Hoppa yfir valmynd

STJÓRN ISAVIA

SKIPAN STJÓRNAR ISAVIA 2021-22

AÐALMENN:

ORRI HAUKSSON

Orri Hauksson, fæddur 1971, stjórnarformaður frá 2019, MBA frá Harvard Business School í Boston og vélaverkfræðingur frá HÍ.

Orri hefur verið forstjóri Símans frá árinu 2013. Hann var áður framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 2010-2013 og fjárfestingastjóri hjá Novator Partners 2007-2010. Þá var hann framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans árin 2003-2007. Hann hefur einnig sinnt störfum sölustjóra Maskina Software Inc. í Boston og greinanda í utanlandsdeild Eimskipafélagsins. Orri var aðstoðarmaður forsætisráðherra 1997-2000.

Orri var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2019.

MATTHÍAS PÁLL IMSLAND

Matthías Imsland, fæddur 1974, varaformaður frá 2018, stjórnmálafræðingur með MS próf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Þá hefur hann stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stjórnunarnám við North Park University í Chicago í Bandaríkjunum.

Frá 2017 hefur Matthías verið framkvæmdastjóri ýmissa fjárfestingafélaga. Matthías var aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá 2013-15, aðstoðarmaður forsætisráðherra frá janúar - apríl 2016 og síðan aftur aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá apríl 2016 - janúar 2017. Hann var áður ráðgjafi fyrir fyrirtæki í Suður-Ameríku og Skandinavíu. Matthías var um tíma framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express.

Matthías var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2014. Varaformaður 2014-17. 

EVA PANDORA BALDURSDÓTTIR

Eva Pandora Baldursdóttir, fædd 1990, stjórnarmaður frá 2018, B.Sc.-próf. í viðskiptafræði frá HÍ, og framhaldsnám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún stundar framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Eva hefur starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar Sauðárskróki frá 2017. Hún var alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017, viðskiptafræðingur hjá KPMG 2016, skipuleggjandi ferða hjá Iceland Travel 2015–2016 og viðskiptafræðingur hjá Fjárvakri 2012–2015.

Eva var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2018.


NANNA MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, fædd 1978, stjórnarmaður frá 2018,   stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Frá árinu 2015 hefur Nanna verið fjárfestingastjóri Hafbliks fjárfestingafélags. Hún var ráðgjafi erlendra verslanakeðja 2013-2014 vegna starfsemi hér á landi, eigandi Náttúrulækningabúðarinnar og tengdra félaga í verslun og heildsölu 2008-2013 og starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1998-2008, m.a. í fjárstýringadeild og sem sölustjóri í sjó- og flugfraktdeild.

Nanna var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2018. 

VALDIMAR HALLDÓRSSON

Valdimar Halldórsson, fæddur 1973. Stjórnarmaður frá 2018, BA  í hagfræði og MSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Frá árinu 2018 hefur Valdimar verið framkvæmdastjóri og einn eigenda Norðursiglingar hf á Húsavík.  Hann var framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík 2016-2018.  Hann var ráðgjafi hjá H.F. Verðbréf 2013-2016, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012-2013, sérfræðingur hjá Marko Partners 2011-2012, sérfræðingur hjá IFS Greiningu  2008-11,  sérfræðingur í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka 2004-2008 og hjá Þjóðhagsstofnun/Hagstofu Íslands, þjóðhagsreikningum 2000-2004.

Valdimar var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2018.


VARASTJÓRN ISAVIA

Björg Eva Erlendsdóttir fædd 1960, BA í íslensku, norsku og blaðamennsku, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Hreiðar Eiríksson fæddur 1963, lögfræðingur, starfar hjá Fiskistofu Akureyri.

Ingveldur Sæmundsdóttir, fædd 1970, viðskiptafræðingur MBA, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Óskar Þórmundsson, fæddur 1950, fyrrum yfirlögregluþjónn.

Sigrún Traustadóttir, fædd 1962, viðskiptafræðingur MBA, ráðgjafi. Var aðalmaður í stjórn 2014-17, varamaður frá 2017.