Hoppa yfir valmynd

Umsóknir um aðgangsheimild

Strangar kröfur eru um aðgangsheimildir á Keflavíkurflugvelli. Aðgangsheimildir eru gefnar út af passaútgáfu KEF sem staðsett er við Gullnahliðið

BráðabirgðaLEYFI 

Einstaklingar og ökutæki geta fengið tímabundnar aðgangsheimildir vegna styttri veru inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar. Ekki er hægt að sækja um bráðabirgðarleyfi fyrir starfsfólk sem er að bíða eftir bakgrunnsskoðun.

* Smellið á hlekkinn og opnið skjalið í Acrobat til að hægt sé að fylla það út og vista. Hópaumsóknina skal svo senda á annað hvort hopstjorar.checkpoints@isavia.is eða checkpoints@isavia.is

 

UMSÓKNIR UM AÐGANGSHEIMILD

Áður en einstaklingur getur fengið aðgangsheimild verður fyrirtækið eða stofnunin að vera á skrá hjá Passaútgáfu Isavia. Í skráningunni kemur fram við hvað fyrirtækið starfar og hverjir tengiliðir þess eru. Fyrirtækið skipar aðgangskortastjórnanda á þess vegum sem fær heimild til að kvitta undir og senda inn umsóknir fyrir einstaklinga.

Hér fyrir neðan er að finna umsóknirnar og leiðbeiningar:

Algengar spurningar

Umsókn er hægt að nálgast á heimasíðu Isavia. Eingöngu aðilar með tilskilin réttindi til að sækja um geta sótt um.

Hægt er að sækja aðgangspassa hjá Passaútgáfu sem staðsett er við Gullnahliðið.

Lyklabox mun svo vera staðsett bráðlega þar sem hægt verður að sækja passa.

Mikilvægt er að bóka tíma fyrirfram áður en aðgangspassi er sóttur.

Öll fyrirtæki sem þurfa aðgangsheimild þurfa að skrá sig inn í gagnagrunn Isavia. Skoða skráningarform.

  • Fyrir einstaklinga kostar aðgangheimild 6.900 kr. + vsk.
  • Fyrir ökutæki kostar aðgangsheimild 6.900 kr. + vsk.

Bakgrunnsskoðun tekur að jafnaði 2-3 vikur.

Þegar jákvætt svar hefur borist frá lögreglu varðandi bakgrunnsathugun munum við senda staðfestingu í tölvupósti. Einnig munum við senda netnámskeið sem mikilvægt er að ljúka áður en aðgangspassi er afhentur.

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig er hægt að skrá sig inn - Skoða

Í þessu tilviki þarf að senda inn nýja umsókn og haka í valmöguleikann "Glatað eða skemmt aðgangskort" og ástæðu vandamáls undir "Athugasemdir". Eingöngu aðilar með umboð geta sótt um.