Hoppa yfir valmynd
3.4.2013
31% farþegaaukning á Keflavíkurflugvelli í mars

31% farþegaaukning á Keflavíkurflugvelli í mars

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli heldur áfram að aukast og fóru tæplega 31% fleiri farþegar um flugvöllinn í marsmánuði í ár en í fyrra. Farþegar á leið til landsins voru 76.457 og frá landinu 58.878. Það sem af er árinu hefur heildarfarþegafjöldi aukist um 25,7% og er það talsvert umfram það sem búist var við um vetrarmánuðina.