Hoppa yfir valmynd

STJÓRN ISAVIA

KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON

Kristján Þór Júlíusson er stjórnarformaður frá 2022, með kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Kristján Þór var alþingismaður Norðausturkjördæmis 2007-2021. Hann var heilbrigðisráðherra 2013-2017, mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2017 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017-2021. Hann sat í fjárlaganefnd Alþingis 2007-2013, iðnaðarnefnd 2007-2009 og umhverfisnefnd 2009-2011. Kristján Þór var bæjarstjóri Dalvíkur 1986-1994, bæjarstjóri Ísafjarðar 1994-1997 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Árin 1999-2007 sat Kristján Þór í stjórn Landsvirkjunar. Hann var formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Norðurlands 2000-2007 og í stjórn Fasteignamats ríkisins á sama tímabili. Kristján Þór var formaður stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga 1994-1997 og formaður stjórnar Eyþings 1998-2002. Kristján Þór var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2022 og situr í starfskjaranefnd Isavia.

HÓLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

Hólmfríður Árnadóttir er stjórnarmaður frá 2022, með Bed og MEd gráður frá Háskólanum á Akureyri og DiplEd gráðu frá Háskóla Íslands. Hólmfríður starfar sem verkefnastjóri við Háskóla Íslands og hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún starfaði sem skólastjóri frá 2016 - 22 og sem sérfræðingur við Háskólann á Akureyri 2012-16. Hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum, ráðum og nefndum. Hólmfríður var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2022 og situr í starfskjaranefnd Isavia.

JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON

Jón Steindór Valdimarsson er stjórnarmaður frá árinu 2022, MPM (Master of Project Management) frá Háskólanum í Reykjavík og með embættispróf í lögum frá Háskóla Íslands. Jón Steindór var alþingismaður árin 2016 til 2021. Hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjanna TravAble ehf. og Nordberg Innovation ehf. árin 2015 til 2016. Þá var hann aðstoðarframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins árin 1988 - 2010. Jón Steindór sat í stjórn Regins hf. 2014 - 2015; stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 2002 - 2013; stjórnarformaður Landsbréfa hf. 2011 - 2013; varaformaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands 2011 - 2012 og í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 2000 - 2010, þar af stjórnarformaður árin 2004 - 2010. Jón Steindór var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2022 og situr í endurskoðunarnefnd Isavia.

NANNA MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir er stjórnarmaður frá 2018,  stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Frá árinu 2015 hefur Nanna verið fjárfestingastjóri Hafbliks fjárfestingafélags. Hún var ráðgjafi erlendra verslanakeðja 2013-2014 vegna starfsemi hér á landi, eigandi Náttúrulækningabúðarinnar og tengdra félaga í verslun og heildsölu 2008-2013 og starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1998-2008, m.a. í fjárstýringadeild og sem sölustjóri í sjó- og flugfraktdeild. Nanna var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2018 og situr í endurskoðunarnefnd Isavia og er stjórnarmaður í Fríhöfninni ehf.

VARASTJÓRN ISAVIA

Tómas Ellert Tómasson
Dóra Sif Tynes
Ingveldur Sæmundsdóttir
Sigrún Traustadóttir
Valdimar Halldórsson

Undirnefndir stjórnar

Endurskoðunarnefnd

Sigurður Jónsson, löggitur endurskoðandi, formaður
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
Jón Steindór Valdimarsson

Starfskjaranefnd

Kristján Þór Júlíusson
Hólmfríður Árnadóttir