Hoppa yfir valmynd

Í sátt við samfélagið

Isavia vinnur að verkefnum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð með margvíslegum hætti.

UNITED NATIONS GLOBAL COMPACT

Isavia er aðili að alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna UN Global Compact. Með þátttöku skuldbindur félagið sig til þess að stefna og starfshættir séu í samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Isavia skuldbindur sig jafnframt til að taka þátt í verkefnum sem styðja við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og birta opinberlega upplýsingar um samfélagsábyrgð félagsins í samræmi við viðmið UN Global Compact og GRI.

MEGINREGLURNAR TÍU:

Mannréttindi

1. Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda

2. Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot

Vinnumarkaður

3. Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í framkvæmd rétt fólks til kjarasamninga

4. Fyrirtæki tryggja afnám nauðungar- og þrælkunarvinnu

5. Fyrirtæki tryggja virkt afnám allrar barnavinnu

6. Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals

Umhverfismál

7. Fyrirtæki styðja beiting varúðarreglu í umhverfismálum

8. Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu

9. Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni

Gegn spillingu

10. Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

JAFNRÉTTISSÁTTMÁLI UN WOMEN

Isavia hefur undirritað jafnréttissáttmála UN Women sem er alþjóðlegt átak UN Women og UN Global. Með undirskriftinni skuldbindur fyrirtækið sig til að vinna að jafnréttismálum innan fyrirtækisins, sýna samfélagslega ábyrgð og hafa frumkvæði í málaflokknum. Í sáttmálanum eru sjö viðmið sem fyrirtæki og stofnanir hafa að leiðarljósi til að efla jafnrétti og auka þátt kvenna í atvinnulífinu.

VIÐMIÐIN 7:

  1. Stuðla að jafnrétti kynjanna
  2. Jöfn tækifæri til vinnu
  3. Heilsa, öryggi og ofbeldislaus vinnustaður
  4. Menntun og þjálfun
  5. Fyrirtækjaþróun sem ýtir undir aukna þátttöku kvenna
  6. Forysta í samfélagslegri ábyrgð
  7. Gagnsæi, aðgerðir og upplýsingaskylda

Undirritun sáttmálans er eðlilegt framhald af annarri vinnu sem fyrirtækið er að vinna undir merkjum samfélagslegrar ábyrgðar og fellur undir heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna þar sem Isavia hefur þegar sett sér  markmið.

Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Markmiðin til sjálfbærar þróunar eru 17 talsins og eru í daglegu tali kölluð „Heimsmarkmiðin“. Með þeim er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Þetta eru víðtæk markmið sem ætlað er að vera leiðarvísir fyrir þjóðir, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga um að búa okkur betri heim. Isavia setur sér markmið tengd Heimsmarkmiðunum sem birt eru í árs- og samfélagsskýrslu Isavia.

GLOBAL REPORTING INITATIVE

Isavia gefur út árs- og samfélagsskýrslu sem fylgir viðmiðum Global Reporting Intitiative (GRI-Core) ásamt sérákvæðum um starfsemi flugvalla.  Sérákvæðin taka sérstaklega á þeim áskorunum og tækifærum sem flugvellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni. Markmiðið er að gefa dýpri mynd af starfsemi félagsins og áhrif þess á samfélagið.  Á næstu árum verður unnið enn frekar að því markmiði að efla sjálfbærni félagsins. Smelltu hér á árs- og samfélagsskýrslu Isavia.

FESTA - miðstöð um samfélagsábyrgð

Isavia er virkur aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, sem hefur það markmið að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til rannsókna á þessu sviði.

STARTUP TOURISM

Isavia er einn af bakhjörlum verkefnisins Startup Tourism sem er vettvangur fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu til að veita viðskiptahugmyndum brautargengi. Tíu fyrirtæki eru valin til þátttöku í svonefndum viðskiptahraðli, og fá forsvarsmenn þeirra tíu vikna þjálfun og leiðsögn hjá ýmsum sérfræðingum til að þróa viðskiptahugmyndir sínar.