Hoppa yfir valmynd

Meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia

Isavia leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Isavia leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Isavia, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).

Isavia gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Isavia hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.

Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Isavia. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau. Isavia hefur skipað persónuverndarfulltrúa og netfang hans er personuvernd@isavia.is

Það er mismunandi hversu lengi við geymum upplýsingarnar. Isavia fellur undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og öll mál sem varðveita skal samkvæmt þeim eru geymd í 30 ár og að því loknu færð til Þjóðskjalasafns Íslands. Þetta á t.d. við um beiðnir um fyrirspurnir á grundvelli upplýsingalaga og fyrirspurnir sem berast gegnum „hafðu samband“ form á vefnum . Önnur gögn er innihalda persónuupplýsingar eru einungis geymd í þann tíma sem nauðsynlegt er og að þeim tíma loknum er þeim eytt í samræmi við verklag Isavia þar um.