Hoppa yfir valmynd

Isavia í samfélaginu

Isavia vinnur að ýmsum verkefnum tengdum samfélagslegri ábyrgð og hefur sett sér stefnu í málaflokknum.

 

Isavia hefur markað sér stefnu í samfélagsábyrgð og vinnur að verkefnum sem tengjast henni. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að stuðla að því að við séum hluti af góðu ferðalagi farþega, viðskiptavina og annarra haghafa.

Áhersla er lögð á þrjá þætti: samfélag, efnahag og umhverfi þar sem viðskiptavinir og starfsmenn eru í fyrirrúmi. Þessir þættir koma saman í samfélagsábyrgðarhjólinu sem er grunnurinn að vinnunni í málaflokknum hjá fyrirtækinu. Áherslurnar eru í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins.

Isavia hefur með höndum rekstur og viðhald á innviðum sem er grunnur að flugsamgöngum landsins, tengingum við umheiminn og flugi á milli þriggja heimsálfa á stóru svæði. Starfsemin skiptir þar af leiðandi miklu máli fyrir þjóðarhag og starfsfólk félagsins leggur sig fram um að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við samfélagið.