Work at Isavia

WANT TO BE PART OF A PLEASANT JOURNEY?

With its extensive network of airports in Iceland and air navigation services for one of the world’s largest air traffic control areas, Isavia serves as the backbone for air transport in and around Iceland. Together with its subsidiaries, Isavia employs a team of professionals committed to being part of a pleasant journey for the millions of passengers passing through our airports and control area every year. Our policy is to provide a humane and family-friendly workplace, with positive staff morale and effective training for our employees.

Our future vision is to be an aviation hub between three continents: North America, Europe and Asia.

All our application forms are in icelandic. Feel free to email us at radningar@isavia.is.

Jobs

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því að þær berast og biðjum við þig um að tilkynna ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða varðstjóra í öryggisleit á Keflavíkurflugvöll. Helstu verkefni eru meðal annars stjórnun flugverndarstarfsmanna á vakt í samráði við aðalvarðstjóra, dagleg skipulagning vaktar, sjá til þess að framkvæmd flugverndar á vakt sé samkvæmt verklagi og þjónustumarkmiðum.

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af flugvernd æskileg
 • Reynsla af stjórnun
 • Góð íslensku og enskukunnátta
 • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna vel undir álagi
 • Geta til að stjórna jafningjum og leiða breytingar

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsráðgjafi, á netfangið gudrun.thorsteinsdottir@isavia.is.

Starfsstöð: Keflavík.

Umsóknarfrestur er til 2. september.

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða varðstjóra í öryggisstjórnstöð á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru meðal annars stjórnun flugverndarstarfsmanna á vakt í samráði við aðalvarðstjóra, dagleg skipulagning vakta og að framkvæmd flugverndar sé samkvæmt verklagi og þjónustumarkmiðum.

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af flugvernd æskileg
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta
 • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna vel undir álagi
 • Geta til að stjórna jafningjum og leiða breytingar

Nánari upplýsingar veitir  Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsráðgjafi, á netfangið gudrun.thorsteinsdottir@isavia.is

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur til 2. september.

Sækja um

Við leitum að öflugum verkefnastjóra með háskólamenntun sem nýtist í starfi og haldbæra reynslu af verkefnastjórnun. Viðkomandi vinnur náið með forstöðumanni verkefnastofu við vinnslu stefnumótandi verkefna og innleiðingu á hugmyndafræði verkefnastjórnunar hjá fyrirtækinu.

Hæfniskröfur:

 • Viðskiptafræði, verkefnastjórn eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af  vinnu við stefnumótandi verkefni er kostur
 • Góð þekking eða reynsla af verkefnastjórn og breytingastjórnun
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum

Upplýsingar um starfið veitir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Þróunar og stjórnunar, á netfangið hronn.ingolfsdottir@isavia.is

Starfsstöð: Reykjavík

Umsóknarfrestur er til 19. ágúst.

Sækja um

Isavia hefur opnað fyrir umsóknir um nám í flugumferðarstjórn.

Námið hefst í janúar 2019. Námstíma lýkur á seinni hluta ársins 2021.

Hæfniskröfur

 • Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 18 ára
 • Viðkomandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi
 • Umsækjendur skulu geta staðist læknisskoðun skv. reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra
 • Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum og vera sjálfstæður í vinnubrögðum


Með umsókn skal skila afriti af prófskírteini úr námi.

Ekki er um að ræða ráðningu í starf né þjálfunarstöðu. Engin trygging er á starfi hjá Isavia að loknu námi.

Hægt er að lesa meira um námið á www.isavia.is/flugumferdarstjori en einnig er hægt að hafa samband við Jóhann Wium (johann.wium@isavia.is) til að fá nánari upplýsingar um námið.  

Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2018.

Sækja um

Við leitum að glaðlyndum og sérstaklega þjónustulunduðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika til starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Farþegaþjónustan veitir farþegum bestu þjónustu sem mögulegt er með því að vera þeim innan handar, veita upplýsingar og greiða fyrir för þeirra með réttum úrræðum.

Helstu verkefni eru flæðisstýring, þjónusta við farþega, umsjón og eftirlit með þjónustuborðum, eftirlit með búnaði sem farþegar nota og önnur tilfallandi verkefni. Unnið er á dag- og næturvöktum. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf.

Hæfniskröfur:

 • Aldurstakmark 18 ár
 • Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum
 • Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
 • Góð kunnátta í ensku og íslensku - þriðja tungumál er kostur

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þórarinsdóttir á netfangið, kristin.þorarinsdottir@isavia.is

Sækja um

Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu og eru sveigjanlegir.

Helstu verkefni eru vopna- og öryggisleit ásamt eftirliti á Akureyrarflugvelli. Umsækjendur þurfa að geta setið vikulangt námskeið sem haldið verður í september á Akureyrarflugvelli. Um er að ræða að mestu næturvinna en einnig dag- og kvöldvinna.

Hæfniskröfur

 • Aldurstakmark 18 ára
 • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
 • Rétt litaskynjun
 • Þjónustulund og metnaður í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 2. september.

Upplýsingar um störfin veitir Hjördís Þórhallsdóttir, umdæmisstjóri, í netfanginu hjordis.thorhallsdottir@isavia.is

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða flugvallarstarfsmann til starfa á Akureyrarflugvelli. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi flugvallarþjónustu Akureyrarflugvallar.

Helstu verkefni eru eftirlit með flugvallarmannvirkjum og flugbrautum, flugverndargæsla, björgunar- og slökkviþjónusta. Framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna, eftirlit og viðhald á vélbúnaði og tækjum og og önnur störf tengd rekstri flugvallarins. Um er að ræða vaktavinnu.

Hæfniskröfur:

 • Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru skilyrði.
 • Iðnmenntun (bifvélavirki/vélvirki) sem nýtist í starfi sem eru einnig kostur
 • Reynsla af slökkvistörfum, snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Grunn tölvukunnátta er nauðsynleg

Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgervis. Þeir verða að standast læknisskoðun og þrekpróf.

Upplýsingar um störfin veitir Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri í síma 424 4370 eða í netfanginu hjordis.thorhallsdottir@isavia.is

Umsóknarfrestur er til og með 2. september.

Sækja um

OUR RECRUITMENT PROCESS

All job applications with Isavia must go through our recruitment website. All applications and queries regarding jobs are treated as confidential.

All applications for job openings are answered when the position has been filled. The recruitment process normally takes 4-8 weeks from the time that the vacancy is advertised. General applications are not answered.

Applications are kept on file for 6 months. Applicants wishing to have their information deleted before that time must let us know.

Applicants for jobs requiring access to security-restricted areas of airports must pass a background check by the National Commissioner of the Icelandic Police.

PROBLEMS WITH THE APPLICATION?

Did you have a problem with the application? If so, please e-mail us at radningar@isavia.is.