Hoppa yfir valmynd

HLJÓÐMÆLINGAR

Flugstarfsemi getur skapað hljóðmengun og við erum meðvituð um að reyna að lágmarka hana eins og kostur er og upplýsa nærsamfélagið um hljóðvistina í kringum Keflavíkurflugvöll.

Þess vegna höfum við sett upp hljóðstigsvöktunarkerfi á flugvellinum. Settir voru upp 3 fastir hljóðmælar og eru þeir staðsettir ofan við Eyjabyggð í Keflavík, á dælustöð HS Veita, við Grænásveg 14 og við Háaleitisskóla. Auk þessara 3 mæla var keyptur færanlegur mælir þannig að hægt sé að mæla á öðrum stöðum t.d. ef ábendingar berast frá ákveðnum svæðum í bænum eða í bæjarfélögum sem eru fjær flugvellinum en Reykjanesbær.

Hljóðmælingarnar eru opnar almenningi hér á síðunni og þannig munu íbúar betur geta fylgst með hljóðstigi frá flugumferð og gert betur grein fyrir því í ábendingum hvaða flug skapa ónæði.