Hoppa yfir valmynd
12.2.2024
451 þúsund gestir í janúar

451 þúsund gestir í janúar

Árið byrjar vel en alls lögðu 451.190 gestir leið sína um flugvöllinn í janúar. Það er aukning um 12% frá sama tíma árið 2023. Mest var að gera þann 2. janúar, þegar 22.611 gestir fóru um flugvöllinn.

Flogið var til 61 áfangastaða af samtals 20 flugfélögum. Vinsælustu áfangastaðirnir voru London, Kaupmannahöfn, New York, Manchester og París.

Brottfarir Íslendinga voru tæplega 37 þúsund í janúar.

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll tæplega 131 þúsund í janúar. Flestar brottfarir voru tilkomnar vegna Breta og Bandaríkjamanna eða samtals 40% allra brottfara.

Bretar voru fimmtungur eða 21% af heildarbrottförum. Bandaríkjamenn fylgdu þar á eftir með 19% af öllum brottförum erlendra farþega. Í þriðja sæti voru Þjóðaverjar, svo Hollendingar og Kínverjar.

Við hlökkum til að taka á móti enn fleiri gestum á nýju ári á Keflavíkurflugvelli.