Hoppa yfir valmynd

STJÓRN ISAVIA

Forstjóri Isavia er Björn Óli Hauksson, rekstrarverkfræðingur. Hann hóf störf 1. maí 2010 en starfaði fyrir þann tíma sem forstjóriKeflavíkurflugvallar frá árinu 2008.

SKIPAN STJÓRNAR ISAVIA 2018-19

AÐALMENN:

INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON 

Ingimundur Sigurpálsson, fæddur 1951, stjórnarformaður frá 2014, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann stundað framhaldsnám í hagrænni áætlanagerð og þróunarhagfræði við George Washington University í Washington D.C. og DBE frá Columbia Business School, New York, USA.

Ingimundur hefur verið forstjóri Íslandspósts frá árinu 2004. Hann hefur áratuga reynslu úr atvinnulífinu bæði í opinbera- og einkageiranum. Ingimundur gegnir og hefur gegnt fjölmörgum félags-, trúnaðar- og stjórnunarstörfum.

Ingimundur situr í stjórn ISNIC hf., formaður, stjórn Samskipta ehf., formaður, og stjórn Arnarnesvogs ehf.  Hann á hlut í Fjárfestingarfélaginu Molanum ehf. sem á hlut í ISNIC, og hlut í Borgun hf.

Ingimundur var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2014.

MATTHÍAS PÁLL IMSLAND

Matthías Imsland, fæddur 1974, varaformaður frá 2018, stjórnmálafræðingur með MS próf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Þá hefur hann stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stjórnunarnám við North Park University í Chicago í Bandaríkjunum.

 Frá 2017 hefur Matthías verið framkvæmdastjóri ýmissa fjárfestingafélaga. Matthías var aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá 2013-15, aðstoðarmaður forsætisráðherra frá janúar - apríl 2016 og síðan aftur aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá apríl 2016 - janúar 2017. Hann var áður ráðgjafi fyrir fyrirtæki í Suður-Ameríku og Skandinavíu. Matthías var um tíma framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express.

Matthías situr í stjórn Fríhafnarinnar ehf.

Matthías var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2014. Varaformaður 2014-17. 

EVA PANDORA BALDURSDÓTTIR

Eva Pandora Baldursdóttir, fædd 1990, stjórnarmaður frá 2018, B.Sc.-próf. í viðskiptafræði frá HÍ, og framhaldsnám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún stundar framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Eva hefur starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar Sauðárskróki frá 2017. Hún var alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017, viðskiptafræðingur hjá KPMG 2016, skipuleggjandi ferða hjá Iceland Travel 2015–2016 og viðskiptafræðingur hjá Fjárvakri 2012–2015.

Eva var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2018.


NANNA MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, fædd 1978, stjórnarmaður frá 2018,   stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Frá árinu 2015 hefur Nanna verið fjárfestingastjóri Hafbliks fjárfestingafélags. Hún var ráðgjafi erlendra verslanakeðja 2013-2014 vegna starfsemi hér á landi, eigandi Náttúrulækningabúðarinnar og tengdra félaga í verslun og heildsölu 2008-2013 og starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1998-2008, m.a. í fjárstýringadeild og sem sölustjóri í sjó- og flugfraktdeild.

 Nanna situr m.a. í stjórnum Ilta Investments, Ilta PE og Náttúrulækningabúðarinnar.

Nanna var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2018.

 

VALDIMAR HALLDÓRSSON

Valdimar Halldórsson, fæddur 1973. Stjórnarmaður frá 2018, BA  í hagfræði og MSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Frá árinu 2018 hefur Valdimar verið framkvæmdastjóri og einn eigenda Norðursiglingar hf á Húsavík.  Hann var framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík 2016-2018.  Hann var ráðgjafi hjá H.F. Verðbréf 2013-2016, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012-2013, sérfræðingur hjá Marko Partners 2011-2012, sérfræðingur hjá IFS Greiningu  2008-11,  sérfræðingur í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka 2004-2008 og hjá Þjóðhagsstofnun/Hagstofu Íslands, þjóðhagsreikningum 2000-2004.

Valdimar er stjórnarmaður í Stapa lífeyrissjóði, hjá Ístex hf í Mosfellsbæ, hjá Willa Franz ehf og hjá nokkrum dótturfélögum sem tengjast Norðursiglingu hf.

Valdimar var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2018.


VARASTJÓRN ISAVIA

Björg Eva Erlendsdóttir fædd 1960, BA í íslensku, norsku og blaðamennsku, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Hreiðar Eiríksson fæddur 1963, lögfræðingur, starfar hjá Fiskistofu Akureyri.

Ingveldur Sæmundsdóttir, fædd 1970, viðskiptafræðingur MBA, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Reynir Þór Guðmundsson, fæddur 1973, atvinnuflugmaður og flugvirki, framkvæmdastjóri Jökulflugs.

Sigrún Traustadóttir, fædd 1962, viðskiptafræðingur MBA, ráðgjafi. Var aðalmaður í stjórn 2014-17, varamaður frá 2017.