Hoppa yfir valmynd

Stefna Isavia

Stefnupýramídi Isavia


GILDI Isavia

ÞJÓNUSTA

Við erum gestrisin.

Við veitum góða þjónustu, bjóðum viðskiptavini okkar velkomna og komum til móts við væntingar þeirra með jákvæðu viðmóti og virðingu.

SAMVINNA

Við erum eitt lið.

Með samvinnu náum við árangri. Við berum virðingu fyrir störfum annarra og vinnum í sátt við samfélagið okkar.

ÖRYGGI

Við erum öryggið uppmálað.

Við erum meðvituð um áhættu, fylgjum viðurkenndum ferlum og stuðlum þannig að öryggi almennings, viðskiptavina og starfsmanna. Þetta gerum við með öguðum vinnubrögðum, stöðugri þekkingaröflun og markvissu eftirliti.