Hoppa yfir valmynd

Ósýnileg fötlun

Aukin þjónusta við farþega með ósýnilega fötlun

Farþegar með ósýnlega fötlun geta fengið sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um flugvöllinn.

Starfsfólk flugstöðvarinnar er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi.

Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila. Ekki er hægt, né þörf á, að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn.


Algengar spurningar

Tilgangurinn er að hjálpa farþegum sem eru með ósýnilega fötlun eins og t.d. heilabilun, einhverfu eða lesblindu að fara í gegnum flugvöllinn á sem þægilegastan hátt.

Hægt er að fá böndin á upplýsingaborði í komusal flugstöðvarinnar eða á innritunarborðum hjá afgreiðsluaðilum.

Starfsfólkið á flugvellinum er þjálfað í því hvað sólblómaböndin tákna og skilja að þú gætir þurft viðbótartíma, aukna þolinmáli, skilning eða tillitssemi.

Nei, við spyrjum ekki að því heldur frekar hvernig við getum hjálpað þér.

Sólblómabandinu er ekki ætlað að veita forgang, heldur möguleika á betri líðan og upplifun á meðan á dvöl þeirra á flugvellinum stendur.