Hoppa yfir valmynd

Sjálfbærni

Við leggjum áherslu á að samfélagsábyrgð sé samþætt stefnu og starfsemi félagsins.

Sjálfbærni er stór hluti af stefnu okkar og ein af stefnuáherslum félagsins. Við val á markmiðum og úrbótaverkefnum þeim tengdum er horft til eðli fyrirtækisins og stefnu, ábendinga ytri hagaðila, Heimsmarkmiðanna og áherslna stjórnvalda þeim tengdum, skuldbindingar félagsins við meginreglur UN Global Compact auk annarra hvatningaverkefna fyrir fyrirtæki í flugtengdri starfsemi.

Sjálfbærnistefna

Í Sjálfbærnistefnu Isavia  höfum við sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sem við gerum.  Hún er ein af stuðningsstefnum félagsins. Stefnan, markmiðin, mælikvarðarnir og aðgerðaáætlunin sem henni fylgir eiga að styðja við það að við náum árangri í sjálfbærni.  Um leið erum við að vinna í átt að framtíðarsýn Isavia að tengja heiminn í gegnum Ísland sem birtist í stefnuhringnum og tilgang  um að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi. 

Sjálfbærniferningurinn

Sjálfbærnistefnan lýsir jafnvæginu milli umhverfis, samfélags og efnahags. Umhverfisþættinum er skipt í tvennt til að draga loftslagsmálin sérstaklega fram þar sem minnkun kolefnisspors þarf sérstaka athygli.

Sjálfbærniferningurinn skiptist upp í fjóra þætti sem skipta mestu máli fyrir Isavia,áherslan er áheildarstefnuna og þá starfsemi sem félagið er í.

Loftslagsmál - samvinna í umhverfismálum 

Isavia ohf. hefur sett sér það markmið að vera orðið kolefnislaust árið 2030. Við náum þeim árangri með samstarfi, virkri vöktun á umhverfisþáttum,orkuskiptum og með kolefnisjöfnun eftir þörfum. við gerum okkur grein fyrir áhættu vegna loftslagsbreytinga og erum með aðgerðir í stefnunni til að bregðast við þeim.

Í okkar starfsemi náum við mestum árangri í minnkun kolefnisspors með því að skipta út ökutækjum. Markmiðið er að skipta út öllum ökutækjum á Keflavíkurflugvelli fyrir umhverfisvænni orkugjafa fyrir lok árs 2030.

Auðlindanýting – samvinna í umhverfismálum  

Isavia leggur sig fram um að vernda umhverfið og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif  af starfsemi sinni. Við leggjum áherslu á sjálfbær innkaup, góða nýtingu auðlinda, endurnýtingu, endurvinnslu og stuðlum þannig að hringrásarhagkerfi.  Innviðir eru byggðir upp á sjálfbæran hátt og við lágmörkum umhverfisáhrif af framkvæmdum og rekstri til framtíðar.   

Lífsgæði  - fyrirmynd í okkar samfélagi

Við viljum vera til fyrirmyndar í sjálfbærni á Íslandi og vinnum markvisst að því. Við sýnum frumkvæði að því að auka sjálfbærni í öllu flugvallarsamfélaginu og vinnum markvisst með nærsamfélaginu með gagnkvæmri virðingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á gagnkvæma miðlun upplýsinga, þekkingar og reynslu. Með samvinnu náum við árangri.   

Virðissköpun - traust fyrirtæki sem skapar hagsæld 

Við byggjum upp sjálfbæran rekstur með því að skapa langtíma virðisauka og leggja þannig okkar að mörkum til hagkerfisins í heild sem er í samræmi við tilgang Isavia. Við tökum ákvarðanir af ábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi og vinnum að framþróun og stöðugum umbótum í sjálfbærni.   

Sett hafa verið skýr markmið, mælikvarðar og fimm ára aðgerðaáætlun með skýrri ábyrgð fyrir sjálfbærnistefnuna. Hana má kynna sér betur hér.

Ársskýrslur

Isavia gefur út ársskýrslu samkvæmt Global Reporting Initiative (GRI) ásamt sérákvæðum GRI-G4 um flugvelli. Markmið með útgáfu ársskýrslunnar er að sýna gagnsæi og gefa dýpri mynd af starfsemi Isavia og áhrifum þess á samfélagið. Með útgáfu skýrslunnar leitast félagið við að varpa ljósi á bæði þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir og líka þeim árangri sem náðst hefur.

Hægt er að kynna sér ársskýrslur félagsins hér