Hoppa yfir valmynd
16.12.2022
441 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóvember

441 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóvember

441.721 farþegar lögðu leið sína um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum nóvember mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum. Flogið var til 65 áfangastaða og voru þar Kaupmannahöfn, Lundúnir, Manchester, París og Boston vinsælastir.

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll 138 þúsund í nóvember og eða um 92% af því sem þær voru í nóvember á metárinu 2018.

Ríflega helmingur brottfara í nóvember var tilkominn vegna Bandaríkjamanna og Breta en brottfarir Íslendinga voru um 34 þúsund í nóvember. Önnur fjölmennustu þjóðernin komu frá Þýskalandi, Frakklandi, Póllandi, Danmörku, Spáni, Kanada og Kína.

Brottfarir Íslendinga voru um 34 þúsund talsins í nóvember. Frá áramótum hafa brottfarir Íslendinga mælst um 544 þúsund eða 88% af því sem þær mældust á sama tímabili 2018 og 96% af því sem þær mældust 2019.