Hoppa yfir valmynd

Veitingar

Veitingasalan Flugkaffi á Akureyrarflugvelli selur kaffi, kleinur, upprúllaðar pönnukökur með sykri, samlokur, gos, safa, sælgæti og margt fleira.

Veitingasalan Flugkaffi á Akureyrarflugvelli selur kaffi, kleinur, upprúllaðar pönnukökur með sykri, samlokur, gos, safa, sælgæti og margt fleira. En frægust er hún líklega fyrir klassískan og góðan heimilismat sem boðið er upp á í hádeginu.

Þarna hafa flugfarþegar og bæjarbúar notið þess um árabil að setjast niður og spjalla á meðan þeir gæða sér á dýrindis lambalæri í brúnni sósu með rabbabarasultu og brúnuðum kartöflum eða öðru lostæti í þeim dúr. Þarna heyrir maður rætt um bæjarmálin og landsmálin og þar eru stóru málin krufin og leyst – oft á dag.

Baldvin Sigurðsson hefur staðið vaktina í fjöldamörg ár og ekki nóg með að hann reiði fram dýrindis máltíðir á hverjum degi, heldur tekur hann oftar en ekki þátt í líflegum umræðunum sem skapast í veitingasalnum. Við hvetjum flugfarþega, Akureyringa og alla sem eiga leið um Akureyri til þess að líta við í Flugkaffi.