Hoppa yfir valmynd
17.4.2023

1,3 milljón farþega um Keflavíkurflugvöll á fyrsta fjórðungi ársins

Árið 2023 fer vel af stað en alls lögðu 1.299.452 farþegar leið sína um flugvöllinn á fyrsta fjórðungi ársins.

Flogið var til 64 áfangastaða og voru þeir vinsælustu London, Kaupmannahöfn, París, Manchester og New York.

Frá áramótum hafa brottfarir Íslendinga mælst um 120 þúsund eða 88% af því sem þær mældust á sama tímabili metárið 2018.

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 419 þúsund fyrstu þrjá mánuði ársins.

Flestar brottfarir á fyrsta fjórðungi ársins voru tilkomnar vegna Breta og Bandaríkjamanna eða um tvær af hverjum fimm (44,6%).

Árið byrjar vel og það á vonandi bara eftir að verða enn betra þegar líða tekur á sumarið. Við hlökkum til að sjá ykkur á Keflavíkurflugvelli.