Hoppa yfir valmynd

Flugklasinn AIR 66N

Flugklasinn Air 66N er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila í samfélaginu. Klasinn er rekinn af Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi. Klasinn stefnir að því að fá reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll allt árið. Klasinn er því leiðandi í að markaðssetja og kynna Norðurland sem nýjan áfangastað allt árið um kring með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu.

Nánari upplýsingar um klasann er að finna hér.