
MÆTING
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.
INNRITUN
Air Iceland Connect
Air Iceland Connect býður upp á netinnritun á www.airicelandconnect.is. Innritun í flug með Air Iceland Connect fer fram í flugstöð flugfélagsins við Njarðargötu.
Flugfélagið Ernir
Innritun með Flugfélaginu Erni fer fram í flugstöð flugfélagsins við Nauthólsveg (við Hótel Natura).
Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.