Isavia gegnir því mikilvæga hlutverki að sjá um rekstur og uppbyggingu á innviðum sem leggja grunn að flugsamgöngum Íslands, tengingum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa.
Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið. Hann er einn mikilvægasti einstaki innviður ferðaþjónustunnar og spilar mikilvægt hlutverk til að skapa lífsgæði og velsæld á Íslandi.
Til að standa undir þeirri ábyrgð þarf að vera með samheldinn hóp starfsfólks, öflugs starfsfólks, sem vinnur saman og með öðrum á uppbyggilegan hátt.
Stefna félagsins táknar metnað sem miðar að því að skila leiðandi flugvelli sem mun vaxa á sjálfbæran hátt og styðja við velsæld þjóðarinnar.
Stefnuhringurinn
Stefnuhringurinn er áttaviti um áherslur fyrirtækisins til framtíðar. Hann hefur það að markmiði að tengja ólíkar stefnuáherslur saman til að leiða okkur að framtíðarsýninni.
Tilgangur
Við leiðum flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.
Starfsfólk Isavia er leiðandi afl í flugvallarsamfélaginu til að ná þeim sameiginlega árangri með viðskiptafélögum að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi.
Allt sem við gerum og stefnum að er gert til að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi, þess vegna er tilgangssetningin yst í hringnum og umlykur stefnuáherslurnar.
Framtíðarsýn
Tengjum heiminn í gegnum Ísland.
Framtíðarsýn félagsins endurspeglar mikilvægi flugtenginga fyrir Ísland.
Stefnuáherslur
Flugvallarsamfélag
Við leiðum flugvallarsamfélagið og látum hlutina gerast. Við vinnum markvisst með okkar viðskiptafélögum að sameiginlegum árangri. Við gerum þeim kleift að leysa áskoranir á nýja vegu, fylgjumst með þróun í okkar starfsumhverfi og miðlum til þeirra. Með opnu gagna- og upplýsingaflæði byggjum við upp skilvirkt samstarf. Við eflum samvinnu og samheldni enda erum við öll að reka einn flugvöll saman.
Viðskiptavinur
Við höfum viðskiptavini í fyrirrúmi og bjóðum upp á einstaka upplifun.
Við vinnum með okkar viðskiptafélögum að því að veita viðskiptavinum skilvirka og góða þjónustu. Við rekum skilvirka og samkeppnishæfa tengistöð með skýrum og mælanlegum þjónustuviðmiðum og ætlum okkur að fjölga flugtengingum.
Mannauður
Starfsumhverfi okkar einkennist af jákvæðni, fjölbreytileika, sveigjanleika og samvinnu. Við sýnum frumkvæði, tökumst á við áskoranir og vinnum saman sem liðsheild til að ná árangri. Við erum með hæfa og faglega stjórnendur, við eflum okkar starfsfólk og veitum tækifæri til starfsþróunar.
Snjallar lausnir
Við sköpum stafrænan vettvang fyrir starfsfólk, viðskiptavini og flugvallarsamfélagið. Við stuðlum að tækninýsköpun og frumkvæði og nýtum tækni alls staðar þar sem það skilar ávinningi. Við höfum sameiginlega sýn á hvernig við bætum upplifun farþega með snjöllum lausnum.
Efnahagur
Isavia er arðbært fyrirtæki sem byggir á sterkum innviðum. Við bætum stöðugt nýtingu auðlinda með arðsemi og langtímahagsmuni að leiðarljósi.
Við byggjum upp og viðhöldum innviðum til lengri tíma að teknu tilliti til heildarhagsmuna, stuðlum að nýsköpun og stöðugri framþróun í starfsemi okkar. Við fylgjum skýrri þróunaráætlun.
Öryggi og vernd
Við erum til fyrirmyndar í öryggis- og verndarmálum. Við berum ábyrgð á eigin öryggi, okkur er umhugað um aðra, sýnum árvekni og trúum á stöðugar umbætur. Við hjálpumst að við að koma auga á, tilkynna, meta og stýra hættum í vinnuumhverfi okkar. Við leggjum áherslu á að starfsfólki líði vel og stuðlum að fjölbreyttu, öruggu og heilsusamlegu umhverfi.
Með því að láta öryggi og vernd umlykja aðrar stefnuáherslur þá erum við að leggja áherslu á mikilvægi þess að tengja öryggismenninguna okkar við allt það sem við gerum.
Sjálfbærni
Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sem við gerum. Við byggjum upp sjálfbæran rekstur með því að skapa langtíma virðisauka og þar með leggjum við okkar að mörkum til hagkerfisins í heild. Við sýnum frumkvæði að því að auka sjálfbærni í öllu flugvallarsamfélaginu, við fjárfestum í nýsköpun, vinnum að framþróun og stöðugum umbótum í sjálfbærni.
Sjálfbærni umlykur aðrar stefnuáherslur og dregur fram mikilvægi þess að við höfum sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sem við gerum.
Heimsmarkmiðin
Isavia fylgir fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sérstaklega í stefnu sinni, þ.e. heimsmarkmiðum 8, 9, 13 og 17 , en vinnur jafnframt með önnur í stuðningsstefnum sínum enda mynda þau eina heild.