Hoppa yfir valmynd

Umhverfi

ISAVIA Í UMHVERFINU 

Isavia vinnur að ýmsum verkefnum tengdum umhverfinu og hefur sett sér stefnu í málaflokknum.

 Isavia hefur markað sér stefnu í umhverfismálum og vinnur að verkefnum sem tengjast henni. Þessi verkefni miða meðal annars að því að lágmarka áhrif neikvæðra umhverfisþátta í starfseminni. Áhersla er lögð á vinnu í samræmi við alþjóðlega staðla á sviði umhverfismála, góða nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs, eflingu á umhverfivitund starfsmanna og stöðugri vöktun og stýringu umhverfisþátta í starfseminni.

Isavia ber hag umhverfisins fyrir brjósti í ákvarðanatöku og birtir upplýsingar um árangur bæði á heimasíðunni og í ársskýrslum.