Dótturfélög Isaiva ohf eru þrjú Isavia ANS ehf., Isavia innanlandsflugvellir ehf og Fríhöfnin ehf. Félögin eru í 100% eigu Isavia, félögin eru rekin í takt við eigandastefnu dótturfélaga Isavia ohf, samþykktir þeirra og starfsreglur stjórna. Stefnur, reglur og leiðbeiningar sem móðurfélaginu er skylt að innleiða samkvæmt lögum eða stefnu eiganda þess gilda einnig fyrir dótturfélög og eru þessar reglur listaðar í viðauka með eigandastefnu. Skoða eigendastefnu dótturfélaga.

ISAVIA ANS
Isavia ANS sinnir flugleiðsöguþjónustu í innanlands- og alþjóðaflugi í flugleiðsögusvæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur sértæka þjálfunardeild fyrir flugumferðarstjórn, flugfjarskipti, fluggagnafræði og flugupplýsingaþjónustu. Ásamt því að sinna flugprófunarverkefnum á Islandi, Grænlandi og Færeyjum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS er Kjartan Briem.
Skoða vef Isavia ANS
Heimilisfang: Nauthólsvegur 66 sími 424 4000. Kt. 591219-1460.

ISAVIA INNANLANDSFLUGVELLIR
Isavia innanlandsflugvellir annast rekstur innanlandsflugvalla og lendingarstaða á Íslandi. Framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla er Sigrún Björk Jakobsdóttir.
Heimilisfang: Reykjavíkurflugvöllur, 102 Reykjavík. Sími 424-4000. Kt. 591219-1380.

FRÍHÖFNIN EHF.
Fríhöfnin rekur fjórar verslanir á Keflavíkurflugvelli, þrjár fyrir brottfararfarþega og eina fyrir komufarþega. Verslanirnar eru opnar þegar áætlunarflug er um flugvöllinn.
Fríhöfnin leggur áherslu á fjölbreytt úrval innlendra og alþjóðlegra vörumerkja á hagstæðu verði. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar er Þorgerður Þráinsdóttir.
Heimilisfang: Keflavíkurflugvöllur, 235 Keflavíkurflugvelli. Sími 424-4000. Kt. 611204-2130.