Hoppa yfir valmynd
24.5.2018
100 MANNS Á FLUGSLYSAÆFINGU Á HÚSAVÍKURFLUGVELLI

100 MANNS Á FLUGSLYSAÆFINGU Á HÚSAVÍKURFLUGVELLI

Laugardaginn 12. maí síðastliðinn tóku um 100 manns þátt í viðamikilli flugslysaæfingu á Húsavíkurflugvelli. Þar voru æfð viðbrögð við flugslysi á vellinum. Gengið var út frá því að farþegar og áhöfn, 32 samtals, hefðu verið um borð í vélinni.

Slökkvilið, lögregla, björgunarsveitir, Rauði krossinn, heilbrigðisstarfsfólk, starfsmenn Isavia og fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa tóku þátt í æfingunni. Í upphafi var haldin svokölluð skrifborðsæfing og fræðslufundur áður en eiginleg flugslysaæfing hófst.

Isavia, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og samstarfsaðilar þeirra stóðu að æfingunni, en flugslysaæfing er haldin á Húsavíkurflugvelli á fjögurra ára fresti. Markmiðið er að æfa samtarf viðbragðsaðila þegar flugslys verður og það viðbragðskerfi sem almennt er notað í hópslysum.