Hoppa yfir valmynd

Umsóknir um aðgangsheimild

Velkomin á umsóknarvef fyrir aðgangsleyfi að Keflavíkurflugvelli. Við viljum gera ferlið við að sækja um aðgangsleyfi eins einfalt og hraðvirkt og mögulegt er. Hér eru skrefin sem þú þarft að fylgja, hvort sem þú ert að sækja um fyrir fyrirtæki, stofnun eða einstakling.

1. Skráning fyrirtækis eða stofnunar
Fyrsta skrefið er að skrá fyrirtækið eða stofnunina hjá passaútgáfu Isavia sem staðsett er á Keflavíkurflugvelli. Þú þarft að gefa upp starfssvið og tengiliðaupplýsingar.

2. Útnefna aðgangskortastjórnanda
Hvert fyrirtæki eða stofnun þarf að útnefna aðgangskortastjórnanda sem hefur heimild til að undirrita og senda inn umsóknir fyrir aðra einstaklinga.

Tímabundin aðgangur
Ef þú þarft tímabundinn aðgang, hvort sem er fyrir einstakling, ökutæki eða hópa bjóðum við upp á bráðabirgðaleyfi.

AÐGANGSHEIMILD

Áður en einstaklingur getur fengið aðgangsheimild verður fyrirtækið eða stofnunin að vera á skrá hjá Passaútgáfu Isavia. Í skráningunni kemur fram við hvað fyrirtækið starfar og hverjir tengiliðir þess eru. Fyrirtækið skipar aðgangskortastjórnanda á þess vegum sem fær heimild til að kvitta undir og senda inn umsóknir fyrir einstaklinga.

Hér fyrir neðan er að finna umsóknirnar og leiðbeiningar: