Hoppa yfir valmynd

Reglur um akstur á flugbrautum

Aðgangsreglur Isavia gilda um akstur, umferð og aðgang að Egilsstaðaflugvelli.

REGLUR UM AKSTUR Á FLUGBRAUTUM Á SKRÁÐUM LENDINGARSTÖÐUM

 1. Öll óviðkomandi umferð er bönnuð innan flugvallarsvæða.
 2. Áður en ekið er inn á flugbraut skal skoða vel í kringum svæðið og hlusta á fjarskipti til að tryggja að ekkert loftfar sé í lendingu eða flugtaki.
 3. Ökumenn sem aka á flugbrautum skulu gæta ýtrasta öryggis.
 4. Ökutæki skulu búin gulu sveifluljósi sem skal gangsett þegar ökutæki er á ferð á flugbraut. Einnig skulu ökutæki vera búin talstöð með viðeigandi tíðni.
 5. Ökumenn skulu gæta þess, að akstursljós ökutækja trufli ekki loftför í lendingu, flugtaki eða akstri á flugbrautum.
 6. Akstri ökutækja og vinnuvéla á flugbrautum skal haldið í lágmarki eins og kostur er.
 7. Hámarkshraði ökutækja og vinnuvéla á flugsvæðum öðrum en flug- og akbrautum er 20 km/klst. Hámarkshraði ökutækja og vinnuvéla á flugbraut er 50 km/klst. Sé ekki annað sérstaklega tilgreint gilda almennar umferðarreglur á flugsvæðinu.
 8. Ökumönnum og fótgangandi á og við flugbraut er ávallt skylt að veita loftfari forgang.
 9. Eigi skal leggja bílum á flugbrautum eða innan öryggissvæðis flugbrautarinnar.
 10. Ef vart verður við flugumferð í nágrenni flugvallar skal yfirgefa flugbraut og öryggissvæði eins fljótt og kostur er.
 11. Gætið þess að bera ekki aðskotahluti inn á brautir.
 12. Lítið eftir aðskotahlutum á flugbraut.
 13. Látið vita ef vart verður við fugla við flugbraut.
 14. Ef yfirgefa þarf ökutæki nærri flugbraut skal klæðast sérstaklega sýnilegum fatnaði.
 15. Á lendingarstöðum þar sem flugradíóþjónusta er tiltæk skal haga akstri um flugbrautir samkvæmt leiðbeiningum frá flugradíó.