þess að matreiða hádegismat fyrir um 150 starfsmenn hefur matreiðslumaður umsjón með morgunkaffi. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á rekstri mötuneytis. Í því felst meðal annars að sjá um innkaup og vinnuskipulag starfsfólks mötuneytis. Matreiðslumaður kemur einnig að ýmsum öðrum viðburðum þar sem matur og kaffi koma við sögu, t.d. fundum og öðrum starfsmannatengdum viðburðum.

Hæfniskröfur

• Menntun á sviði matreiðslu skilyrði

• Reynsla í stjórnun eldhúss skilyrði

• Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð

• Snyrtimennska og rík þjónustulund

• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Starfsstöð: Reykjavík

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi, [email protected]

Starfið tilheyrir Isavia ANS ehf. sem er dótturfyrirtæki Isavia og annast flugleiðsöguþjónustu á Íslandi.

Sækja um

Isavia Innanlands óskar eftir að ráða sérfræðing í rekstrarleg verkefni. Um tímabundið starf til eins árs er að ræða. Helstu verkefni eru m.a. þróun og innleiðing á ferlum í yfirstandandi breytingum tengdum fjármálum og rekstri. Ráðgjöf og aðstoð við umdæmisstjóra. Tekju, kostnaðarbókhald og samþykkt reikninga. Tengiliður við hagdeild og umsjón samninga Isavia Innanlands.

Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskipta eða verkfræði
 • Þekking á fjármálum og rekstri
 • Reynsla af þróun og innleiðingu á ferlum
 • Þekking á starfsemi Isavia og núverandi ferlum kostur

Um tímabundið starf til eins árs er að ræða. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.

Starfsstöð: Isavia Innanlands - Reykjavíkurflugvelli.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlands, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk.

Sækja um

LENTIR ÞÚ Í VANDRÆÐUM MEÐ UMSÓKNINA?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA HJÁ ISAVIA

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningarvef Isavia.
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
 • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
 • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
 • Starfsmenn mannauðssviðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
 • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.