Hoppa yfir valmynd
10.6.2024
690 þúsund gestir í maí

690 þúsund gestir í maí

Í nýliðnum maí mánuði lögðu 683.565 gestir leið sína um flugvöllinn. Er það 6% fjölgun frá sama tíma og í fyrra.

23 flugfélög flugu til 67 áfangastaða í maí. Vinsælustu áfangastaðirnir voru London, Kaupmannahöfn, New York, París og Amsterdam.

Mest var að gera á flugvellinum þann 31. maí þegar 27.429 gestir fóru um flugvöllinn.

Brottfarir Íslendinga voru 56 þúsund í maí sem er -9% fækkun frá maí í fyrra.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu, voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um flugvöllinn um 155 þúsund. Um er að ræða -2% færri brottfarir en mældust í maí í fyrra.

Flestar brottfarir í maí voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna (27%), svo Þjóðverja (8%), Pólverja (7%), Breta (6%) og loks Hollendinga (5%).