Hoppa yfir valmynd

Dótturfyrirtæki

FRÍHÖFNIN EHF. 

 Fríhöfnin rekur fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, fjórar fyrir brottfararfarþega og eina fyrir komufarþega. Verslanirnar eru opnar þegar áætlunarflug er um flugvöllinn.

Fríhöfnin leggur áherslu á fjölbreytt úrval innlendra og alþjóðlegra vörumerkja á hagstæðu verði. Fastir starfsmenn eru um 210 en á sumrin um 310. Fríhöfnin var valin besta fríhafnarverslun í Evrópu árin 2013 og 2014 af alþjóðlega fagtímaritinu Business Destinations. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar er Þorgerður Þráinsdóttir.

TERN SYSTEMS EHF. 

Tern Systems þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu. Um er að ræða lausnir sem notaðar eru í rekstri flugstjórnarmiðstöðva, flugturna og við þjálfun flugumferðarstjóra.

Kerfi frá Tern Systems eru meðal annars notuð á Íslandi, Írlandi, Suður-Kóreu, Spáni, Marokkó og Indónesíu. Starfsmenn eru um 50 í aðalstöðvum félagsins á Íslandi. Framkvæmdastjóri Tern Systems er Magnús Þórðarson.


DOMAVIA EHF.

Domavia hýsir hluta af fasteignum Isavia. Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia, fer með prókúru fyrir félagið.


SULUK APS

Suluk er grænlenskt einkahlutafélag í eigu Isavia. Félagið annast flugleiðsöguþjónustu á Grænlandi. Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia, fer með prókúru fyrir félagið.