Hoppa yfir valmynd

Hvatakerfi fyrir flugfélög

Isavia býður flugfélögum uppá hvatakerfi til að efla nýjar flugleiðir til og frá Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli frá erlendum áfangastöðum.

Hvatakerfið er hluti af verkefni sem unnið er að með ríkisstjórn Íslands og markaðsstofu Norðurlands. Isavia býður 100% afslátt af farþegagjöldum fyrsta árið sem flugleið er starfrækt, 75% það næsta og 50% afslátt þriðja árið. Að auki hefur ríkisstjórn Íslands sett á stofn flugþróunarsjóð þar sem flugfélög geta sótt um markðasstyrk til nýrra flugleiða til og frá flugvellinum.