Hoppa yfir valmynd

Meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia

Isavia leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Isavia leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Isavia, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).

Isavia gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Isavia hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.

Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Isavia og vegna eftirlitsmyndavéla á Keflavíkurflugvelli. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau.

Persónuverndarfulltrúi Isavia hefur eftirlit með því að farið sé eftir lögum og reglum um persónuvernd í starfsemi félagsins. Fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum varðandi persónuupplýsingar og persónuvernd er unnt að beina á personuvernd@isavia.is

Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvort unnar séu persónuupplýsingar um þig og sé svo, aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig, ásamt upplýsingum um vinnsluna samkvæmt persónuverndarlögunum. Þú getur einnig í einhverjum tilvikum átt rétt á því að:

  • Draga samþykki þitt til baka
  • Láta leiðrétta persónuupplýsingar
  • Persónuupplýsingum sé eytt
  • Andmæla vinnslu persónuupplýsinga
  • Takmarka vinnslu persónuupplýsinga
  • Flytja persónuupplýsingar til þriðja aðila

Viljir þú nýta rétt þinn vinsamlegast fylltu út form sem finna má hér
Isavia fellur undir lög um opinber skjalasöfn og er óheimilt að breyta eða eyða gögnum sem varðveitast samkvæmt lögunum nema að fengnu leyfi Þjóðskjalasafns Íslands. Einstaklingar geta þó átt rétt á að gögn verði leiðrétt og að athugasemdir séu geymdar með þeim.