Hoppa yfir valmynd

Ábyrg uppbygging í takt við fjöldann

Morgunfundur um farþegaspá, uppbyggingu og nýja stefnu.

Við efnum til morgunfundar þann 1. desember í Norðurljósum í Hörpu. Fundurinn hefst kl. 9:00 og boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu frá 8:30. 

Á fundinum verður farið yfir farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2023 sem og uppbyggingu og framkvæmdir sem framundan eru á flugvellinum. Við förum yfir stefnu Isavia og kynnum áherslur okkar í sjálfbærni. Ný stefna Isavia verður kynnt sem og áherslur í sjálfbærni og framtíðarsýn Isavia sem leiðandi afl flugvallarsamfélags með það mark-mið að tengja heiminn í gegnum Ísland. Fundurinn verður einnig í beinu streymi hér á isavia.is. 

Dagskrá:

8.30 Húsið opnar og boðið er upp á kaffi og léttar veitingar.

9.00 Ávarp - Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra.

9.10 Saman náum við árangri - stefnan og flugvallarsamfélagið. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri.

9.30 Ábyrg uppbygging og farþegaspá Keflavíkurflugvallar. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar.

Skráning á viðburðinn

ATH. Isavia varðveitir netfang þitt og notar það eingöngu til að koma á framfæri upplýsingum um viðburðinn, s.s. vegna mögulegra breytinga, áminninga og annarra skilaboða sem tengjast viðburðinum. Að viðburði loknum er netfang þitt varðveitt í 3 ár og það notað til að senda þér upplýsingar um nýja viðburði og fréttir af Isavia. Netfangið er ekki afhent þriðja aðila. Viljir þú ekki að Isavia varðveiti netfangið, vinsamlegast sendu tölvupóst á [email protected].