Hoppa yfir valmynd

Þróunaráætlun KEF

Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar er framtíðarsýn flugvallarins byggð á farþega- og umferðarspá til ársins 2040.

ÞRÓUNARÁÆTLUN KEFLAVÍKURFLUGVALLAR TIL 2040

Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar er framtíðarsýn flugvallarins byggð á farþega- og umferðarspá til ársins 2040. Áætlunin tekur á öllu skipulagssvæði Keflavíkurflugvallar og nærumhverfis. Þar eru framtíðaráform flugvallarins kortlögð þannig að vel sé farið með fjármagn flugvallarins í góðu samráði við hagsmunaaðila og nærsamfélag. Áætlunin er að sama skapi samráðsvettvangur við hagsmunaaðila sem geta nýtt sér áformin til stefnumótunar sinnar og uppbyggingar.

Í TAKT VIÐ UPPBYGGINGU FERÐAÞJÓNUSTU
Þróunaráætlunin styður við uppbyggingaráform ferðaþjónustunnar en gert er ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega á komandi árum og áratugum. Hlutur ferðaþjónustu í útflutningi verður sífellt meiri og mikilvægi öflugra flugsamgangna sömuleiðis fyrir þjóðarbúið.

Uppbygging Keflavíkurflugvallar verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Þó er ljóst að fyrsti áfanginn verður stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar.

SJÁLFBÆR FJÁRMÖGNUN
Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna, þar sem möguleikar Isavia til fjármögnunar eru góðir og einnig eru til staðar tækifæri sem tengjast aðkomu annarra að Isavia.

Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar var fyrst lögð fyrir stjórn Isavia í október 2015 og er endurskoðuð reglulega með teknu tilliti til þróunar á umferð um flugvöllinn og annarra þátta sem gætu haft áhrif á skipulagið.

SJÁ NÁNAR UM ÞRÓUNARÁÆTLUN KEFLAVÍKURFLUGVALLAR