Skip to main content

Styrkir til samfélagsins

Isavia leggur samfélagsmálefnum lið með styrkveitingum úr styrktarsjóðum Isavia.

Isavia hefur markað sér stefnu í samfélagsábyrgð og vinnur að verkefnum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að stuðla að því að við séum hluti af góðu ferðalagi farþega, viðskiptavina og annarra haghafa.

Áhersla er lögð á þrjár víddir, samfélag, efnahag og umhverfi þar sem viðskiptavinir og starfsmenn eru í fyrirrúmi. Þessir þættir koma saman í samfélagsábyrgðarhjólinu sem er grunnurinn að vinnunni í málaflokknum hjá fyrirtækinu. Áherslurnar eru í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins.

(mynd hér sem sýnir víddirnar þrjár - sjá í athugasemdum)


ÁBYRG FERÐAÞJÓNUSTA

Isavia er bakhjarl í hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu. Verkefnið tekur til um 300 fyrirtækja í ferðaþjónustu og er ætlað að stuðla að umhverfisvernd og samfélagsábyrgð. Atvinnugreinin hefur tekið höndum saman um að sýna samstöðu og ábyrgð við uppbyggingu sterkrar atvinnugreinar til framtíðar.

FESTA

Isavia er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, sem hefur það markmið að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til rannsókna á þessu sviði.

UN GLOBAL COMPACT

Isavia gerðist aðili UN Global Compact sem er alþjóðaverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2016. Með því gekk fyrirtækið í lið með hátt í 10.000 fyrirtækjum í yfir 160 löndum sem eru nú þegar aðilar að verkefninu. Í kjölfarið gerðist fyrirtækið einnig aðili að UN Global Compact Nordic sem er sambærilegt norrænt samstarf.

Með þátttöku skuldbindur Isavia sig til að stefna og starfshættir fyrirtækisins séu í samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumarkað, umhverfismál og aðgerðir gegn spillinu. Fyrirtækið skuldbindur sig jafnframt til að taka þátt í verkefnum sem styðja við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Isavia er aðili að UN Global Compact sem lýtur að hnattrænum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð. Með þátttöku skuldbindur Isavia sig til að stefna og starfshættir fyrirtækisins séu í samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumarkað, umhverfismál og aðgerðir gegn spillinu. Fyrirtækið skuldbindur sig jafnframt til að taka þátt í verkefnum sem styðja við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Markmiðin til sjálfbærar þróunar eru 17 talsins og eru í daglegu tali kölluð „Heimsmarkmiðin“. Með þeim er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Þetta eru víðtæk markmið sem ætlað er að vera leiðarvísir fyrir þjóðir, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga um að búa okkur betri heim. Isavia er um þessar mundir með sérstaka áherslu á heimsmarkmiðin sem snúa að heilsu og vellíðan, jafnrétti kynjanna, ábyrgri neyslu, verndun jarðarinnar og samstarfi.