Hoppa yfir valmynd

Dótturfyrirtæki

ISAVIA ANS

Isavia ANS veitir íslenskum og erlendum loftförum flugleiðsöguþjónustu í íslenska flugstjórnarsvæðinu og á íslenskum flugvöllum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS er Kjartan Briem.

Tvö dótturfélög eru starfrækt undir Isavia ANS: Tern Systems EHF og Suluk APS

Heimilisfang: Reykjavíkurflugvöllur, 102 Reykjavík

TERN SYSTEMS EHF. 

Tern System ehf. þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu. Um er að ræða lausnir sem notaðar eru í rekstri flugstjórnarmiðstöðva, flugturna og við þjálfun flugumferðarstjóra.

Kerfi frá Tern Systems eru meðal annars notuð á Íslandi, Írlandi, Suður-Kóreu, Spáni, Marokkó og Indónesíu. Starfsmenn eru um 50 í aðalstöðvum félagsins á Íslandi. Framkvæmdastjóri Tern Systems er Magnús Þórðarson.

Heimilisfang: Hlíðasmári 15, 201 Kópavogur


SULUK APS

Suluk ApS er grænlenskt einkahlutafélag í eigu Isavia. Félagið annast flugleiðsöguþjónustu á Grænlandi.

Heimilisfang: Mittarfimmut 1 C/O Kangerslussuaq Airport, 3910 Kangerlussuaq, Grænland

ISAVIA INNANLANDSFLUGVELLIR

Isavia Innanlandsflugvellir annast rekstur innanlandsflugvalla og lendingarstaða á Íslandi. Framkvæmdastjóri Isavia Innanlands er Sigrún Björk Jakobsdóttir.

Heimilisfang: Reykjavíkurflugvöllur, 102 Reykjavík

FRÍHÖFNIN EHF. 

Fríhöfnin rekur fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, fjórar fyrir brottfararfarþega og eina fyrir komufarþega. Verslanirnar eru opnar þegar áætlunarflug er um flugvöllinn.

Fríhöfnin leggur áherslu á fjölbreytt úrval innlendra og alþjóðlegra vörumerkja á hagstæðu verði. Fastir starfsmenn eru um 210 en á sumrin um 310. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar er Þorgerður Þráinsdóttir.

Heimilisfang: Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli