Hoppa yfir valmynd

Meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia

Isavia leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Isavia leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Isavia, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).

Isavia gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Isavia hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.

Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Isavia. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau. Isavia hefur skipað persónuverndarfulltrúa og netfang hans er personuvernd@isavia.is

FótsporNafnTilgangur
Google Analytics

_ga

_gat

_gid


Fótspor sem notuð eru til að safna upplýsingum um hvernig vefsíðan er notuð. Við notum upplýsingarnar við skýrslugerð í þeim tilgangi að gera síðuna notendavænni. Fótsporin safna upplýsingunum með dulkóðun, sem dæmi fjöldi notenda síðunnar, hvaðan notendur koma og hvaða síður á vefsíðunni það heimsótti. 

Lestu upplýsingar um persónuvernd og utanumhald gagna hjá Google.

Stillingar.isuserstylesFótspor sem notuð eru til að stilla sem best aðgengi að vefnum fyrir notendur með lestrarerfiðleika, t.d. vegna lesblindu eða sjónskerðingar.
Siteimprove

siteimproveses

nmstat

sz_notrack

Fótspor notað til að halda utan um gæði efnis á vefnum. Meiri upplýsingar um hvernig Siteimprove safnar gögnum.
Facebook Advertising

fr

_fbp

Fótspor sem notuð eru til að birta auglýsingar Isavia til notenda á Facebook sem hafa heimsótt isavia.is. Sjá frekari upplýsingar um hvernig Facebook safnar gögnum.